11.1.2010 | 09:25
Fljótfærnislegt og rangt mat.
Sú ákvörðun Fitch Ratings að setja Ísland í ruslflokk var bæði fljótfærnisleg og röng og ber þess vott að sérfræðingar fyrirtækisins hafi ekki vitað í hverju ákvörðun forseta Íslands var fólgin.
Ákvörðun forsetans er kölluð veto á ensku en merking þess orðs er endanlegt neitunarvald svipað og stórveldin hafa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
En hér er notað rangt orð. Hið rétta orð hefði verið appeal sem þýðir málskot.
En veto íslenska forsetans er ekki það sem menn halda þegar þeir heyra það nefnt. Þvert á móti taka lögin gildi og verða í gildi minnsta kosti fram til þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hugsanlega líka eftir hana.
Það er ekki neitunarvald í venjulegum skilningi sem forsetinn hefur, heldur áfrýjunarvald, málskotsréttur.
Þótt 6-7 vikur muni líða þar til atkvæðagreiðslan fari fram er það staðreynd að lögin gilda þangað til, þótt vissulega sé óvissa um framhaldl þeirra eftir það.
Fitch Ratings hefði samkvæmt þessu í mesta lagi átt að setja Ísland á athugunarstig eins og önnur lánshæfismatsfyrirtæki gerðu.
Og þess ber að gæta fyrir hverja lánshæfisfyrirtækin vinna. Þau vinna fyrir lánveitendur, ekki lántaka.
Ríkisstjórnin sagðist hafa farið á fullu í slökkvistarf eftir ákvörðun forsetans. Það fólst meðal annars í því að koma erlendum aðilum í skilning um að veto forsetans væri ekki þess eðlis sem haldið var erlendis.
Fitch Ratings getur ekki þvegið af sér frumhlaup sitt því að það blasir við öllum.
Fjármögnun sett í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Well, whether Iceland likes it or not, Fitch Ratings has every right to call the situation as they see it, based on their own opinions about Iceland. I suspect the Cod Wars from the 70s have a lot more to do with the British reaction to all this than anything else.
Lissy (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 09:49
Got fólk, ég held að við ættum að hafa samband við fleiri af þeim er hafa tengst ritun reglugerðs ESB, þó einkum þá sem raunverulega tengdust ritun 94/19.
Framkvæma einhvers konar skoðanakönnun á meðal þeirra.
Það gæti verið mikil hjálp í slíku við það að taka ábyrga upplýsta ákvöðrun, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég ætla ekki að útiloka fyrirfram, að Alain hafi rétt fyrir sér, þó mig gruni að svo sé ekki, að einhvers misskilnings gæti. Í þessu, er varfærni lykilorðið.
Síðan held ég, að umræðan myndi græða á því, að umræðan færi úr því fari sem hún hefur verið í. Við lifum hér öll, eftir allt saman. Engin græðir á því, að allt fari í háa loft á ný. Slíkt er raunveruleg hætta.
Ég hugsa að talsmaður Fitch Rating hafi rétt fyrir sér með, að við höfun a.m.k. þangað til, til næstu áramóta. En, "deadline" sé þegar kemur að greiðslu af mjög stóru láni í erlendum gjaldeyri árið 2011. Fram að þeim, séu ekki til staðar neinar stórar erlendar skuldbindingar, er greiða þarf stórar upphæðir í erlendri mynnt af.
Það á því alveg vera hægt, að endursemja síðla næsta sumar og næsta haust.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 11:13
Það þarf líka að vera alveg á hreinu hvort Alain hafi verið með það örugglega á hreinu að þetta var útibú Landsbankans en ekki dótturfélag.
Ómar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 12:09
PS:
Eftir ábendingu set ég einnig inn tilvísanir fyrir:
Directive 12/2000
Directive 47/2002
Alain vann að 12/2000
-----------------------------------------------------
Á eftir að lesa 12/2000
Geri það í kvöld.
En, það má vera að 12/2000 segi akkúrat þ.s. Alain heldur fram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.