20.1.2010 | 09:40
Gott efni í smjörklípu.
Einu sinni sagði þáverandi forsætisráðherra Íslands í nýjársávarpi að engin þörf væri á að eyða púðri í umræðu um hlýnun jarðar og svartar spár um afleiðingar hennar, og endaði umfjöllun sína um þetta með því að segja: Skrattinn er leiðinlegt veggskraut."
Þetta ávarp stakk í stúf við ávarp forsetans við sömu áramót þar sem hann hafði greinilega séð sjónvarpsmyndina "Hið kalda hjarta hafanna", sem benti á hættuna af því að of mikil ferskvatnsmyndun nyrst á Atlantshafi vegna bráðnunar jökla gæti dregið úr afli Golfstraumsins og valdið kuldaskeiði á Norður-Atlantshafi og í norðanverðri Evrópu.
Nú liggur óumdeilanlega fyrir að ísinn í Norður-Íshafinu hefur minnkað meira en dæmi eru um og hér á Íslandi hopa jöklar árlega og lækka. Svipaða sögu er að segja af Grænlandsjökli og jöklum annars staðar.
Í frétt í Morgunblaðinu í dag er mikið gert úr því að ýktar hafi niðurstöður um minnkun jökla í Himalaya.
Þegar fréttin er lesin nánar kemur þó fram að jöklarnir muni minnka og þeir minnstu hverfa.
En ýkjurnar og réttmæt gagnrýni á Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna vegna þeirra eru orðnar aðalatriðið, ekki staðreyndirnar, sem meðal annars blasa við á jöklum Íslands.
Játa á sig ýkjur um bráðnun jökla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessa kenningu um það að Golfstraumurinn sé að minnka og valdi kulda er búið að afskrifa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2010 kl. 12:44
... og eitthvað hik virðist komið á bráðnun heimskautaíssins, bæði í norðri og suðri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 12:56
Ómar , þú varst þekktur flugmaður hérna áður fyrr ,svo kannski hefurðu heyrst um "Glacier Girl" , P-38 flugvélina sem var grafin upp úr Grænlandsjökli eftir að hafa verið skilin eftir þar í striðinu, á 50 árum hafði safnast ofan á hana 268 fet af ís, einhver vegin finnst mér að það bendi ekki til mikillar minkunnar á Grænlandsjökli.
Bjössi (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 13:25
Bjössi, þeir lentu á jöklinum.
það er nú þannig með jökla að þeir skríða. Efst á jöklunum þar snjóar og er mjög kalt, en við rætur jöklana þar er bráðnunin. Þannig að sérhvert snjókorn innan jökulsins er ekkert stopp heldur færist með tímanum, niður og í átt að sjó. Því hefur sú staðreynd að það bætist í á topp jöklanna ekkert að segja með það hvort hnatthlýnun sé í gangi eða ekki.
http://p38assn.org/glacier-girl.htm
Var einhver að bulla þetta í þér? Og ef svo, hver?
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 15:43
Ómar. Í raun getum við ekki vitað framtíðina í loftslags-þróun þótt líkur séu á hinu og þessu. Eitt stórt eldgos getur haft áhrif. En ef einhver Íslendingur hefur vit á að tjá sig um þetta held ég að það sérst þú.
Hinsvegar leyfi ég mér að efast um ágæti frétta Morgunblaðsins.
Ef Svandís Svavarsdóttir hefði látið sjálfstæðis-auðvalds-mútarana kaupa sig í Sjálfstæðisflokkinn hefði fréttin litið allt öðru vísi út.
Svona er fréttaflutningur landsins fyrir utan DV sem rannsakar meir en lögreglan. Þökk sé DV
Kosningaáróður á öllum stöðvum og í báðum framboðs-fréttablöðunum. Almenningur borgar svo heila-foritið sem hann fær ef hann metur áróður einvalds meir en sjálfstæða lýðræðishugsun hvers og eins.
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn að fara í mútu-kosninga-herferð um landið. Þeir voru ekki kosnir til að forita fólk heldur að vinna fyrir fólk. En þeir hafa greinilega ekkert betra að gera fyrir kaupið sem við borgum þeim en að eiða því í næstu kosninga-áróðurs-herferð. Þetta er nú öll ábyrgðin sem þeir sýna!
Það er vist búið að skera niður kosninga-áróðurs-pening svo nú ætla þeir að kenna okkur allt um Icesave og ekkert um kúlulán þeirra sjálfra og Landsbanka-peninga-línuna sem þeir ætla að halda fyrir sig og sína verktaka og bestu vini í svikaþokunni og láta auðvitað almenning þræla áfram fyrir þýfinu samviskulaust. Þeirra hegðun kann ekki góðri lukku að stýra fyrir almenning á Íslandi. Læt þetta duga í bili. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2010 kl. 17:56
Hermann I. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að jöklar skríða, það er einföld fysik, og eins að þeir bráðna neðanfrá og í jöðrum , en ekki ofan frá , og það sem ræður því hvort þeir minnka eða stækka er háð því hvort ákoman á toppinn er meiri en minni en undanrennslið, en ég get líka sagt með jafn mikilli réttlætingu að þetta gefna tilvik er með Glacier Girl er eiginlega jafngóður mælikvarði á vöxt jökulsins , og hitamælingar GISS , NOAA í Norður Ameríku norðan 65 breiddargráðu þar sem mælingar frá einni veðurstöð (Eureka , og staðsett á einum hlýjasta bletti Norður Kanada) er notaðar sem meðaltalshiti fyrir kannski 4 milljóna ferkílómetra svæði ,ég gef eiginlega ekki mikið fyrir áreiðanleikann þar, og læt allavega ekki TATA kallinn indverska sem styrir þessari svokölluðu vísinda nefnd SÞ bulla í mér.
Bjössi (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 02:43
Hvert er vandamalid vid thad ad joklar a Islandi minnka???
Thad er rett midad vid lagmarkshita um 1830 ad thad er hlirra nuna. Medalhitaukning a jordu er ad mestu ad medalhiti i Siberiu a veturna er "haettulega" meira en fyrir 100 arum; td er medal hiti nuna i Yakusk i Januar nuna um -25C en var -40C!
Hvad er svo alvarlegt vid thad ad bua vid -25C i stad -40C i Januar???
Thor A (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 05:31
>Hvert er vandamalid vid thad ad joklar a Islandi minnka???
vandamálið er það að við getum leitt að því líkum að svipaða sögu sé að segja um grænlandsjökul,
og að ef þeir minnka að þá hverfa þeir.
þeir þrífast mestmegnis á sinni eigin hæð, þ.e.a.s. það snjóar á toppnum af því að þeir eru komnir svo hátt, en þeir eru komnir svo hátt því snjórinn er orðinn kílómetra djúpur. Ef hann fer að minnka þá fer hann að minnka hraðar við það eitt að minnka því toppurinn er alltaf að færast neðar og neðar. Það hlýnar eftir því sem neðar dregur. Vatnajökull myndi t.a.m. aldrei byrja að myndast í dag, væri hann ekki þarna fyrir. Hann lifir á sjálfum sér.
Það er í raun eitthvað tipping point þarna þar sem jökullinn fer að minnka, og þegar svo er komið mætti búast við að minnkunin vaxi í veldisvís. Gefið að hitastigið haldist óbreytt, sem er ólíklegt.
Þetta er þrífst-á-sjálfri-sér virkni, og þrífst-á-sjálfri-sér virknir eru alltaf vanmetnar.
Eins og hlutabréfamarkaður þar sem lækkunin býr til meiri lækkun, og öfugt.
Lækkun jökulsins býr til lækkun sem býr til enn meiri lækkun sem býr til aftur enn meiri lækkun... þar til jökullinn er horfinn.
Svo eru nokkrar aðrar svona hrikalegar þrífst-á-sjálfri sér virknir líka, og allt þetta leggst saman.
Og ef grænlandsjökull bráðnar að þá hækkar yfirborð sjávar um 6 metra. Stór hluti allrar byggðar er í innan við 6 metra hæð.
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.