11.3.2010 | 19:32
Er friðlýsing Dettifoss vopn gegn álveri?
Dettifoss er aflmesti foss Evrópu. Gjástykki er einstætt náttúruundur á heimsvísu og tekur jafnvel sjálfri Öskju fram að því leyti. Öll þessi undur eru í þeim landshluta þar sem Alcoa mun þurfa alla fáanlega orku.
En nú er búið að finna röksemd gegn því að þessi fyrirbæri séu friðuð, enda eru þau nú öll á lista yfir virkjanakosti á Íslandi.
Röksemdin er sú að með því að friða svona fyrirbæri sé verið að eyðileggja möguleika byggðar á Norðausturlandi sem standi eða falli með álveri á Bakka.
Rétt er að vekja athygli á því að fyrir liggur yfirlýsing Alcoa um það að 250 þúsund tonna álver verði ekki nógu arðbær heldur verði hún að lokum að verða um 350 þúsund tonn.
Sagt er að virkjun Gjástykkis geti fellt 250 þúsund tonna álver.
Nú höfum við á teikniborðinu svonefnda Helmingsvirkjun Jökulsár á Fjöllum með Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss innanborðs og augljóslega ógnar friðun Dettifoss því að álverið á Bakka geti orðið eins stórt og bráðnauðsynlegt er og raunar þyrfi líka að virkja Öskju til þess.
Með því að tala um að friðlýsingar séu vopn gegn álverum er verið að snúa hlutunum við.
Hin raunverulega ástæða þess að leggja verður öll náttúruundur undir er sú fráleita stefna að leita að svo risastórum og fáránlega orkufrekum kaupanda að náttúruverðmæti heilu landshlutannq séu undirlögð.
Álverið er vopn gegn friðlýsingum en ekki öfugt. Ef um væri að ræða fleiri og skaplegri kaupendur, sem henta einmitt vel varðandi jarðvarmavirkjanir, væri staðan ekki sú sem hún er.
Nú er hamrað á því að tilraunaboranir verði aðeins á 2% Gjástykkis.
Það vill svo til að ég er orðinn nokkuð kunnugur svæðinu og get fullyrt að virkjun á fyrirhuguðum stað mun gjöreyðileggja það gildi sem Gjástykki hefur.
Ástæðan er sú að mannvirkin munu blasa við á öllu svæðinu og hávaðinn úr borholunum eyðileggja með öllu kyrrð þess. Þarna yrði til dæmis aldrei fyrirhugað æfingarsvæði marsfara femur en að æfingasvæði tunglfara hefði getið orðið í Öskju, hefði þar verið komin ígildi Hellisheiðarvirkjunar.
Til samanburðar get ég nefnt, að yrðu gerðar stórfelldar malarnámur í suðurhlíðum Esjunnar sem sæust alla leið til Keflavíkur, myndu þær þekja innan við 2% af svæðinu sem Esjan sést frá.
Mikið er rætt um Gjástykki á þann veg að ætla mætti að það sé gróðurvana auðn. Næstefsta myndin hér á síðunni sýnir að einn merkilegasti jarðmyndanahluti þess er á vel grónu landi.
Neðsta myndin er af Kröfluvirkjun og næsta nágrenni hennar. Ég hef orðið var við að margir halda að virkjanir eins og hún og Hellisheiðarvirkjun hafi lítil umhverfisáhrif.
Þetta fólk hefur ekki farið upp á virkjanasvæði Hellisheiðarvirkjunar en ætti að gera það en hafa þó í huga að það sé ekki með viðkvæm öndunarfæri þegar það fer að njóta hinnar "hreinu" orkuöflunar.
Og svona í lokin: Náttúruundur Norðausturlands gefa ósnortin miklu meiri möguleika til eflingar byggðar þar en einn stór orkukaupandi sem að vísu kemur af stað umsvifum vegna framkvæmda í einhver ár sem síðan lýkur og gerir jafn marga atvinnulausa og fengu atvinnu við þær í upphafi.
Þetta er spurning um hvort skómigustefnan, sem ég kalla svo, sé ekki einmitt það sem varast beri .
Friðlýsing Gjástykkis vopn gegn álveri? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála hverju orði.
Andrés Kristjánsson, 11.3.2010 kl. 21:02
Ósammála hverju orði
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 21:47
Ég lít svo á að Ómar sé réttsýnn í þessu máli einsog oft áður. Efast ekki um að margir góðir norðanmenn eru skelfingu lostnir yfir þessum fáránlegu áformum sem gefa íslendingum engan ábata en álverum allann. hver er staða austurlands eftir stærstu virkjun íslandssögunnar og stærsta álverið er komið á laggirnar. hver er staða íslands eftir þessar gríðarlegur framkvæmdir sem áttu að lyfta efnahag landsins til langframa. allt er þetta einsog hjóm eitt og einskis virði. stóriðjustefnan er óarðbær fyrir landsmenn og spillir landinu til framtíðar. gleymum henni.
Gísli Ingvarsson, 11.3.2010 kl. 22:34
Hvað fengjum við mikla orku ef við vikjuðum Dettifoss?
Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 23:51
Ómar, Dettifoss verður aldrei virkjaður. Ekki setja þennan þankagang á blað, það er til þess eins að fá löngu dauða virkjanafíkla til að ganga aftur.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 11.3.2010 kl. 23:53
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér, Kalli. Manni finnst samt að það sé aðeins að birta til í kollinum hjá sumum í sambandi við stóriðjuna. Jafnvel Pétur Blöndal finnst að það sé komið nóg af álverjum, ef ég skildi rétt.
Úrsúla Jünemann, 12.3.2010 kl. 10:19
Getum við bara ekki orðið sjálbjarga þjóð nema með því að niðurlægja okkur?
Það er kominn tími til að fólk hætti að bulla og reyni að koma sér í vinnu. Við skulum hafa það í huga að fólk hefur unnið fyrir sér á Íslandi allt frá örófi alda. Meira að segja þegar fáir voru læsir og skrifandi. Ef ræfildómur eykst í réttu hlutfalli við þekkingu þá er einhver glufa í fræðslulöggjöfinni.
Árni Gunnarsson, 12.3.2010 kl. 11:20
Sko! Ef við skoðum þetta frá öðru sjónarhorni þá er verið beita fiskvinnslu og kvóta í þessari áætlun Klíkunnar að virkja hvað sem það kostar, þar urðum við sannspáir um Kárahnjúkavirkjunina og afleiðingarnar. Þær eru ekki bara fjárhagslegar heldur líka félagslegar og menningarlegar (verðbólga,svindl,mútur,skattsvik,launa og verkalíðskerfi í rúst og innflutningur á glæpahyski. En fiskveiðum og vinnslu er haldið ennþá í fárra manna höndum og notað sem svipa og rök fyrir áframhaldandi virkjanadjöfulsskap. Það verður að stoppa þetta hyski núna.
Wolfang
Eyjólfur Jónsson, 12.3.2010 kl. 14:19
Mér þykir Eyjólfur Jónsson líta Kárahnjúkavirkjun og afleiðingar hennar, skrítnum augum, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Ég, sem aðfluttur Austfirðingur til tuttugu ára, úr Reykjavík, hef lifað "tímana tvenna", í 100% merkingu þeirra orða.
Vestmannaeyingar töluðu lengi vel um "fyrir og eftir gos", eftir eldgosið í Heimaey árið 1973. Í raun geta íbúar á Mið-Austurlandi sagt svipað; "fyrir og eftir framkvæmdir".
Þú ættir að blygðast þín, Eyjólfur, fyrir að segja að Kárahnjúkaverkefnið, með öllu sem því fylgdi, hafi ekki verið mikilvægt fyrir Mið-Austurland.
Ég veit betur og hef reynt á eigin skinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2010 kl. 15:25
Þarna átti eiginlega að standa .....hef lifað "tímana tvenna", á Austurlandi, í hundrað prósent merkingu þeirra orða
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2010 kl. 15:37
OK Gunnar, hefði kannski á að orða þetta betur í hita tilfynningana. Það sem ég sé er það sem er í öllu landinu í dag, ekki hvernig það var eða er í dag á Mið-Austurlandi. Það sem ég sá fyrst var GT verktakar og svindlið kringum þá. Þessir menn skulda fjölda manns launin þeirra hér á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal mér. Ég get ekki séð neitt jákvætt í sambandi við Kárahnjúka nema þessi bæjarstjóri hefur það víst ansi gott núna!
WOLFANG
Eyjólfur Jónsson, 12.3.2010 kl. 16:54
Ég bý á Austurlandi og verð að segja að það hefur heldur sigið á ógæfuhliðina eftir virkjun ef eitthvað er, þjónusta lagst af eða versnað á mörgum sviðum osfv, margir vertakar spiluðu alltof djarft og urðu gjaldþrota og svo ekki sé talað um heimskuna í að byggja alltof margar íbúðir. Mér sýnist unga fólkið fara eftir sem áður enda fæstir tilbúnir að fara að vinna fremur illa borgaða verksmiðjuvinnu Svo maður nefni ekki náttúruspjöllin.
HStef (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:08
HStef, þú ert í 5 prósentunum....
... þeirra íbúa á Mið-Austurlandi sem telja að áhrif álversins séu neikvæð á lífsgæði fólks á svæðinu. 3% eru hvorki/né.... 92% telja betra að búa hér, eftir framkvæmdir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 16:35
Samkvæmt síðustu fréttum fækkaði á Austurlandi, ekki getiði alltaf kennt erlendum verkamönnum um það eða hvað ?
HStef (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 11:39
Það hefur ekki fækkað á Mið-Austurlandi. Austurland er 1/3 af landinu öllu
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.