Til hamingju, Haukur Heiðar yngri !

"Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" kom upp í hugann þegar ég fylgdist útundan mér með hluta af veitingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld og sá hve góðu gengi hljómsveitin Dikta á að fagna. 

Ég hef fylgst með Hauki Heiðari Haukssyni frá því að hann var smástrákur í ranni foreldra sinna, Hauks Heiðars Ingólfssonar og Sveinrósar Sveinbjarnardóttur og það vakti athygli mína hvað hann var áhugasamur og fylgdist vel með þegar hann var á ferðalögum með Fjörkálfunum svonefndu sumarið 1994, föður sínum, Hermanni Gunnarssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Pétri Kristjánssyni og mér.

Um daginn fékk ég hann til að raula með mér svonefndan Brunabrag og í stúdíóinu sagði hann þaulreyndum upptökustjóranum til þegar þess þurfti til að flýta fyrir verkinu.

Þeir í Dikta gera nefnilega og kunna allt sjálfir og það er dásamlegt að fylgjast með verðskuldaðri velgengni þeirra.

Þeir voru valdir vinsælustu flytjendurnir  í kvöld og tilefndir þar fyrir utan.  

Til hamingju, þið Diktamenn og þeir sem að ykkur standa!  


mbl.is Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband