2.2.2010 | 23:59
Það þarf meira, miklu meira.
Kjarnorkuvopnaváin er kannski hættulegasta fyrirbrigði og ógn okkar tíma, ekki bara vegna þess að hún sé ógn við allt líf á jörðinni, heldur ekki síður vegna þess hve hún er lúmsk, hangir eins og Daemoklesarsverð yfir mannkyninu.
Það var löngu tímabært að stíga það skref að fækka þessum gereyðingarvopnum og ber að fagna samkomulagi risaveldanna á kjarnorkuvopnasviðinu.
Eftir sem áður verða til vopn til að eyða öllu mannlífi mörgum sinnum og ekki er hægt að búa við tilvist MAD (skammstöfun fyrir Mutual-Assured-Destruction) eða GAGA (Gagnkvæm-Afdráttarlaus-Gereyðing-Alls).
Fækka kjarnorkuvopnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.