Líkurnar hafa alltaf verið óendanlega miklar.

Líkurnar á því að lífverurnar á hnetti eins og jörðinni finni líf á annarri plánetu hafa alltaf verið og verða alltaf óendanlega miklar samkvæmt minni heimsmynd, sem er þessi:

Tíminn, alheimurinn og tilveran eru óendanleg, þau byrjuðu aldrei og enda aldrei. Þess vegna eru óendanlega miklar líkur á því að lif sé á óendanlega mörgum hnöttum í alheiminum.

Það er hægt að skipta tímanum í tímabil og afmarka ákveðna hluti í lengd, breidd og hæð, en ævinlega verður hvert tímabil og hver vegalengd umlukin eilífðinni, óendanleikanum.  

Ekkert í heiminum er minnst, það er alltaf hægt að finna eitthvað minna, - og sama gildir um það sem á að vera stærst, það er alltaf til eitthvað stærra. 

Það stærsta sem við getum hugsað okkur er óendanlega lítið miðað við alheiminn sem á sér engin endimörk. 

Vitneskja okkar er afstæð; því meira sem við teljum okkur vita, því minna verður það í vitund okkar og allífsins miðað við óendanleika alheimsins. 

Allt er mögulegt í eilífðinni. Við gætum þess vegna fæðst og dáið aftur og aftur, því að lífið og dauðinn eru tvær hliðar á sama peningnum, - ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. 


mbl.is Líkur á að finna líf á öðrum hnöttum aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ ~ Ég þakka meistara Ómar fyrir þetta einfalda innlegg ~ ~ Great!

Vilborg Eggertsdóttir, 25.1.2010 kl. 15:22

2 identicon

Ég sagði þér í athugsemd við annan pistil að tíminn/alheimurinn átti sér einmitt upphaf... Big Bang.
Menn tala einmitt um að hann eigi sér líka enda td.. .Big Rip/Big Crunch

Það er óendanlega mikil vitleysa að segja að ekkert annað líf finnist.. það verður þó aldrei neitt í líkingu við það líf sem við höfum hér.. .of margar breytur hafa áhrif svo það sé möguleiki á að það verði í sömu mynd og hér á jörðinni.
Enn og aftur mynni ég á hina hrundu spilaborg trúarbragða sem sögðu jörðina flata, að þa´mætti sjá alla jörðina með að klifra uppa á fjall... að við værum undir svona hálfkúlu þar sem guð hengdi stjörnur í á nóttunni.,..
Páfi og klerkar hans segja að nú megi trúa því að það sé annað líf í alheiminum(Sem var skapaður fyrir okkur eingögnu)... við erum að tala um billjón skrílljón plánetur sem allar þyrftu að fá frelsara.. sem myndi tákna að það væri meira en full vinna hjá Jesú að láta krossfesta sig.

Aftur, það er ekkert sem bendir til framhaldslífs, akkúrat ekkert.. líkaminn fer einfaldlega í endurvinnsluna, verður áburður eða eitthvað í þá áttina... alls ekki að eitthvað annað taki við hjá okkur.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 15:29

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er óendanlega hrokafullt að telja sér trú um að það sé bara líf á okkar jörð.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2010 kl. 15:49

4 identicon

Ómar. Þú notar mikið hugtök eins og óendanleiki og eilífð. Þú ert djarfur maður. En þetta eru hugtök sem vísindamenn nota ekki, því eilífð er ekki til, óendanleiki ekki heldur. Ekki einu sinni ljóshraðinn er óendanlegur. Það er langt síðan að menn komust að því að alheimurinn er að þenjast út (1929, Edwin Hubble, rauðvik stjarna). Þessi uppgötvun var einhver mesta viðhorfsbylting tuttugustu aldar. Einstein hefði getað getað lesið þetta út úr sinni afstæðiskenningu, en gerði það ekki, því hann vildi ekki trúa því. Þegar slökknar á hundrað milljónum taugaenda í haus húsflugu, er hún dauð, steindauð. Þegar slökknar á 100 billjónum taugaenda í mínum kolli, er ég dauður, steindauður.  

Ekkert framhaldslíf, til allrar hamingju.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 16:02

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo stór sem sá alheimur er sem vísindamenn telja að sé að þenjast út finnst mér það sýna þröngsýni og ákveðinn hroka að halda því fram að ekkert sé handan við það sem menn kalla alheim.

Ómar Ragnarsson, 25.1.2010 kl. 16:39

6 identicon

Vísindin vinna eftir þeim gögnum sem eru til staðar.. þau koma með kenningar... ólíkt trúarbrögðum sem slá einhverri dellu fram sem heilögum sannleika og selja sig dýrt, hengja sig á látna ástvini og halda þeim í sýndargíslingu með einhverjum galdrakörlum; Enda er allt þeirra tal löngu afsannað og á heima í ruslafötu sögunnar.

Ef eitthvað er þröngsýnt þá eru það trúarbrögðin vinur minn... við sjáum afleiðingar þessa í fréttum á hverjum einasta degi.

Hefur trú þín á líf eftir dauðann eitthvað aukist eftir því sem aldurinn færist yfir.. ef þú hefur misst ættingja og vini.. þá veistu hvert markaðs"leyndarmál" trúarbragða er í hnotskurn.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:19

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vísindin byggjast nú samt sem áður á því sem fer fram í heila vísindamannanna en enginn þeirra getur sannað að það sem hann hugsar sé raunverulegt.

Hver vísindamaður er einfaldlega einn til frásagnar um það. 

Þessi grundvöllur vísindanna verður þó að vera viðurkenndur því að annars hrynur allt það sem vísindamenn byggja ofan á andlegar upplifanir og hugsanir sínar. 

Þetta er annar endi vísindanna, uppspretta allra kenninga þeirra. 

Hinn endann, endimörk alls, er jafn erfitt að "sanna".

Þá er hinn möguleikinn að gefa tvo möguleika: 

1. Alheimurinn og tíminn eru endalaus og grunnurinn er óendanleikinn og eilífðin. 

2. Alheimurinn er takmarkaður. 

Með því að segja að alheimurinn sé takmarkaður stendur eftir sem áður útaf, hvað sé handan alheimsins. Er það "ekkert"?

Með því að segja að alheimurinn sé takmarkaður erum við á svipðu róli og menn voru þegar þeir töldu á grundvelli þess sem þeir sæu og gætu sannað, að jörðin væri flöt og sólin og stjörnurnar snerust um hana. 

Ég fæ ekki séð að hægt sé að sanna að alheimurinn hafi takmörk og þar af leiðandi líklegra að hann sé óendanlegur. 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2010 kl. 19:20

8 identicon

Ekkert er ekki til.. .það  sem er er ekki hægt að sanna í dag er ekki sönnun fyrir því að "eilífðin" og framhaldslíf sé til.
Það sem vísindin vita um sjáanlegan alheim er skrilljónbilljón sinnum meira en skríbentar biblíu vissu um bakgarðinn hjá sér, þó það sé ekki gott að margfalda með engu; Þessir menn töldu bara að grasið, blómin, dýrin væri  bara svona stöff sem guð galdraði upp.. það er ekki langt síðan að menn töldu að sólin væri bara brennandi timbur/kol...
Hin stórkostlega gáfaði guð sem átti að hafað skrifað biblíu sagði meira að segja að tunglið lýsti eins og sól.. múslímar sem stældu biblíu töldu stjörnur vera lampa...

Það er alls ekki hægt að segja að þegar við segjum að alheimurinn sé takmarkaður að þá séum við á sama punkti og menn sem töldu jörðina flata, þeir menn voru algerlega óupplýstir... reyndar eru til menn árið 2010 sem segja jörðina vera flata.. að allt sem við vitum sé samsæri gegn trú þeirra.

Mér finnst alltaf fyndið þegar menn segja sem svo að það sem við vitum ekki sé ávísun á að það sé eitthvað við í hjátrú...

Þú getur meira að segja sett spurningarmerki við hvort tíminn sé til nema í hausnum á okkur sjálfum..

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 19:45

9 identicon

Vá. Sumum finnst greinilega gaman að rífast við sjálfa sig. Sé ekki að neinn sé að minnast á trúarbrögð og biblíuna hér varðandi óendanleikan nema doktorinn sjálfan. Er ekki best að rífast um trú og vísindi þar sem verið er að skrifa um þau til að byrja með og hlífa ágætis hugleiðingum um hitt og þetta frá þessu leiðinda hjakki?

Stefansson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:39

10 identicon

Stefansson... í fyrsta lagi er ekki nokkur maður að rífast hér... í öðru lagi var pistill að minnast á eilífðina, að menn fæðist, deyji og deyji ... ef þú sérð ekki trúarhjúpin yfir þesssu þá er það þitt vandamál.

Og með það minnsta, auðvitað er hægt að finna það minnsta.. það er ekki eins og það sé hægt að fara óendanlega með að finna það minnsta.. ekki heldur það stærsta;
Þó við séum ekki búnir að finna eitthvað X þá táknar það ekki að X sé óendanlega stórt eða lítið.. eða að eitthvað sé svo rosalegt(Td guð) að okkur sé ómögulegt að skilja það.

Ég lagði einfaldlega útfrá pælingum Ómars.. kannski þú hefðir átt að gera það í stað þess að vera með aðfinnslur með athugasemdir.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:14

11 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Bendi hér á linka varðandi Nikola Tesla,

- sem var langt, langt á undan sinni samtíð og má því segja að núna sé kominn sá tími sem samfélagið væri tilbúið að samþykkja hann, en ekki grínast að honum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Nikola_Tesla

http://www.youtube.com/watch?v=h5uiK_QnyrE&feature=player_embedded#

Vilborg Eggertsdóttir, 26.1.2010 kl. 01:20

12 identicon

Hvernig er hægt að segja að allt hafi byrjað með Big Bang? Það var allavegna til þetta sem varð að öllu við Big Bang. Svo er einnig spurning um það í óravíddum geimsins hversu margir alheimar séu til.

Ein spurning, ef ekki er neitt vitsmunarlíf til að skynja heiminn er þá heimurinn til?

Ágúst Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 09:05

13 identicon

Auðvitað er alheimurinn til þó svo að ... blah

Ef þú heimsækir bloggið mitt reglulega Ágúst.. þá fræðist þú á meðal annars hvað vísindin segja um þetta allt saman... (Mér var úthýst af mbl fyrir að segja sannleikann, sem er bannaður á íslandi)


Hversu stór er alheimurinn
http://doctore0.wordpress.com/2009/11/08/cosmic-journeys/

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband