Bakari hengdur fyrir smið.

Hér á blogginu má nú sjá menn kenna Svandísi Svavarsdóttur um það að viðræðum við "nokkuð mörg erlend fyrirtæki" um orkukaup hefur verið frestað. Hér er bakari hengdur fyrir smið.

Smiðurinn er stóriðjustefnan þar sem mest orkubruðlandi fyrirtækjum heims á að úthluta orku frá heilum landshluta. 

Fyrir kosningarnar 2007 hélt ég því fram að mörg erlend fyrirtæki myndu vilja kaupa hér orku og þetta væru fyrirtæki sem byðu fleiri og betri störf á orkueiningu og auk þess minni mengun. 

Þess var þá hafnað af stóriðjufíklunum og sagt að enn einu sinni væri ég að tala um "eitthvað annað" sem væri annað hvort ekki til eða þá í líkingu við fjallagrasatínslu og peysusaum. 

Setningin "nokkuð mörg erlend fyrirtæki" í fréttinni um Landsvirkjun sýnir að ég hafði rétt fyrir mér á sínum tíma. Þessi fyrirtæki ætla ekki að stunda fjallagrasatínslu eða peysusaum. 

Stóriðjustefnan með sinni stórkarlalegu sókn í orkulindir landsins er sökudólgurinn og höfuðorsök þess að aðrir komast ekki að. 

Ef stóriðjustefnan hefði ekki ríkt og ríkti ennþá væri ekkert vandamál að finna orku handa hinum mörgu erlendu fyrirtækjum án þess að fórna líkt því eins miklu af náttúruverðmætum og stóriðjan krefst. 


mbl.is Landsvirkjun frestar viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú vilt sem sagt virkja í þjórsá, svo framarlega að orkan fari ekki til álfyrirtækja?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Orkan á að fara til heilbrigðra afleiðslufyrirtækja á borð við Bectel og Impregilo, Gunnar... Vatnið líka...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2010 kl. 09:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bectel stóð sig frábærlega hér á Reyðarfirði. Mættu íslensk verktakafyrirtæki taka þá sér til fyrirmyndar.

Varðandi Impregilo, þá var meiri "menningarmunur" á þeim og  Norður- evrópska og ameríska kúltúrnum sem við erum vön. Það má þó segja þeim það til varnar að andstæðingar framkvæmdanna fyrir austan, gerðu allt til að sverta ímynd fyrirtækisins í augum Íslendingaog til þess notuðu þeir óvönduð meðul.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 09:40

4 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er bara að gera eins og Svandís segir.  Samþykkja Æseif, ekki virkja o.s.frv.

Þá er nokkuð víst að allar ársprænur verða virkjaðar.  Alveg sama hvað þú Ómar skrifar á blogginu.  Alveg sama hvað Þórunn S. og Svandís hrópa hátt.

Því þá verður ekki hlustað.  Þá verður sjálfsákvörðunarétttur Íslands ekki til lengur.  Þá verða það kröfuhafarnir sem ráða.  Og þeir vilja bara fá peningin.

Þetta gerist líka ef svona vitleysislegar ákvarðanir eru teknar á mjög svo vafasömum grunni, því þá skerðist geta þjóðarbúsins til að standa undir þegar tilkomnum skuldum sínum.

Jón Ásgeir Bjarnason, 4.2.2010 kl. 10:12

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrum umhverfisráðherra sló öll met í Sjónvarpsfréttum í gær þegar hún var spurð að því hvort úrskurður Svandísar Svavarsdóttir, núverandi umhverfisráðherra, um að staðfesta ekki skipulag þeirra sveitarfélaga þar sem fyrirhugaðar virkjanir munu rísa í neðri Þjórsá stæðist lög, hvort einhver lög kveði á um að sveitarfélög megi ekki afla fjár til að greiða fyrir skipulag síns sveitarfélags nema beint frá hefðbundnum tekjustofnum.

Þórunn viðurkenndi að það væri ekkert sem bannaði sveitarfélögum að afla fjár til að greiða fyrir skipulagsvinnu  hvar sem væri, en það væri heldur hvergi til lög um það að það væri leyft!

Þess vegna stæðist úrskurður Svandísar!!!

Þvílík hundalógik.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.2.2010 kl. 10:18

6 identicon

Sammála Sigurði Grétari !

sbr. eftirfarandi ekki frétt:

Rétt í þessu var að berast sú frétt úr umhverfisráðuneytinu að þar sem það stendur hvergi í lögum að leyfilegt sé að mála húsið sitt , þá hefur Svandís Svavarsdóttir úrskurðað að það sé stranglega bannað. ..með lögum skal land byggja.

eym (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:31

7 identicon

Bendi hér á holla lesningu um orku- og umhverfismál (þó það tengist þessu umræðuefni bara með óbeinum hætti):

http://web.mit.edu/ipc/publications/pdf/08-003.pdf 

Þar stendur m.a. á bls 3 (ath að meginhluta umað ræða kolaorkuver):

"It is reasonable to estimate that during the past three years, the

equivalent of three or four 500 megawatt (MW) power plants have been coming on line in

China every single week."

eym (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:46

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef álsókninni hefði linnt væri engin þörf á að virkja í ÞJórsá. Hellisheiðarvirkjun og Búðarhálsvirkjun myndu nægja.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 15:03

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Staðreyndir varðandi meðferð Impregilo á starfsmönnum sínum voru ekki "áróður með óvönduðum meðulum."

Meðal annars kostaði tregðan við að setja upp öryggisnet utan í Ytri-Kárahnjúk mannslíf.

Bechtel setti hins vegar aðbúnað og öryggi á vinnustað upp á nýtt plan hér á landi.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 15:07

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting: "Ytri-Kárahnjúk" á að vera "Fremri-Kárahnjúk."

Ómar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 15:12

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vissir þú það Ómar, að í útreikningum verkkaupa, (LV) var gert ráð fyrir kostnaði vegna tapaðra mannslífa? Mig minnir að gert hafi verið ráð fyrir svipaðri tölur látinna og raunin varð.

Þetta hef ég eftir "Umhverfisverndarsinna"

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 15:29

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við stærstu framkvæmd Íslandssögunnar við sérstaklega erfiðar aðstæður fellst ég á það að búast hafi mátt við slysum allt upp í dauðaslys.

Það blasir hins vegar við þegar gögn eru skoðuð að slysið undir Fremri-Kárahnjúk þurfti aldrei að gerast.

Um hin slysin getur gilt annað og ég er ekki að tala um þau.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 23:35

13 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ætluðu þessi fyrirtæki sem ætluðu að nýta orkuna að lána Landsvirkjun fyrir virkjunarframkvæmdunum?

Og ef ekki, hvaðan átti Landsvirkjun að fá þá peninga?

Sigurður Haukur Gíslason, 6.2.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband