Bakari hengdur fyrir smið?

Dana drifbúnaður hefur verið í fjórhjóladrifsbílum svo lengi sem ég man eftir mér. Þetta hefur yfirleitt verið framhjóladrifið, til dæmis á Bronkónum hérna í gamla daga, en drifið hefur verið af mismunandi styrkleika og stærð.

Fréttin um innköllun á drifbúnaði Tacoma er ófullkomin og því erfitt að segja hvort verið sé að hengja bakaara fyrir smið þegar Toyota innkallar Dana-drif en aðrir ekki.

Skýringin kann að vera sú að sú gerð Dana-drifs sem er í Tacoma hafi reynst of veikburða fyrir þann bíl þótt hann sé nógu sterkur fyrir léttari bíla.

Hin skýringin kann að vera sú að eftir hremmingar undanfarinna vikna geri Toyota meiri kröfur en aðrir framleiðendur til sinnar framleiðslu og sé með innköllun að benda á það að gæða- og öryggiskröfur Toyota séu hinar mestu sem þekkjast.

Ef svo er er ekki bara bakari hengdur fyrir smið í þessum efnum heldur vill bakarinn vera hengdur fyrir hinn bandaraíska drifbúnarsmið og aðra bílasmiði. 


mbl.is Innkalla 8.000 pallbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðjónsson

Eftir því sem ég kemst næst er um að ræða hugsanlegan efnisgalla í drifskafti, http://www.lemonauto.com/complaints/toyota/toyota_tacoma.htm, ekki sá ég nefnt hvort um væri að ræða íhlut frá Dana eða öðrum framleiðanda. Annars rakst ég á grein http://consumeraffairs.com/news04/2008/06/nhtsa_tacoma.html sem athyglisvert er að lesa og sýnir að á ýmsu má ganga áður en framleiðendur viðurkenna hugsanlega galla, sama hver á hlut að máli.

Ég vil að lokum nefna að eitt sinn átti ég níu ára gamlan Ford Bronco II sem innkallaður var vegna galla í kveikjulás, skipt var um lásbotninn og fékk ég vetrarskoðun vegna óþægindana, nokkuð ábyrg afstaða sem framleiðandi og umboð sýndu í því tilfelli.

Kv,  Geir

Geir Guðjónsson, 14.2.2010 kl. 12:15

2 identicon

Æji, Ómar minn. Skrifaðu nú um eitthvað skemmtilegra efni en drifbúnað í einhverjum skrjóðum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband