Mesta hættan, náttúruverðmætum fórnað.

Margir náttúruverndarmenn sögðu sem svo að ekki væri allt alvont við hrunið, - nú yrði kannski smá hlé á því að vaðið væri áfram með stóriðju og tilheyrandi virkjanir í skefjalausum hernaði gegn landinu. dsc00191_950344.jpg

Ég benti þá strax á það og það á eftir að koma betur á daginn, því miður, að þessu væri þveröfugt farið. 

Nú yrði hið slæma ástand notað sem afsökun fyrir því að vaða áfram af enn meiri græðgi í að láta kreppuna bitna á náttúruundrum landsins. 

Nú liggur mönnum svo mikið á að þeim er sama þótt fældir séu frá skaplegri kaupendur orkunnar. 

Lyktir Icesave-málsins og enn stærri skuldamála hrunsins munu því hafa gríðarlega þýðingu langt fram í tímann, löngu eftir að þessum fjármálavandamálum lýkur, því að náttúrueyðileggingin verður mjög víða aldrei bætt frekar heldur en var við Kárahnjúka.  dsc00205_950345.jpg

Það verður tjónið sem mun bitna á milljónum ófæddra Íslendinga um alla framtíð. 

Eitt besta dæmið er svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki.

Stigið hefur veirð stórt skref í því að fórna því svæði með því að samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins hefur samþykkt einróma að verði gert að virkjana- og iðnaðarsvæði í skipulaginu.

P1010157

Þetta á að gera þótt með því sé óheyrilegum náttúruverðmætum fórnað fyrir mun minni fjárhagslegan ávinning en felst í því að nýta það til hæfilegrar ferðamennsku og auglýsingar fyrir landið og þjóðina sem varðveitir það fyrir mannkynið. 

 


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þetta er eiginlega aðalástæðan fyrir því að ég gæti aldrei kvittað fyrir Icesave eins og það leit út í meðförum Alþingis að kvöldi 30. desember sl. Það er ekki beinlínis óttinn við það að aðrar þjóðir komi og "taki" auðlindir okkar heldur það að nýtingarstefnan myndi miðast við að halda uppi hagvexti hvað sem tautar og raular. Nógu erfitt hefur verið að bremsa unnendur stóriðju og virkjana hingað til, en með Icesave skuldbindingar í ofanálag við himinháar skuldir þjóðarbúsins mættu öll heimsins rök sín lítils í baráttunni fyrir íslenskri náttúru og sjálfbærri auðlindastefnu.

Sigurður Hrellir, 10.1.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er nefnilega alveg satt sem Sigurður segir.  Það er alveg merkilegt hvað vinstri græna liðið og þú Ómar hafið stutt hann Svavar og Steingrím í þessu Icesave máli.

Að vísu er ég ekki á móti því að nýta góða kosti þessa lands, en það er augljóst að ef á að greiða risaskuldir Icesave með 5.5% vöxtum verður allt virkjað á Íslandi.  ALLT.

Hvort sem Ísland verður gjaldþrota eða ekki.  ALLT verður virkjað til að greiða skuldunautunum í Evrópu.  Því þetta eru miklir fjármunir fyrir litla þjóð.

Jón Ásgeir Bjarnason, 10.1.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð athugasemd hjá þér, Sigurður.

Jón Ásgeir alhæfir þegar hann talar um algeran stuðning við það að við íslendingar eigum að borga einir Icesave og sitja uppi með það næstu áratugi.

Ég hef skrifað ótal pistla um það verkefni, ekki aðeins nú, heldur áfram næstu ár að fá fram það sem ég kalla "fair deal" í málinu.

Ég hef líkt stöðu okkar við stöðu Þjóðverja í Versalasamningunum, sem voru mjög óskynsamlegir því að fyrirsjáanlegt var að Þjóðverjar myndu aldrei getað borgað það sem krafist var og samningarnir því líka slæmir fyrir þá sem gerðu kröfurnar.

Ég hef tekið sem hliðstæðu Locarno-samninga 1925 þar sem komist var að skárri niðurstöðu sem hefði haldið ef kreppan mikla hefði ekki dunið yfir.

Ég hef skrifað um muninn á því að rýja kindina eða flá hana.

Ég hef líka skrifað um það að allir aðilar Icesasve-málsins verði að taka á sig hæfilega siðferðilega ábyrgð, hvað sem lagakrókum líður.

Það er líka ástæðan fyrir því að allir flokkar létu það gott heita í ágúst í fyrra að samið væri um þetta mál.

Þá skrifaði ég um það að málinu væri ekki lokið fyrr en síðasta evran, pundið eða krónan væri greidd.

En það er augljóslega ekki "fair deal" að hver íslenskur skattborgari borig 24 sinnum meira en hver breskur eða hollenskur skattborgari.

Ómar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 17:34

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil líka minna á það sem Íslendingur einn sagði forðum daga við Danann sem vildi þvinga fram vilja stjórnvalda í Kaupmannahöfn: "Ég stend á réttinum þótt ég verði að beygja mig fyrir valdinu."

Einnig að viðfangsefnið núna rímar vel við æðruleysisbænina um að gefa kjark til að breyta því sem hægt er að breyta, sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta og vit til að greina þar á milli.

Þetta síðast, "vit til að greina þar á milli" er aðalatriðið um þessar mundir.

Ómar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 17:37

5 Smámynd: Sævar Helgason

Það er nöturlegt ef við verðum að greiða fyrir rústun efnahagsins með rústun náttúrunnar.  Sennilega verður græðgi okkar í að komast sem fyrst í 2007 umhverfið- öllu öðru yfirsterkara.  Landið er fagur og fritt en þjóðin er spillt.

Sævar Helgason, 10.1.2010 kl. 18:20

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt sinn var ykkar helsta tromp í náttúruverndinni, að það væri tap á selja orku til stóriðju. Nú segist þið hræddir við að þurfa að borga kreppuna með raforkusölu til stóriðju.

Einhvernveginn gengur þetta nú ekki upp í rökfræðinni

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Var að koma úr fríi í Þýskalandi. Mikill áhugamaður um Ísland, sem fyrst sagði mér að Íslendingar væru umhverfissóðar ítrekaði við mig að við værum litlir áhugamenn um náttúruna og ótrúlega fákunnandi um söguna. Hvernig dettur ykkur í hug að senda aflóga gamalmenni, gjörsamlega lausa við kunnáttu í samningum til þess að fjalla um aleigu ykkar við hörðustu nýlendukúgara Evrópu. Helstu styrjaldir veraldar fjalla um auðlindir og Bretar og Hollendingar ætla að taka þær af ykkur. Orkuna, vatnið, fiskimiðin og náttúruna. Í stað þess að setja þessi gamalmenni á stofnun þegar þeir komu heim reina stjórnvöld frekar að ljúga að sjálfum sér að engin mistök í samningum hafi verið gerð. Fórna auðlindunum og náttúrinni þess að verja stoltið. Þetta er ást ykkar Íslendinga á þessari náttúrufegurð Íslands.

Það er þessi Íslandsvinur, sem ber hvað mesta ábyrgð á því að ég gerist meiri umhverfissinni með aldrinum.

Sigurður Þorsteinsson, 10.1.2010 kl. 20:30

8 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Jæja!  Vit til að greina þar á milli!

Þú segir þá 'Omar að ekki sé hægt að gera betur en að skrifa upp á allt sem þeir vilja Steingrímur og útlendingarnir í Icesavesamningunum.  Hafa vit til þess að vera ekki að spretast á móti.  Alla vega ekki að rífa kjaft.  Og ekki tala um lög eða reglugerðir.  Þetta er jú bara pólitík.

En þá er líklega best að hafa vit á að þegja bara og fella tár í hljóði þegar AGS og rukkararnir fara að plana virkjanir hér og þar og alls staðar hér til að búa til peninga...

Þetta er hálf öfugsnúið.  Það ætti eiginlega að vera fólk eins og ég sem gjarnan vildi hafa þetta svona!  AGS hlustar ekki á umhverfissinna.

Jón Ásgeir Bjarnason, 10.1.2010 kl. 23:47

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegna óðagotsins sem nú grípur um sig ætla menn að selja orku heilla landshluta á brunaútsölu til þriggja stórra kaupenda sem ryðja öðrum skaplegri kaupendum burtu.

Alcoa á að eignast alla orku landsins frá Jökulsánum í Skagafirði austur fyrir Snæfell og álverin syðra alla orku suðvesturhornsins og jafnvel meira til.

Vanhugsuð skammtímasjónarmið ráða ferð í svona ástandi líkt og hjá manni, sem bægir frá sér fótakulda í frosti með því að pissa í skóinn.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband