Kristinn, besti söngvari Íslandssögunnar.

Ofangreind orð kunna að þykja djarflega mælt en til er enskt máltæki, sem segir:"you can´t argue with success", þ. e. - um árangur þarf ekki að deila. 

Kristinn getur nú gengið inn í aðalhlutverk í hvaða óperuhús heims sem hann kýs og enginn Íslendingur hefur náð eins langt í því merkasta af þeim, Metropolitan óperunni í New York.

Í einu af virtustu tónlistartímaritum Evrópu kom einu sinni dómur um söng Kristins í Töfraflautunni eftir Mozart, svohljóðandi: "Sigmundsson söng þannig að betur verður ekki gert".

Ég held að enginn íslenskur óperusöngvari geti státað af svipuðum dómum og Kristinn hefur fengið.  

Hann er hins vegar hógvær maður og ofangreindur dómur komst ekki í neinar fréttir hér á landi, heyrðist aðeins einu sinni um þetta í fréttum útvarpsins klukkan fjögur.

Í viðtali við Kristin í útvarpi fyrir viku mátti heyra upptöku á því þegar óperugestir slepptu sér eftir aríu hans í Rakaranum í Sevilla, risu á fætur, blístruðu, hrópuðu og klöppuðu taktfast drykklanda stund.

Þetta heitir "show stopper" á leikhúsmáli og gerist sjaldan í stærstu óperuhúsum heims.

Miðað við það hver mörgum öðrum Íslendingum hefur verið verðskuldað hér heima er kominn tími til þess að við látum Kristinn njóta hins sama í hlutfalli þess sem hann á skilið.  

Sumir íslenskir óperusöngvarar hafa ekki fengið þá viðurkenningu hér heima sem hefði verið í hlutfalli við viðurkenningu annarra.

Á sínum tíma var Stefáni Íslandi mjög hampað fyrir frammistöðu sína í Kaupmannahafnaróperunni og ekkert við því að segja, hylli hans var verðskulduð. 

En minna fór fyrir því að Einari Kristjánssyni væri hampað fyrir það hve þekktur og virtur hann var í þýskum óperuhúsum á mun stærri vettvangi og í mun harðari samkeppni.  


mbl.is Kristinn syngur í beinni á Rás 1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Mótmæli þessu HARÐLEGA, þú hefur augsjáanlega félagi ekki heyrt mig syngja..lol....

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.1.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Huckabee

Hlusta gjarnan á útsendingar  Metropolitan hér í USA og yljar það að heyra í dagskrárkynningu að Sigmundsson  fari með hin og þessi hlutverk hann er frábær listamaður sökum hógværðar gleymir landinn þessum afburðamanni fyrir rassaköstum minni spámanna.Gott framtak hjá þér að vekja athygli á þessum merka listamanni þjóðarinnar rétt eins og þú þjóðargersemi

Huckabee, 9.1.2010 kl. 16:50

3 Smámynd: Karl Tómasson

Stórkostlegur, aðeins eitt orð, stórkostlegur söngvari Ómar.

Bestu kveðjur úr Mosó. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 9.1.2010 kl. 18:13

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvers vegna dettur mér Kristján Jóhannsson í hug við lestur á þessari færslu?? 

Gísli Sigurðsson, 9.1.2010 kl. 21:34

5 identicon

Sæll Ómar.

Menn eiga njóta sannmælis. Aldrei getur leikið neinn vafi á því
en ærið misjafnt hvernig það fer og hversu markaðssetning er
velheppnuð. Því miður er list langoftast pólitík og hefur ekkert
með almenna skynsemi að gera; elítan sér um að jakuxar
komist í gegnum nálaraugað en að lokum er það tíminn sem
leikur aðalhlutverk í því hvað lifir og hvað ekki.
Einar Kristjánsson söng Bikarinn og Hamraborgina svo
eftirminnilega að Stefán Íslandi gerði ekki einusinni tilraun til
að reyna að gera betur og mér er heldur ekki kunnugt um að
Einar hafi reynt að túlka Stormar betur en Stefán.
Heiðursmenn báðir tveir sem og þeir Kristján Jóhannsson og
Kristinn Sigmundsson.
Engum greiði gerður í því að togast á um það hver er mestur
svo lengi sem allir njóta fagnaðar og veislufanga.

Húsari. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 00:51

6 Smámynd: Smjerjarmur

Það vill oft gleymast að í óperusöng er ekki hægt að bera fólk saman með þeim hætti sem gert er í athugasemdum hér að ofan.  Á árum áður var oft sagt að María Markan væri okkar besti söngvari fyrr og síðar, enda hafði hún fengið í vöggugjöf ótrúlega margt sem prýðir góðan söngvara.  Röddin höfðaði til fólks og hún náði frábærum tökum á "belcanto" tækninni.  Kristinn hefur mjög mikla rödd og áhrifamikla og hefur auk þess margt annað til að bera sem hjálpar honum að ná langt, meðal annars er hann mjög áreiðanlegur í samvinnu og þægilegur, öruggur í sínum flutningi og snjall.  Stórar og miklar bassaraddir eins og hans eru mjög sjaldgæfar og frábær fengur fyrir stórt óperuhús.  Engu að síður eru margir góðir söngvarar sem aðrir myndu taka fram yfir Kristin í upptökum á ljóðasöng og ýmsu öðru efni.  Það er alveg ástæðulaust að krýna hann sem besta listamanninn í sínu fagi, hann þarf ekki á neinu slíku að halda og smekkur hlustandans ræður miklu.  

Ég bæti því við að hógværð er engin dyggð hjá söngvara og Kristinn hefði tæplega náð svona langt ef hann vissi ekki vel af sínu ágæti.  

Smjerjarmur, 10.1.2010 kl. 18:19

7 identicon

Það hlaut að vera einhver afsökun fyrir því að María Markan
öðlaðist þvílíkar vinsældir meðal þjóðarinnar og náði slíkum
frama í listinni. Hún lá sem sagt á því lúalagi að beita
"belcanto" tækninni.
Þar fékk kerlingarhelvítið loksins á granirnar!

Húsari. (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 02:07

8 Smámynd: Smjerjarmur

María var frábær söngkona og ég vona að enginn skilja það sem svo að ég sé að vanvirða hennar minningu.  En söngurinn er bara starf eins og annað.  Persónudýrkun á söngvurum er leiðinleg. 

Smjerjarmur, 12.1.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband