Spurningin um langtímaúthaldið.

Í hinum frábæra aðdraganda að því að íslenska landsliðið er komið í undanúrslit hefur mætt mjög mikið á sömu mönnunum. 

Aðall leiks okkar hefur verið óhemju snerpa og hraði í vörninni. Til þess að geta haldið þessari snerpu og hraða í 60 mínútna leik þarf geysilegt úthald, hvað þá í heilu móti. Í síðustu leikjum mótsins getur þetta langtímaálag farið að bitna á mönnum, sama hve vel þjálfaðir þeir eru. 

Þetta er auðvitað vandamál allra í hinum hraða nútímahandbolta en í síðustu leikjunum mun ráða úrslitum hvort hægt verði að halda sömu snerpu og hraða allt til enda í hverjum einasta leik.

Við munum eftir hinu frábæra rússneska knattspyrnulandsliði á síðasta stórmót þegar það sýndi áður óþekktan hraða og keyrslu fram og til baka eftir vellinum.

Liðið hélt út í þessu vel inn í mótið, en síðan kom að því að útlokað var að halda þessari hraðakeyrslu uppi heilt mót.

Á HM 1961 var Ingólfur Óskarsson geymdur sem leynivopn í byrjun og kom síðan inn á í leik við Svía, sem þá voru með annað af tveimur bestu liðum heims.

Ingólfur var einhver mesta skytta sem Ísland hefur átt og gerðist Svíabani í þessum leik.

Manni dettur Logi Geirsson í hug núna, en munurinn er sá að 1961 var Ingólfur óþekktur en Logi er þekktur leikmaður.

Hins vegar gæti hungur hans og það að hann er óþreyttur og óslitinn af álagi gert það að verkum að það muni um hann.

Þetta verður spennandi. Hraður varnarleikur er líka aðall Frakkanna og kannski munu þeir eiga við sömu vandamál að stríða og við.  


mbl.is EM: Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dilbert

Sæll, Ómar

Hvar getur maður nálgast 'Handboltalagið' þitt.

Mbk,

Dilbert 

Dilbert, 29.1.2010 kl. 13:21

2 identicon

Sæll Ómar

Þetta er skemmtilegur lestur en ég er nokkuð viss um að "Leynivopnið" hafi banað Svíunum árið 1964 :)

Hér er tengill af hsí vefnum.

http://www.hsi.is/Motamal/0800000074_00000794.htm

Kveðja,

Óskar

Óskar (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband