8.1.2010 | 21:52
Að móta hefð.
Forsetinn okkar talaði um lýðræðishefðina sem stæði að baki þjóðaratkvæðigreiðslum á Íslandi í frægu viðtali við grimman breskan fréttamann.
Raunar eru liðin 65 ár frá síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og allir dauðir sem stóðu að henni, en það skiptir ekki máli heldur hitt að nú sýnist loksins vera komið að því að móta þá hefði sem forsetinn sagði að hér hefði verið.
2004 ætluðu þáverandi stjórnvöld að snúa sig út úr vandræðunum með því að leggja fram annað fjölmiðlafrumvarp sem aðeins örlítið breytt og láta það líta út sem nýtt frumvarp og synjun hins fyrra frumarps væri því ekki lengur gild.
Þetta féll um sjálft sig og þáverandi stjórnarandstaða fannst þessi útgönguleið fráleit.
Nú er hún við völd og Icesave-málið þannig vaxið að ekki kemur annað til greina en annað hvort já eða nei.
Og það þarf snör handtök, bæði vegna ákvæðis stjórnarskrárinnar og eðils málsins.
Vonandi er nú um síðir um að ræða upphaf á því sem verði hefð í íslenku stjórnarfari aukins og beinna lýðræðis á 21. öld.
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það blaktir lítill vonarneisti í brjósti um betri tíð og endalok flokkræðisins, en traustið á stjórnmálamönnum er ekki meira en svo að ég mun ekki fagna fyrr en þetta er fyllilega í hendi. Þessi lög eru allavega byrjunin.
Til að ná samstöðu og smvinnu um hagsmuni þjóðarinnar í Icesave, þá þarf að afturkalla umsóknina í ESB og taka það mál upp þegar betur árar í það. Þetta hefur verið flöskuhálsinn á lausn þessarar deilur og ástæða fyrir skotgrafahernaðinum. Að reka svo mikilvægt mál með hulin markmið að leiðarljósi er ekki vnlegt til árangurs. Það eru svik við þjóðina.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 22:14
Ómar. Ég tek undir þetta. Þjóðin á að ráða og ríkisstjórnin að framkvæma. Þetta er mjög miksverður áfangi að réttlæti. Nú er mikilvægt að fólk nýti atkvæðið sitt eftir vel íhugaða sanngjarna niðurstöðu. Fólkið er nefnilega þjóðin
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2010 kl. 22:15
Já við erum nefnilega þjóðinJá Ómar vonandi er þetta vísir af nýja íslandi til framtíðar.
Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 23:46
Slagurinn verður í vor þegar tekist verður á um frumvarp stjórnarinnar. Því miður gengur það ekki nógu langt þar sem eingöngu meirihluti þingmanna geta náð fram þjóðaratkvæðagreiðslu skv. frumvarpinu eins og það liggur fyrir.
Þórður Björn Sigurðsson, 9.1.2010 kl. 00:19
Forseti Íslands talaði aldrei í þessu viðtali á Newsnight BBC "um lýðræðishefðina sem stæði að baki þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi", heldur vísaði hann til þjóðaratkvæðagreiðslna sem haldnar hafa verið í öðrum Evrópulöndum, meðal annars um Maastricht- og Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins.
"... in France, the Netherlands, Ireland and many other European countries referendums are a normal part of the democratic process ... What I decided was simply to follow and honour the European tradition of allowing the people to make the final decision. ... And within the European Union you have the Maastricht and the Lisbon Treaties being put to a referendum ..."
Sjá viðtalið á Newsnight BBC frá sjöttu mínútu
Þorsteinn Briem, 9.1.2010 kl. 01:21
Þórður Björn Sigurðsson.
Enda þótt nú yrðu samþykkt lög á Alþingi um að minnihluti alþingismanna eða lítill hluti þjóðarinnar gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis um sölu áfengis í matvöruverslunum, gætu úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu einungis verið ráðgefandi en ekki bindandi fyrir Alþingi, þar sem í 48. grein Stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.
Hins vegar gæti meirihluti Alþingis staðfest breytingar á Stjórnarskránni eftir næstu alþingiskosningar, þannig að úrslit allra þjóðaratkvæðagreiðslna hér yrðu bindandi fyrir Alþingi.
Þorsteinn Briem, 9.1.2010 kl. 01:58
Svo á engin hlutlaus kynning að vera á þjóðaratkvæðagreiðslunni eða?
"Á kjörseðli skal koma fram eftirfarandi: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“ Á kjörseðli skulu gefnir tveir möguleikar á svari, þ.e. „Já, þau eiga að halda gildi“ og „Nei, þau eiga að falla úr gildi“. “
Sigurlaug (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.