Á skjön við þýskan aga ?

Eitt helsta stolt þýsku þjóðarinnar hefur lengi verið agi og stefnufesta, sem þó voru greinlega misnotuð illilega af nasistum á sínum tíma. 

Sem dæmi get ég nefnt að 17 daga ferð þýska skemmtilferðaskipsins Regínu Maris með Íslendinga 1967 tókst þremur íslenskum gleðimönnum að blanda geði við nokkra skipverja að næturþeli á siglingu skipsins og endaði það með því uppátæki að halda vasaútgáfu af slökkviæfingu þar sem beitt var slökkvitæki. 

Ástæða þess að þetta var mögulegt var sú að um barinn á skipinu giltu þær reglur að hann væri opinn þar til enginn viðskiptavinur væri eftir.

Þarna misreiknuðu Þjóðverjarnir sig illa, því að enda þótt þýskir ferðamenn hyrfu af barnum fyrir miðnætti þegar siglt var með þýska farþega gilti öðru máli um Íslendinga.

Voru þrír hinir framangreindu Íslendingar einna iðnastir við kolann og það svo mjög að barinn var opinn allan sólarhringinn vegna þaulsetu þeirra.

Þeir hurfu iðulega af vettvangi um það leyti sem hinir fyrstu nývöknuðu komu á barinn á morgnana!  

Daginn eftir þetta atvkik fengu allir þeir skipverjar sem sannalega höfðu haft samneyti við farþega uppsagnarbréf og voru reknir í land í næstu viðkomuhöfn.

Þess utan var hinum íslensku farþegum tilkynnt um það hve mikið væri lagt upp úr aga meðal skipverja og skilyrðislausrar hlýðni þeirra við skipsreglurnar, sem hefðu verið gróflega brotnar.

Strangt bann lægi við nokkru óþörfu samneyti skipverja við farþega. Íslendingarnir þrír, sem áttu allt frumkvæði að þessari uppákomu, fengu ekkert tiltal frá útgerð skipsins á þeim forsendum, að skipverjar hefðu látið athæfið óátalið og ekki bara það, heldur tekið þátt í því.

Maður hefði haldið að um borð í þýsku herskipi gilti tvöfaldur agi, hinn þekkti þýski þjóðaragi og þar á ofan strangur heragi.

Nú er að sjá hvort viðurlögum verður beitt um boð skipverjanna til íslenskra stúlkna eða hvort að hægt verði að segja um þetta atvik: Öðru vísi mér áður brá.   


mbl.is Partí sjóliða stöðvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ordnung muß sein!

Þorsteinn Briem, 17.2.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband