Stórmót vinnast ekki á æfingamótum.

Því er nú ver að það er að gerast sem ég varaði við rétt áður en EM hófst að sigurvissan gæti verið hættuleg fyrir íslenska liðið því að engin stórmót ynnust á æfingamótum á undan, heldur á mótunum sjálfum. 

Það á ekki að vera hægt að hafa 20 sekúndur til þess að halda boltanum áður en lokaflautan gellur og láta samt skora hjá sér.

En þetta er það sem gerir svo margar íþróttir spennandi þegar hið óvænta getur sett strik í reikninginn.

 


mbl.is Klúðruðu stigi í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bragason

Ef danir vinna serba, sem verður að teljast líklegt, þá eru góðar líkur á að við séum komin áfram. Nema serbar geri jafntefli við austurríkismenn og við töpum stórt gegn dönum.

Það er mjög miklilvægt samt sem áður að vinna dani og fara upp í milliriðilinn með þrjú stig.

En mér fannst fáránlegt á síðustu sekúndunum gegn Austurríki þegar dómarinn stoppaði tímann strax og þeir skoruðu. Við vorum ekkert að tefja. Taldi mikið.

Magnús Bragason, 21.1.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta var ótrúlegt klúður, en skiptir í sjálfu sér ekki svo miklu máli í heildarmyndinni.  Ef þeir vinna dani, sem verður að teljast líklegt, þá eru þeir í góðum málum með 3 stig  upp í milliriðil.  Þar vinna þeir 2 af 3 og komast í undanúrslit.  Íslenska bjartsýnin klikkar aldrei, þetta reddast.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2010 kl. 19:32

3 identicon

Skiptir ekki máli í heildarmyndinni ?

Þetta áttu að vera þeir sigrar sem við tækjum með okkur í milliriðla. Danaleikurinn er sá leikur sem alltaf var mesta hættan á að tapa og átti að skipta minnstu máli. Þetta átti að vera í höfn núna.

Danir hefðu unnið okkur með 5-8 mörkum eins og við höfum verið að spila. Vonandi lagast það núna.

En ég er ansi hræddur um að "þetta reddast" hugarfarið okkar Íslendinga sé náskyllt grandvaraleysi og rangri mótiveringu.

Már (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:50

4 Smámynd: Magnús Bragason

Þú tekur ekki með þér stigin á móti neðsta liðinu. Þannig að ef við vinnum dani þá förum við með þrjú stig af fjórum.

Ætli "Þetta reddast" hugafar sé ekki bara búið að bjarga okkur oft. Ég bjó í Vestmannaeyjum í gosinu og sumir töldu það klikkun að flytja hingað aftur. En þetta hefur allt reddast hér og hér er bbest að búa. Eða svo segir bæjarstjórinn okkar.

Magnús Bragason, 21.1.2010 kl. 20:06

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þú hefur semsagt búist við því að danmörk yrði neðst í riðlinum Már? Eða "ekki haft tækifæri á því" að kynna þér fyrirkomulag keppninar?  Fáviska er náskyld grandvaraleysi og rangri mótiveringu.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2010 kl. 20:13

6 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og þaðan af síður með fálkaorðum.

Sveinn Elías Hansson, 21.1.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem er að gerast núna hefur gerst oft áður og hefur verið lýst þannig að það sé svo miklu meira spennandi að fara erfiðustu leiðina áfram.

Ómar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband