13.3.2010 | 22:37
Mannauðurinn, dýrmætasta auðlindin!
Í kvöld mátti sjá á sjónvarpsstöðvunum dæmi um hinn mikla mannauð, sem þessi þjóð á í ungu hæfileikafólki sem er að hasla sér völl, annars vegar í tónlistinni og hins vegar í fjölmenntun sem kemur vel í ljós í "Gettu betur."
Það hefur verið unun og ótrúleg upplifun að fylgjast með sumum tónistaratriðunum í þessum spurningaþáttum og ekki síður næstum því fáránlega mikilli þekkingu keppendanna.
Sem einn þeirra sem þekkir flugvelli landsins hvað best varð ég til dæmis hrifinn af þekkingu keppenda á þeim í einni spurningunni. Og þar sem aðeins 21 kílómetra munur er á beinni flugleið frá Reykjavík til Ísafjarðar og Akureyrar var gaman að sjá að svarið við því vafðist ekki heldur fyrir keppendum.
Og síðan gladdi mig auðvitað sem M.R.-ingi sem á 50 ára stúdentsafmæli í vor, hve vel keppendur skólans stóðu sig gegn skemmtilegu liði M.E.
Sem minnir mig á frábært svar eins að austan þegar ég hitti hann glaðbeittan á leið út úr Útvarpshúsinu um daginn og óskaði honum til hamingju með sigurinn í þeirr keppni, en bætti því við að auðvitað yrði ég að halda með gamla skólanum mínum.
Hann svaraði samstundis: "Já, haltu bara sem mest með honum á meðan hann mætir öðrum keppinautum okkar!"
En síðan fór það þannig að ég átti ekkert val, því miður.
MR í úrslit Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tek vissulega undir það,hversu mikill fjársjóður við eigum,í ungu kynslóðinni.Því er það ófyrirgefanlegt,hvernig við sem eldri eru,hafi látið það viðgangast að steypa þjóðfélagiu í slíkan skít,sem yfir okkur hefur gengið.
Margt af okkar unga fólki,hefur lent í miklum hremmingum,þar er það hefur stofnað heimili,og er byrjað að halda þjóðinni við.Þetta fólk sem átti framtíðina fyrir sér,vel menntað og tilbúin í baráttu til framlegðar þjóðfélagsins,en lendur í afturslagi,sem getur skaðað framgöngu þeirra.Tapa öllum sínum litlu eignum sínum og trúnni um framtíðina.
Það hlýtur að vera skylda okkar alla,að stuðla að því að bjarga ,því sem bjargað verði,og meina ég að öll þjóðin verður að standa saman.Þeir einstaklingar,sem hafa aðstöðu til að bjarga sínu eigin skinni,og á kostnað annara bera að fyrirlíta.
Við viljum gagnsæi og heiðarleika
Ingvi Rúnar Einarsson, 13.3.2010 kl. 23:25
Ómar minn, við erum sammála um þetta unga fólk. Á síðustu 12 mánuðum hafa 2000 af þessu unga fólki komið út á atvinnumarkaðinn, en fær ekkert að gera. Auk þess hefur fjöldi ungs fólks sem var með stystu starfsreynsluna fengið reisupassann. Við höfum stjórnvöld sem annað hvort er alveg sama eða hefur engan áhuga á því að hefja sókn og stuðla að því að við nýtum þessa starfskrafta. Við getum verið sammála um að stóriðjustefnan er ekki það sem við viljum, en það eru til aðrar leiðir.
Sigurður Þorsteinsson, 13.3.2010 kl. 23:36
Nei, dýrin eru dýrmætasta auðlindin.
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 09:05
Rétt er að lofa það sem er vel gert, hjá öldnum sem ungum. Hrós er mikil hvatning. Engu að síðu skulum við hafa í huga að „millenials“ kynslóðin, 29 ára og yngri, gerði og gerir óraunhæfar kröfur.
Það var og er dekrað við þessa kynslóð, sem þar af leiðandi finnst hún hafa rétt (entitlement) á nær öllu sem lífið varðar. Hús eða íbúð, faratæki, fjölskylda, allt skal vera til reiðu að námi loknu.
Einmitt þessi kynslóð á því erfitt með að takast á við þær erfiðu aðstæður sem blasa við okkur nú og í náinni framtíð. Hinsvegar skulum við ekki gleyma hvaða þátt Gen Xers kynslóðin (30-45 ára) átti í hruninu.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 09:55
Páfagaukar, penir afar þar,
prúðuleikarar, emmerringar,
af kynslóðinni Eva X í,
sem einhver doktor var með rex í.
Þorsteinn Briem, 14.3.2010 kl. 11:09
Smá leiðrétting:
Páfagaukar, penir afar þar,
prúðuleikarar, emmerringar,
kynslóðinni Eva X í,
sem einhver doktor var með rex í.
Þorsteinn Briem, 14.3.2010 kl. 11:15
Ég vil þakka Ómari fyrir þennan jákvæða pistil í garð Gettu Betur og í garð ungs fólks. Það er dýrmætt þegar málsmetandi menn vekja athygli á því sem unga fólkið gerir vel. Og sem Gettu Betur -þjálfari í mínum skóla gleðst ég yfir áhorfi á þáttinn. Þótt hann gefi vissulega frekar einhliða sýnishorn af lífi framhaldsskólanema, þá er ekkert annað efni á sjónvarpsstöðvunum sem tengist þeim beint. Lið ME kom á Selfoss á föstudaginn og tók æfingakeppni við mitt lið, FSu, svo að sjálfsögðu hélt ég með þeim. Liðið virtist mér mjög vel undirbúið - þökk sé öflugum hópi sem stendur þeim við hlið - en því miður skoruðu þeir langt undir getu í hraðaspurningunum.
Hannes Stefánsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 12:20
Hárrétt, Haukur, en þetta er ekki þeim að kenna heldur eldri kynslóðunum sem nú eru á lífi og hafa stjórnað hér för síðustu hálfa öld.
Það voru ekki 29 ára og yngri sem stjórnuðu tímaritunum sem hrópuðu með myndbirtingum sínum:
"Sjáið þið allar brúðkaupsgjafirnar!" - Gaf henni BMW í afmælisgjöf! - "Sjáið alla dýru kjólana og skartgripina!" - "Glæsilegt sumarhöll!" o.s.frv...
Ómar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.