16.3.2010 | 00:22
Tvískinnungur í dýravernd.
Ýmis konar tvískinnungur hefur verið á kreiki varðandi dýravernd hér á landi. Fyrir um þrjátíu árum kom það upp að Íslendingum byðist að selja úsundir fjár til Arabalands, þar sem féð yrði aflífað með þess lands aðferð, sem er hin forna íslenska aðferð, stunga inn um hnakkagrófina.
Mikið ramakvein var rekið upp hér á landi vegna þess hve ómannúðleg þessi aðferð væri og varð ekkert úr þessari sölu af þeim sökum.
Ég leitaði þá sem fréttamaður að svörum hjá dýralæknum en enginn vildi láta hafa neitt eftir sér þótt mér skildist helst að þessi aðferð væri ekkert verri en að skjóta dýrin.
Jón Eiríksson, sem þá var dýralæknir á Egilsstöðum svaraði mjög skemmtilega: "Ég er ekki í neinni aðstöðu tl að dæma um þetta því að ég hef hvorki verið kind sem hefur verið slátrað í Arabíu eða á Íslandi."
Hins vegar liggur fyrir að geldiing geti verið sársaukafull aðgerð og því hefði mátt ætla að hér risi meiri andspyrna gegn misjafnlega vel heppnuðum geldingum en reis gegn hinni arabísku og forníslensku aflífun fjár á sínum tíma.
Ekki má gelda með hrúta- eða kálfatöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar hann er arabísk kind,
en engin finnst mér það nú synd,
gaman verður að geld'ann,
á glóðum síðan eld'ann.
Þorsteinn Briem, 16.3.2010 kl. 07:04
Steini Briem stundar flím,
steitir rím í vísulím.
Frekar him þú háðska kím
og heima glím við innra slím.
Steini Geirs (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:03
Flott kvæði hjá ykkur Steinunum. En Ómar, þú veist að það er ekki sama hvort Íslendingar eru að pynta dýr eða einhverjir Arabar. Dýraverndarlögin hjá okkur eru afar slakar og viðurlög við slæm meðferð dýra eiginlega engar.
Úrsúla Jünemann, 16.3.2010 kl. 12:30
Lög um dýravernd nr. 15/1994
Þorsteinn Briem, 16.3.2010 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.