16.2.2010 | 20:46
Snýst um sanngirni og siðfræði.
Það er hægt að rífast út í eitt um lagaleg álitaefni varðandi íslenska hrunið og stóráföll hins alþjóðlega fjármálakerfis.
Ummæli fjármálaráðherra Noregs bera þess merki að hann velur sér þann lagagrundvöll sem hentar bláköldum fjárhagslegum hagsmunum Noregs en íhugar ekki hvort sitt hvað geti verið löglegt en þó siðlaust.
Því miður var enginn Vilmundur Gylfason uppi í Noregi til að skilja eftir jafn stórkostlega arfleifð og hin fleygu orð hans: "Löglegt en siðlaust."
Úrlausn Icesave og annarra stórmála hinna miklu fjármálahamfara sem skekið hafa heiminn er spurning um siðfræði framar einhverjum lagakrókum.
Hinn norski ráðherra ætti að íhuga hve miklar byrðar Íslendingar eru reiðubúnir að leggja á hvern skattborgara hér í landi miðað við það litla sem hver skattborgari hinna landanna getur þurft að reiða af hendi vegna atburða sem gerðust í þeirra löndum og þeirra eigin stofnanir hefðu vel getað haft eitthvað um að segja ef þar hefði ekki verið sofið á verðinum, rétt eins og hjá íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum.
Hann ætti líka að íhuga það hvaðan sá hugsunarháttur var upprunninn sem felldi Lehman Brothers og aðra erlenda banka og hvaða siðferðilega ábyrgð vestræn stjórnvöld bera í sameiningu.
Íslendingar báru einir ábyrgð á eftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurning um hvort ummæli þess efnis, að afgreiðsla láns frá Noregi, þíði að ekki sé tenging við lausn Icesave - að, vænta megi á næstunni tíðinda frá Noregi, um þá lánafyrirgreiðslu!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2010 kl. 21:39
Jú, frændi. Þetta var kannski það eina jákvæða í þessari frétt eftir allt !
Ómar Ragnarsson, 16.2.2010 kl. 23:54
Stundum fela menn þ.s. skiptir máli, bakvið málskrúð sem ætlað er að dreifa athygli og væntanlega einnig gagnrýni, frá því sem ef til vill er sá boðskapur er skipti máli.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.2.2010 kl. 00:12
Ómar. Við Íslendingar sitjum uppi með að vera Svarti Pétur í viðskiptum við aðrar þjóðir, Noreg jafnt sem aðrar þjóðir. Noregur er núna að taka á móti flóttafólki frá Íslenska bankastríðs-flóttamönnum frá Íslandi!
Ísland hefur sjálft gefið sér leyfi til að haga sér eins og vanþróað ríki! "Agaleysi?"Er þá ekki tímabært að við tökum ábyrgð á því og breytum málum til betri vegar! Nú var ég að tala um mig og minn styrk sem ég þar til
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2010 kl. 01:21
núna hef haft átti að vera endirinn. Kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2010 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.