10.1.2010 | 12:00
Eru innistæður útlendinga ekki þeirra mál líka?
Ef verið væri að greiða þjóðaratkvæði um vínbann á Íslandi eða um fjölmiðlalög væru það íslensk innanríkismál og því ekki við hæfi að útlendingar væru að skipta sér af því.
En komandi þjóðaratkvæðagreiðsla er mjög óvenjuleg, ekki aðeins hér á landi, heldur væri hún það í hvaða landi sem er, vegna þess að hún er tilkomin vegna milliríkjasamnings.
Hún snýst ekki aðeins um það að íslenskt bankaútibú í útlöndum varð gjaldlþrota heldur um innstæður útlendinga í þessu útibúi, sem ekki fá sömu afgreiðslu og innstæður Íslendinga sjálfra fengu öðrum útibúum sama banka á Íslandi.
Lög um ríkisábyrgð á Icesave-innistæðum urðu til vegna milliríkjasamninga og milliríkjasamningar Íslendinga eru ekki eingöngu innanríkismál Íslendinga heldur hljóta þeir líka að snerta þá útlendinga, sem töpuðu innistæðum sínum.
Eða þetta hélt ég. En kannski er það bara misskilningur hjá mér.
Kannski er íslenskt innanríkismál og sú krafa okkar að við fáum þá peninga hjá Dönum sem okkur sjálfum sýnist að við þurfum.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í mbl.is í gær var frétt um að í þýska fréttavefnum Der Westen lýsir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, yfir áhuga á að leita til Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, til að miðla málum í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave málsins.
Hvað er hún að fara með það að tala um þetta áður en þjóðaratkvæðagreiðlan fer fram? Ég veit að fjórflokkurin vil ekki koma þjóðinni á bragðið að fá að segja nei eða já í stórum málum í framtíðinni.
Hvað hugsa þýskir eigendur Íslandsbanka og Arion banka þeir eru eigendur veða vegna lána til kvótabraksins þar innan dyra í stórum hluta kvótans sem til er á Íslandi?
Vilja þeir fordæmi verði komið á að íslenska þjóðin geti í framhaldinu þegar búið er að kjósa um ICE-SAVE að þjóðin fái að kjósa á mótieða með lögunum sem leyfða meirihluta eignaraðild útlendinga á fiskveiðaheimildum Íslendinga?
Ég er fullviss að þessi lög eru á teikniboðinu bak við tjöldin því þessi þessi lög er lykilinn að því að aðild Íslands að ESB geti orðið að veruleika í framtíðinni og takið eftir það þarf í dag samkvæmt stjórnarskrá okkar bara einfaldan meirihluta fyrir því á Alþingi Islendinga að erlendir útgerðarmenn frá Þýskalandi,Spáni og Englandi sem dæmi megi eiga fiskimiðin innan 200 mílurnar kringum Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Guð blessi Ísland!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:53
Ómar - þættir sem vert er að hafa í huga.
-------------------------------------------------
Í strangasta skilningi, er þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um milliríkjasamning, þ.e. lagatæknilegum skilningi; heldur um hvaða íslenks lög gilda um ríkisábyrgð, á Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta, sem er eftir allt saman íslensk stofnun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 14:59
Ómar mér finnst þú bera saman epli og appelsínur. Bretar og Hollendingar ákváðu einhliða og í andstöðu við Reglugerð ESB að greiða út miklu hærri upphæð tl sinna þegna en þegnunum ber samkvæmt reglugerðinni. ESA hefur þegar viðurkennt rétt ríkja til að koma í veg fyrir algjört áhlaup á banka sína og það var það sem Bretar, Hollendingar og Íslendingar í neyðarlögunum gerðu. Nema að nú vilja Bretar og Hollendingar senda okkur reikninginn.
Veistu ófrávíkjanlega til þess að innistæður á bankabókum á Íslandi hafi allar að fullu verið greiddar út með innistæðum í tryggingasjóðnum? Eða voru notaðir til þess peningar Ríkisins þegar þeir yfirtóku bankana?
Ef Bretar og Hollendingar máttu velja hvaða bankar lifðu af í heimalöndum þeirra, hljóta Íslendingar að mega nota neyðarrétt sinn til að bjarga því sem eftir var hér innanlands. Allir sem áttu innistæður hér innanlands fengu þær greiddar, hvort sem það voru útlendingar eða Íslendingar ekki satt? Því var fólki ekki mismunað.
Í ofanálag segir Reglugerð 94 og stuðningsgreinar hennar að það sé gistilandið sem beri ábyrgð á eftirliti með bönkunum í þeirra landi. Ekki tala okkur úr rétti.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.1.2010 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.