Grimmd á móti grimmd?

Tvennt er það sem mér hefur aldrei hugnast varðandi dauðarefsingar. Í fyrsta lagi að til skuli vera siðmenntuð þjóðfélög sem beita þessari forneskjulegu og í raun villimannlegu refsingu, sem mér finnst aldrei réttlætanleg. 

Í öðru lagi hvers vegna á okkar miklu tæknitímum skuli enn í sumum löndum vera staðið að aftökunum eins og gert er.

Allir sem hafa verið svæfðir fyrir skurðaðgerð vita af eigin reynslu að hægt er að standa að aftökum á skaplegri hátt en tíðkast víða á einfaldan og sársaukalausan hátt. 

Aftakan getur þess vegna verið í tveimur áföngum: Fyrst svæfingin og síðan dauðaskammturinn gefinn þegar brotamaðurinn er meðvitindarlaus.  

Það er nöturlegt að alþjóðleg mannréttindasamtök skuli enn þurfa að berjast í þessu máli.  


mbl.is Reyndi sjálfsvíg fyrir aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

En sjáðu ruglið. Allt gert til að bjarga lífi mannsins, svo að það sé hægt að drepa hann.

Þvílíkt rugl.

Sveinn Elías Hansson, 9.3.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já Sveinn ekki er öll vitleysan eins...

Kanski þeir sekti hann líka og þyngi dóminn vegna þess að hann reyndi að trufla réttvísina til að komast hjá aftöku.

Kæmi mér allavega ekki á óvart, þeir eru svo klikkaðir ameríkanarnir...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.3.2010 kl. 00:33

3 Smámynd: Laxinn

Ég efast þó um, að morðinginn hafi svæft fórnarlamb sitt áður en hann tók það af lífi.

Laxinn, 9.3.2010 kl. 11:14

4 identicon

Á því augnabliki sem ég skrifa þetta, eða í mesta lagi eftir hálfan tíma, það segir okkur statistic, hefur lítið stúlkubarni verið rænt, því nauðgað, misþyrmt og síðan myrt. Enginn góður Guð sem gætti barnsins. Enginn. Eigum við að fyrirgefa morðingjanum, eða vera  eins "klikkaðir" og Yankees? Think about it.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:11

5 identicon

Haukur, eigum við ekki bara að gerast morðingjar líka til að ná fram RÉTTLÆTI eða verðum við kannski svolítið "KLIKKAÐIR" við það? Think about it

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:22

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Refsirétturinn á rætur í hefndinni og hefndarskyldunni. Þess vegna eru oft margir mjög mikið fyrir að beita hörðustu refsingum.

Oft hefur það komið fyrir að saklausu fólki hefur verið refsað að ósekju. Það er grunað um verstu glæpi og hafa jafnvel þurft að gjalda fyrir með lífi sínu. Þar sem dauðadóm hafi verið fullnægt í slíkum tilfellum, er ekki unnt að bæta fyrir það.

Fyrir nokkrum árum voru nokkrum föngum sleppt úr bresku fangelsi. Þeim hafið verið núið um nasir að hafa framið hræðilega glæpi í tengslum við átökin á Norður Írlandi  á sínum tíma. Þeir höfðu setið í fangelsi, saklausir en nýjar upplýsingar leiddu til þess að málið var tekið upp. Þessir menn fengu mjög háar skaðabætur. Ef þessir menn hefðu verið dæmdir til dauða, hefði eðlilega ekki verið unnt að taka slíkan dóm aftur.

Gríðarlegar umræður um dauðadóma urðu í Bretlandi um og eftir 1960.  Í kringum 1965 var dauðadómur felldur úr breskum refsirétti.

Íslendingar eru með fyrstu þjóðum að afnema dauðadóm úr refsilögum sínum en það varð 1928. Reyndar höfðu Norðmenn afnumið dauðadóma öllu fyrr eða rétt upp úr aldamótunum 1900. Vegna uppgjörsins eftir heimstyrjöldina síðari, voru dauðadómar aftur leiddir í lög í Noregi en tímabundið. Er það einsdæmi að refsilög séu látin hafa afturvirk áhrif í réttarríki.

Íslendingar framkvæmdu dauðadóm síðast 1830 þegar Friðrik og Agnes voru gerð höfðinu styttri í Vatnsdalshólum.

Eigum við Íslendingar ekki að vera stoltir af því að vera fyrst þjóða heims að hætta að praktíséra dauðarefsingar? Mér finnst það. Ævilangt fangelsi ætti að vera hæfileg refsing.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband