Blíðuveður á Grænlandi.

Á sama tíma og metsnjókoma er í höfuðborg Bandaríkjanna, meiri en sú mesta sem komið hefur í Reykjavík, er blíðuveður framundan  í Narsassuaq á Grænlandi. 

Raunar hefur brostið þar á með Mallorcaveðri að undanförnu með  10-13 stiga hita, sem er svipaður hiti og er á sunnanverðum Spáni á þessum árstíma. 

Ein af spám um afleiðingar hlýnunar veðurfars í heiminum snerist um að öfgar í veðurfari myndu færast í aukana. Hvort sem það er rétt eða rangt er vart hægt að hugsa sér meiri öfgar en þær að það sé allt að 13 stiga hiti og sumarveður á Grænlandi á sama tíma og allt er á kafi í snjó allt suður í Virginíu í Bandaríkjunum.  

Þeim veðursíðum sem ég hef farið inn á á netinu ber saman um að hlýtt verði svo langt sem séð verður fram í tímann á vesturströnd Grænlands. Weather Underground spáir allt að 14 stiga hita um hádaginn eftir viku en Accuweather birtir lægri hitatölur, sem taka með í reikninginn kólnunina á næturnar.


mbl.is Washington lömuð vegna snjóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það var svo sem við því að búast að loftslags-alarmistarnir finndu það út að kuldaköstin væru gróðurhúsaáhrifunum að kenna  

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2010 kl. 14:52

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Norðurhvelið er stórt og þar getur verið mismunandi veðurfar. Svona veðurlag eins og nú er hefur oft komið áður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2010 kl. 15:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hvort það er rétt eða rangt..." Erfitt er a segja að hér sé fullyrt mikið hjá mér hvað sem veður-alarmistunum líður.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband