25.1.2010 | 15:46
Frábær fyrri hálfleikur.
Það segir sína sögu um frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins í fyrri hálfleik á móti Króötum að þetta afburðagóða lið skuli ekki hafa skorað fleiri mörk en 12.
Það munar um minna en það þegar Ólafur Stefánsson nær sé á strik og sumt af því sem Aron Pálmarsson gerði var hreint augnayndi.
Og nú er bara að sjá hvort hægt verður að halda þessum dampi áfram.
P.S. Var að fá athugasemd um að vantaði stafina rs í föðurnafn Arons og er búinn að leiðrétta það hér með.
Jafntefli gegn Króötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já frábær fyrri hálfleikur, vonum að þeir haldi áfram á sömu braut í seinni hálfleik sem mér sýnist þeir ætla að gera. Hann Aron er reyndar Pálmarsson en ekki Pálmason :)
Rúnar (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.