20.1.2010 | 22:22
Minnir á gamla smásögu.
Þegar Víkingalottóið byrjaði og fólk var farið að heyrar margar fréttir á borð við þá sem ný hefur heyrst af vinningshöfum, sagði ég eftirfarandi smásögu á einstaka skemmtunum.
"Ég hitti karl sem var að kaupa miða í Víkingalottóinu og keypti fimm miða, en alla með sömu röðinni.
Ég spurði hann af hverju í ósköpunum hann keypti ekki fimm mismunandi raðir og þá sagði sá gamli:
Ég kaupi fimm raðir sem eru allar með það í huga, að ef ég á annaðborð vinn, þá þurfi ég ekki að skipta vinningnum með Dana, Norðmanni, Svía og Finna !"
Samkvæmt þessu hefði Íslendingurinn í tilfellinu, sem greint var frá núna, keypt eina sjálfvalda röð og síðan bætt við fjórum röðum með sömu tölunum.
Þá hefði hann fengið 99.574.000 krónur í stað 44.601.000 !
Lottóvinningur upp á 44,6 milljónir til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.