Einstakur maður í öllu tilliti.

Um fáa menn hefur mér þótt eins vænt eins og Steingrím Hermannsson um dagana. Með okkur tókst góð vinátta þegar ég flaug með hann vestur á firði þegar hann var að fara þar í sína fyrstu kosningabaráttu og entist hún æ síðan og dýpkaði. 

Steingrímur var sannur maður og mannvinur eins og ég kynntist honum og þótt hann væri mikill keppnismaður og verkmaður og hefði alist upp í skjóli valdamesta manns landsins var alveg magnað hvað hann var alþýðlegur og átti gott með að umgangast háa og lága af stakri snilld.

Það var með mestu pólitísku afrekum síðustu ára hvernig honum tókst að mynda ríkisstjórn sína 1988 og láta hana sitja út kjörtímabilið.

Á pappírnum var þetta næsta vonlaust. Stjórnin hafði ekki meirihluta í báðum deildum og varpa varð hlutkesti um sæti í þingnefndum.

En jafn einstakur og Steingrímur var heppni hans þá jafnvel enn einstakari því að hann vann öll níu hlutkestin.

Stjórnin breyttist síðar í fjögurra flokka stjórn en enn sem fyrr hafði Steingrímur einstaka hæfileika til verkstjórnar og til að laða menn til samstarfs, svo ólíkir sem þeir voru.

Til þessa þarf alveg sérstaka hæfileika og á því sviði var Steingrímu afburðamaður.

Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og þakka fyrir þá ánægju sem það veitti mér að kynnast og ferðast um landið með feðgunum öllum, ættliðunum þremur, Hermanni, Steingrími og Guðmundi.  


mbl.is Steingrímur Hermannsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að geta sameinað sundraða hjörð á pólitískum nótum er mikill samskipta-hæfileiki. Umdeildir eru allir. Aumur er óumdeildur maður. Held hann hafi alltaf viljað öllum vel.

Samúðarkveðjur. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2010 kl. 17:04

2 identicon

Mæltu manna heilastur Ómar. Bara ef fleiri stjórnmálamenn væru eins og Steingrímur Hermannsson. Ég er strax farinn að sakna hans.

Eiríkur Stefán Eiríksson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:09

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Steingrímur var manna þægilegastur við fréttamenn. Hugsanlega ein af ástæðunum fyrir langlífi hans og velgengni í stjórnmálum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.2.2010 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband