9.3.2010 | 22:23
Gamalkunnugt fyrirbæri.
Það þekkt fyrirbæri úr sögu þjóðanna að þegar verð á vöru er hækkað umfram ákveðið mark leita neytendur leiða til að fá hana eftir öðrum leiðum.
Þetta var reynslan í Finnlandi á sinni tíð, ef ég man rétt, þegar áfengisverð var hækkað verulega.
Þess vegna ættu aukin bruggun og aukið smygl ekki að koma á óvart varðandi neyslu áfengis á Íslandi ef það er skattlagt um of.
Nú er það svo að ég er bindindismaður og tel að menn séu alltof bláeygir gagnvart böli áfengisneyslu og meðvirkir með ofneyslu áfengis.
En ég geri mér samt grein fyrir ákveðnum lögmálum mannlegrar hegðunar sem ekki er hægt að sniðganga og var einu sinni orðað með þessum orðum: "Áfengisbölið verður að hafa sinn gang."
Ef skattlagning fer yfir ákveðið mark getur hún farið að virka neikvætt fyrir ríkissjóð og þarf að vanda vel til að finna hvar þessi mörk liggja. Á kannski eftir að koma betur í ljós.
Sem merki um mátt Bakkusar er setningin góða á eðli áfengisfíknar hjá óreglumanni, sem var einhver skemmtilegasta maður, sem ég hef kynnst, en mælti þessi fleygu orð með sínum sérkennilega gormælta framburði þegar verðið á víni hafði verið hækkað mikið hjá ÁTVR:
"Nú eg brennivínið ogðið svo dýgt, Ómag, að maðug hefug ekki efni á að kaupa ség skó."
Biðst síðan velvirðingar á því að hafa fyrir mistök tengt blogg um Rammaáætlun við fréttina um bruggtækin.
Athugasemdir
En enn verra er að auknar álögur á brennivínið hækka greiðslurnar af íbúðarlánum landsmanna.
Sveinn Elías Hansson, 10.3.2010 kl. 00:23
Þetta hafa hinir skatt-óðu vinstrimenn aldrei skilið
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2010 kl. 03:55
Nú er það orðinn munaður að leyfa sér létt vín með matnum, svo ekki sé minnst á cognac með kaffinu. Svona á það ekki að vera í siðuðu þjóðfélagi. En þetta þýðir heldur betur búbót fyrir áhafnir flugvéla. Nú byrjar aftur sala þeirra í "heimaverslunum" á tóbaki og áfengi. Annars gengur fram af manni frekjan og græðgin hjá flugumferðarstjórum. Laun-óðir hægrimenn?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 06:06
Nú er gósentíð hjá landasölunum. Svo er eitt sem Finnar geta en Íslendingar ekki og það er að keyra til Eistlands og kaupa áfengið þar.
The Critic, 10.3.2010 kl. 15:03
Það grátlega er að hækkun á verði tóbaks og brennivíns er í vísitölunni.
Sjálfsagt hefðu flestar þjóðir heims afnumið svona dellu. Danir hafa t.d. „varðveitt“ krónuna sína mun betur en Íslendingar. Hér hefur víxlverkun hækkunar verið sem olía á eld dýrtíðarinnar.
Um „blessað“ brennivínið gildir auðvitað að fyllibyttunar komu óorði á það. Einn sveitungi minn finnst það gott sem fleiri en er hófsmaður á það. Hann er lítið fyrir íþróttir og segir gjarnan „að brennivínið hafi bjargað sér frá íþróttabölinu“! Hann snýr við sem sagt gömlu slagorði templara.
Annars er brennivínið ómissandi í þorrablótum og mikið er gott að fá sér eins og eitt ískalt staup af því eftir góða feita máltíð!
Lengi var talað um að fyrsta verk breska íhaldsins væri að lækka verð á brennivíninu. Var talað um að það ætti að vera til huggunar þeim sem minna máttu sinn enda margir drjúgir drykkjumenn meðal lágstéttanna bresku.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.