16.2.2010 | 17:06
Breyttar samgöngur eina vonin.
Fólksflutningarnir miklu vestur um haf fyrir 130 árum áttu sér að mestu leyti stað á tveimur áratugum.
Þá var íslenska þjóðin meira en fjórum sinnum fámennari en hú þannig að 2229 manns 1887 samsvara um tíu þúsund manns nú.
Brottflutningurinn nú er því tvöfalt minni hlutfallslega en 1887.
Engu að síður er ekki hægt að skilgreina það öðruvísi en sem blóðtöku að missa fólk þar sem meðalaldurinn er 25 ár.
Áhrifin af slíkum brottflutningi árum saman yrði sá að sá hluti þjóðarinnar sem er kominn á efstu ár og fer fjölgandi, verður enn stærri hluti þjóðarinnar en þyrfti að vera og það þýðir vítahring hækkandi skattbyrðar á þá sem skapa mestu verðmætin og þar af leiðandi meiri hættu á að það fólk flytji til nágrannalandanna.
Eitt er þó öðruvísi nú en fyrir 130 árum. Þeir, sem fluttu til Vesturheims fóru svo langt og rifu sig svo gersamlega upp að þeir áttu aldrei neina möguleika á að koma til baka.
Þeir,sem núna flytja til Norðurlandanna halda áfram að vera innan vébanda sameiginlegs atvinnusvæðis með afar greiðum samgöngum og gagnkvæmum réttindum.
Einnig er á það að líta að vegna landþrengsla í landbúnaðinum hér heima um aldamótin 1900 átti unga fólkið í dreifbýlinu mjög erfitt með að fá landnæði og fór upp til heiða í basl Bjarts í Sumarhúsum til þess aðg geta verið frjálst.
Ef engir fólksflutningar hefðu verið til Ameríku hefði það ástand orðið enn verra.
Fólkið, sem nú hefur flutt til nágrannalandanna á auðvelt með að flytja hingað aftur ef rofar til í málum okkar.
Þegar fólksflótti var frá Íslandi á árunum 1968-70 komu margir heim aftur þegar aftur birti til í byrjun áttunda áratugsins. Gagnkvæm réttindi og auðveldir fólksflutningar gera þetta auðveldara nú.
Von okkar nú er að svipað geti gerst aftur og í niðursveiflunni 1967-70 ef við komumst í gegnum þá kreppu, sem framundan er.
Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.