1.2.2010 | 15:47
Hvergi meiri þörf á slíku.
Þótt viðfangsefni Breta séu næg þessa dagana telja þeir ekki eftir sér að kafa ofan í aðdragandann að þátttöku þeirra í stríðinu í Írak.
Ég get ímyndað mér að hvergi sé þó meiri þörf á að hreinsa þetta mál en á Íslandi. Aðdragandinn að því að Ísland var sett á bekk með hinum "viljugu þjóðum" var með slíkum eindæmum að leitun er að bæði hér á landi og erlendis.
Einn maður með fulltingi fóstbróður síns tók þá ákvörðun að breyta utanríkisstefnu þjóðarinnar á afgerandi hátt, þótt vissulega hefðu tengsl okkar við hernað á Balkanskaga verið á gráu svæði á áratugnum á undan.
Og þetta var gert þvert ofan í þá niðurstöðu skoðanakannana að 70% þjóðarinnar væru þessu andvíg.
Fyrst ráðamenn í öðrum löndum verða að standa fyrir sínu máli varðandi innrásina er eðlilegt að íslenskir ráðamenn eigi að gera það líka.
Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ekki Eiríkur Tómasson búinn að rannsaka þetta mál og taldi ekkert athugavert.
Væri ekki nær, Ómar, að rannnsaka í dag hversvegna Þórólfur Árnason - bróðir félagsmálaráðherra - og fyrrum vinstriborgarstjóri, sem þurfti svo eftirminnilega að segja af sér vegna spillingarmála olíufélaganna - er nú skyndilega farinn að sjá um alla flugvelli landsins ?
Mér finnst það standa þér mun nær að kanna þetta mál ???
Sigurður Sigurðsson, 1.2.2010 kl. 16:03
hvar endar þessi þvæla spilling upp úr öllu valdi glæpahyski öll saman.
gisli (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.