8.1.2010 | 22:15
Hvaða fé "stingum við í eigin vasa"?
Stórskemmtileg er grein Hatterslays lávarðar um okkur Íslendinga. Þegar ég horfi á íslenska umferð og útlendingar spyrja mig hvers vegna hún sé svona finn ég ekkert annað svar en að við hefðum fyrir 1100 hundruð árum farið frá Noregi til þess að vera okkar eigin herrar en hlíta engum boðum né bönnum.
Ekki er þá ónýtt að geta vitnað í hina frægu setningu: "Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu."
Og til þess að nefna nýrra dæmi má nefna setninguna, sem við sungum öll af svo mikilli innlifun í fyrsta þorskastríðinu: "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint!"
Það skemmir þýðinguna á texta lávarðarins að þýða orðið "unreasonable" sem " ósanngjarnir".
Hér kemur upp vandamál við þýðingar sem felst í því að blæbrigði og gildissvið orða getur verið mismunandi eftir tungumálum.
Þá verður að bera hið vandþýdda orð við annan texta á undan og eftir og þá sést af samhenginu í grein Hatterslays, að ef hann hefði meint það að Íslendingar væru "ósanngjarnir" hefði hann frekar notað orðið "unfair".
Fjölmörg dæmi eru um að merking enskra orða geti náð yfir merkingu fleiri íslenskra orða.
Þannig þýðir orðið "power" á ensku ekki aðeins "afl" heldur líka "vald".
En mikið væri nú gaman ef þessir peningar sem þjóðirnar rífast um rynnu ofan í okkar vasa hvers og eins, eins og lávarðurinn orðar það.
Það væri nú ekki ónýtt að að hvert okkar fái útborgað 2,4 milljónir út á þrjóskuna.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hvada f'e stingdum vid i egin vasa"
In the life style you lived for Christs sake Omar!!!....Where in this world came all the money for these luxury Jeeps.......The big glass towers.....The luxury homes, the 1,800 luxury flats that are empty, the summer Cabins.....etd etc....ae...Jeg nenna theta ekki....
You lived far beyond your means...Admit it !!
Fair Play (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:07
Þetta var stórskemmtileg grein.
Sennilega á heildina litið, hefur þessi þrjóska þjónað okkur vel - enda, erfitt að sjá að annars hefðum við lifað af verstu harðindakafla Íslandssögunnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 23:09
Tens of thousands of Icelanders got no luxury jeeps, luxury homes nor summer cabins, could not do it or vould not do it.
I´m one of them and I do not see that I am putting any money from abroad into my pockets.
But it´s a fact that the debts of the icelandic households became four times greater than before in the boom (bubble) and this country had the greatest financial drugparty of all time in these years.
This I began to critisize six years ago and predicted in my book about the Kárahnjúkar project the inevitable result of this irresponsible behavior: Total collapse and destruction.
Ómar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 23:47
Einar Björn Bjarnason getur kannski sagt okkur hvernig sagan um hinn sauðþrjóska Íslending Bjart í Sumarhúsum endaði.
"Sjálfstætt fólk á því erindi til allra kynslóða. Bjartur í Sumarhúsum - sem berst sinni sjálfstæðisbaráttu við náttúruöflin og vankantana á sjálfum sér; fórnar lífi konu sinnar og allri gæfu heimilisins - finnst í hvaða þjóðfélagi sem er og á öllum tímum."
Gott er að vera þrjóskur upp að ákveðnu marki en slæmt að vera bæði þrjóskur og heimskur.
Þorsteinn Briem, 9.1.2010 kl. 00:10
Einmitt, hvað um þrjósku þeirra er berjast fyrir réttlæti, vitandi vits að það má vera, að barátta þeirra sé vonlítil, en þeir gefast samt ekki upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 00:59
Varstu búinn að lesa þessa grein - Ómar:
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:24
Þýðir ekki "Unreasonable", frekar "Ósveigjanlegir" í þessu samhengi. Bein þýðing væri "Ómálefnalegir", en Hattersley átti ekki við það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 01:50
Jú, "ósveigjanlegir" er nákvæmlega það sem hann á við.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 02:04
held að hann hafi nú frekar átt við ósanngjarnir
Ómar Bjarki Smárason, 9.1.2010 kl. 02:27
"Iceland’s threat to default on its debt to Britain should surprise no one. Icelanders are, by nature, intrinsically unreasonable".
Erfitt verður að ná merkingu orðsins “unreasonable” í setningunni með einu orði á íslensku.
Átt er við að Íslendingar séu bæði óskynsamir + ósveigjanlegir.
Þýska orðið “unvernünftig”, nær merkingunni algjörlega.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 08:42
"Átt er við að Íslendingar séu bæði óskynsamir + ósveigjanlegir."
Ég get kvittað fyrir þetta, svona eru íslendingar almennt ;)
Óskar Þorkelsson, 9.1.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.