7.1.2010 | 01:21
Þetta er það sem þarf.
Núverandi efnahagslega"stríðsástand" sem hófst með beitingu Breta á hryðjuverkalögum gegn okkur hefur nú staðið í rúma 15 mánuði.
Þegar við stóðum í þorskastríðunum á áttunda áratug síðustu aldar fóru forsætisráðherrar Íslendinga til Bretlands til viðræðna við starfsbræður sína þar.
Það er nauðsynlegt að Iceasave-málið fái atbeina af þeirri vigt sem hæfir máli af þessari stærð og að allar þær kanónur, sem við eigum, sé notaðar til að skýra málstað okkar.
Velja þarf tíma og tilefni af gaumgæfni því að þetta er eins og skák þar sem leikið er eftir klukku og leikirnir verða að vera í réttri röð.
Mér líst vel á það sem haft er eftir forsetanum úr viðtali hans við BBC.
Hann hætti sér samt út á hálan ís þegar hann ýkti þá miklu lýðræðishefð þjóðaratkvæðagreiðslna um veigamestu mál sem hann sagði að hér ríkti.
Hér hefur slík atkvæðagreiðsla ekki farið fram í 65 ár og allir þeir stjórnmálamenn látnir sem að henni stóðu.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig var það þá, kaus þjóðin ekki sjálf um sjálfstæði frá Dönum ? eða var það utanþingstjórn sem gerði það að beiðni fólksins ? ég nenni ekki að "gúggla" þetta.
Sævar Einarsson, 7.1.2010 kl. 04:38
Forseti Íslands var í þessu viðtali að tala um hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í öðrum Evrópulöndum en hérlendis er ekki hefð fyrir þeim og hér hefur engin þjóðaratkvæðagreiðsla verið á lýðveldistímanum.
Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur eru í stjórnarskrám meirihluta Evrópuþjóða. Í Þýskalandi eru ekki þjóðaratkvæðagreiðslur en þær eru algengar í Sviss.
Hér voru þjóðaratkvæðagreiðslur samhliða Alþingiskosningum árið 1908 um áfengisbann (60,1% meðmælt en einungis karlmenn höfðu þá kosningarétt), árið 1916 um þegnskylduvinnu 17-25 ára karlmanna (91,8% andvíg) og árið 1933 um afnám áfengisbannsins (57,7% meðmælt).
Einnig voru hér þjóðaratkvæðagreiðslur í Spænsku veikinni árið 1918 um setningu Sambandslaganna (92,6% meðmælt) en samhliða 20.-23. maí 1944 um afnám Sambandslaganna (meðmælt 99,5%) og nýja stjórnarskrá (meðmælt 98,5%).
Þjóðaratkvæðagreiðslur hérlendis - Wikipedia
12.11.2009: Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur
Þorsteinn Briem, 7.1.2010 kl. 05:42
There once was an Icelandic president,
who every penny on nonsense spent,
it isn't a joke,
that he was broke,
and for every British he forward bent.
Þorsteinn Briem, 7.1.2010 kl. 06:00
Það var hræðilegt að horfa og hlusta á fyrstu viðbrögð Jóhönnu og Steingríms sem fóru í heimspressuna þar sem þau völtuðu yfir forsetann og efuðust um stjórnarskrárbundinn rétt hans. Steingrímur virðist aðeins vera að vakna til vitundar um að hann er málsvari okkar því hann stóð sig betur í viðtali á Channel 4. Nú þurfum við að grípa momentið og standa saman og fá betri samning fyrir þjóðina. Þessi mun aldrei renna ofan í stóran hluta landsmanna. Mikils meirihluta að mínu mati þegar frá er talið panikk sem kom þarna eftir fyrstu viðbrögð Rauða Ljónsins. Mér fannst Forsetinn tala frá mínu hjarta þegar hann sagði ríkisvaldið í höndum fólksins samkvæmt Íslenskri Stjórnarskrá en ekki þingsins eða Forsetans. Þetta er það sem þessir Ríkisstjórnarflokkar hafa gefið sig út fyrir að berjast fyrir. Standið ykkur nú!
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.1.2010 kl. 07:13
Ólafur var STÓRKOSTLEGUR í þessu viðtali !!
Jarðaði þennan breska hrokafulla hana !
Það er einnig hárrétt hjá þér Ómar að þetta er einmitt það sem þarf.
Loksins fannst Íslenskur embættismaður með beint bak.
Hver er munurinn á (steingrími, jóhönnu) og Ólafi Ragnari ??
Nákvæmlega sami munur og var á Chamberlain og Churchill!!
runar (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 07:58
Í gær ræddi Jóhanna við Brown og Steingrímur var á Channel 4. Meira af þessu!
Ómar Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 10:07
Hjartanlega sammála þér Ómar! Þjóðin hefur staðið sig vel í að láta ekki þessar gömlu nýlenduherra ekki valta yfir sig. Nú þarf að halda heldur betur vel á spilunum til að kynna málstað okkar og bæta ímyndina. Verðum að ráða einhverja alvöru PR menn. Ég einhvern veginn treysti ekki að ríkisstjórnin standi sig í stykkinu. Þau eru eitthvað svo svekkt út af því að hafa ekki fengið það sem þau vildu og taka það hreinlega út á þjóðinni. Sjáðu t.d. bréf Jóhönnu sem birtist í gær! Þvílík hörmung. :( Það sem við síst þurfum er svona afstaða. Við þurfum hvatningu - ekki svona niðurrif og dómsdagsspá.
Soffía (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:58
Joly og Sigmund Davíð í samninganefnd og þá fáum við eitthvað út úr þessu, alls ekki jóhönnu eða eitthvað samfylkingarlið.
Óskar (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:05
Minn gamli fréttastjóri, Emil Björnsson, sagði við okkur fréttamennina þegar við vorum á leiðinni til að taka viðtal við stjórnmálamenn: "Ekki klappa þeim með kattarrófunni!"
Spyrillinn verður að vera með hvassar, áleitnar og gagnrýnar spurningar til þess að viðmælandi hans taki fram öll sín vopn.
Það var þetta sem breski sjónvarpsmaðurinn var að gera og þess vegna varð viðtalið að því sem það varð.
Ómar Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 11:50
Ólafur stendur sig gríðarlega vel, hann veit alveg hvað hann er að gera og getur svo sannarlega komið okkar málstað vel til skila. En það var ömurlegt að sjá úrklippuna með forsætisráherranum okkar, hún er náttúrlega afar vonsvikin eftir að hafa tapað sínu eina baráttumáli sem var að koma Íslandi í ESB. Hefur Samfylkingin eitthvað erindi í ríkisstjórn núna? Eru þau ekki alltof löskuð eftir ESB aðildartapið til að geta unnið þjóðinni gagn?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:42
Ólafur Ragnar er sniðugur stjórnmálarefur og kan að tjá sig í fjölmiðlum. Maður gat nú ekki annað en brosað þegar hann kom inn á þá miklu HEFÐ fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða með þínum orðum: "Hér hefur slík atkvæðagreiðsla ekki farið fram í 65 ár og allir þeir stjórnmálamenn látnir sem að henni stóðu....." Eigum við ekki að vona að núvarandi stjórn fari kannski í það að VERJA okkar málstað, að hlusta á Heilbrigða skynsemi, Evu Jolly og sinn fyrrum formann Ingibjörgu Sólrúnu? Alltaf legið fyrir að skipa þyrfti nýja & hæfa samninganefnd, fá FRAKKLAND sem sáttarsemjara & auðvitað á svo EB að koma að samningaborðinu, enda bera þeir gríðarlega ábyrgð á því að lenda deilunni á farsælan hátt í ljósi þess að þeirra eigið regluverk er meingallað er kemur að bönkum & bankaábyrgðum o.s.frv. Ég vísa á skrif mín um þetta mál á fun.blog.is
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 14:29
Ef það er heilbrigð skynsemi að hlusta ekki á sína þjóð þá hefur þú alveg gefið því nafni nýtt hugtak.
Sævar Einarsson, 7.1.2010 kl. 18:25
Mér fannst Ólafur standa sig hreint með ágætum.
Afstaðan sem ég vil taka, er þessi:
Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!
Ég bendi sérstaklega, á: Viðtalið við Evu Joly
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 22:55
Já - Steini, gott að þú bendir okkur á hin fáránlegu tillögu að lögum, um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem liggur frammi fyrir Alþingi.
Með öðrum orðum, að meirihluti Alþingis geti ákveðið svoleiðis.
Það hefur hann reyndar alltaf getað gert, og það hvenær sem er.
http://www.althingi.is/altext/138/s/0118.html
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:00
Árið 1944 voru 2 stk. þjóðaratkvæðagreiðslur, þ.e. fyrst um sambandsslitin við Dani og síðan um sjálfa stjórnarskrána.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:01
Það að aðeins meirihluti Alþingis geti ákveðið slíkt þýðir að hann mun aldrei gera það. Þetta sýnir reynsla undanfarinnar 65 ára.
Ómar Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 23:16
Er þessi hefð ekki aðein lengri en mannsaldur? Kannski nær 1000 árum?
Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 23:19
Akkúrat - frændi.
Ég vil vekja athygli á þessu, er ég sá í einni af erlendu greinunum er ég las í dag:
<Taktu eftir tölunum>
Financial Times þá er einnig að finna mjög áhugaverða grein, skrifaða af fulltrúum þekkst bresks lögfræði fyrirtækis, þ.e. "Ann Pettifor and Jeremy Smith,
Advocacy International."
Þessa grein, tekur einnig fyrir rök, sem margoft hafa komið fram hjá þeim Íslendingum, sem hafa bent á að meðferð Breta og Hollendinga á okkur, sé ekki sanngjörn. Einnig, að á meðan þetta sé okkur mjög erfitt, sé þetta mjög lítið mál fyrir meðal Bretann og Hollendinginn.
Gott að sjá tölfræðilegann samanburð, þ.e. hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:32
Þetta er það sem ég á við i bloggi mínu á eyjunni undir heitinu "Fair deal."
Ómar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 01:10
Einar Björn Bjarnason.
Til að hér sé hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt Stjórnarskrá Íslands, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu um Sambandslögin og Stjórnarskrána 20.-23. maí 1944, þarf fyrst að setja lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Með Sambandslögum Íslands og Danmerkur, sem tóku gildi 1. desember 1918, viðurkenndu Danir að Ísland væri frjálst og fullvalda ríki en þjóðaratkvæðagreiðslan árið 1944 um Sambandslögin var haldin á grundvelli 18. greinar laganna og 76. greinar Stjórnarskrár konungsríkisins Íslands, sem tók gildi 1. janúar 1921.
Í 79. grein Stjórnarskrárinnar frá árinu 1944 er til að mynda kveðið á um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna breytingar á kirkjuskipan ríkisins.
Ef meirihluti Alþingis samþykkti hins vegar að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingu á lögum um IceSave-reikningana skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sölu léttvíns í matvöruverslunum gætu úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu einungis verið ráðgefandi en ekki bindandi fyrir Alþingi, þar sem í 48. grein Stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.
Og samkvæmt 79. grein Stjórnarskrárinnar er einungis hægt að breyta henni með því að meirihluti Alþingis staðfesti breytingarnar eftir alþingiskosningar.
Aftur á móti yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingu á lögum um IceSave-reikningana haldin á grundvelli 26. greinar Stjórnarskrárinnar:
"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."
Í athugasemdum með stjórnarfrumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur segir meðal annars:
"Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið er lagt fram af forsætisráðherra en það var unnið í samráði við fulltrúa allra þingflokka. [...]
Markmið frumvarpsins er að kveða með almennum lögum á um framkvæmd og tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort sem um er að ræða þjóðaratkvæðagreiðslur sem skylt er að halda samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar eða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur, sem Alþingi ákveður að efna til með samþykkt þingsályktunartillögu."
12.11.2009: Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands
Sambandslög Íslands og Danmerkur
Skýrsla um þjóðaratkvæðagreiðslur
Þorsteinn Briem, 8.1.2010 kl. 06:35
"Frumvarpið [um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010] byggist þannig í meginatriðum á sömu skipan og kemur fram í lögum um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, sem gera aftur ráð fyrir að um kjörið gildi lög um alþingiskosningar, að svo miklu leyti sem sérreglna er ekki þörf.
Hér er m.a. litið til fordæmis sem sett var við framkvæmd síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, um sambandsslitin við Danmörku og hina nýju lýðveldisstjórnarskrá árið 1944. Af því tilefni voru sett sérstök lög, nr. 17/1944, um tilhögun atkvæðagreiðslu um þingsályktun um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918 og lýðveldisstjórnarskrá Íslands."
Fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var hins vegar aldrei kjörinn í það embætti af þjóðinni í atkvæðagreiðslu. Sveinn var kjörinn ríkisstjóri af Alþingi árið 1941 og forseti Íslands, einnig af Alþingi, á Þingvöllum við lýðveldisstofnun 17. júní 1944 en þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og aftur 1949 en hann lést í embætti 1952.
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands
Stjórnarfrumvarp um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010
Þorsteinn Briem, 8.1.2010 kl. 17:11
Steini - þessi lög breyta nákvæmlega engu, þ.s. alla tíð síðan 1944, hefur Alþingi hvenær sem er, verið í lófa lagið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur meirihluti þess, alltaf getað gert.
En, þú virðist ekki átta þig á, að hægt er að framkvæma einstakar þjóðaratkvæðagreiðslur, með því að setja tímabundna lagasetningu fyrir hvert tilfelli.
Svo, þessi lög, eins og ég hef sagt, framkvæma enga raunverulega breytingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 19:11
Einar Björn.
Meirihluti Alþingis getur að sjálfsögðu með þingsályktunartillögu ákveðið að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis um sölu á léttvíni í matvöruverslunum, en nú þarf að setja lög um FRAMKVÆMD hverrar þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sig, til að mynda í dag Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010.
Markmiðið með stjórnarfrumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur er hins vegar að kveða með almennum lögum á um FRAMKVÆMD ALLRA þjóðaratkvæðagreiðslna, bæði þeirra sem skylt er að halda samkvæmt ákvæðum Stjórnarskrárinnar og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslna sem Alþingi ákveður að efna til með samþykkt þingsályktunartillögu.
Þar af leiðandi stenst engan veginn að halda því fram að slík almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna hafi enga þýðingu. Og þjóðaratkvæðagreiðslur sem hér eru haldnar samkvæmt þingsályktunartillögum geta ekki orðið bindandi fyrir Alþingi fyrr en eftir breytingu á Stjórnarskránni eftir alþingiskosningar.
"Ekki hefur verið deilt um að þörf sé á setningu sérstakrar löggjafar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Má í því sambandi líta til þess að framkvæmd allra kosninga hér á landi er lögbundin, sbr. lög nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands, með síðari breytingum, lög nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis og lög nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna."
12.11.2009: Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur
Þorsteinn Briem, 8.1.2010 kl. 23:30
Þessi lög eru ófullnægjandi, þ.s. þau kveða ekki á um að minnihlut alþingis eða t.d. 20% kjósenda, geti krafist þjóðaratkvæðis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 00:03
Einar Björn.
Enda þótt nú yrðu samþykkt lög á Alþingi um að minnihluti alþingismanna eða lítill hluti þjóðarinnar gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ekki væri haldin samkvæmt núgildandi ákvæðum Stjórnarskrárinnar, til dæmis um sölu áfengis í matvöruverslunum, gætu úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu einungis verið ráðgefandi en ekki bindandi fyrir Alþingi, þar sem í 48. grein Stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.
Hins vegar gæti meirihluti Alþingis staðfest breytingar á Stjórnarskránni eftir næstu alþingiskosningar, þannig að úrslit allra þjóðaratkvæðagreiðslna hér yrðu bindandi fyrir Alþingi.
Þorsteinn Briem, 9.1.2010 kl. 01:52
Það gengur, meðan við höfum forseta sem loks þorir að virða tiltekið ákvæði stjórnarskrárinnar.
Var alltaf ósáttu með linku Viggu, að halda því fram, að ekki væri rétt að beita því, ef Alþingi væri á annarri skoðun.
Mín skoðun hefur alltaf verið, að þetta ákvæði veitti forsetanum tækifæri, til að auðsýna Alþingi tilhlýðilegt aðhald, þannig að hluta hefði hann hlutverk að vera mótvægi eða tékk á þess vald, í undantekningartilvikum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 02:27
Man hvað ég var reiður þegar Vigdís skrifaði undir.
Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.