17.1.2007 | 11:29
VANDI SAMFYLKINGARINNAR OG ANNARRA FLOKKA
Í bloggi í dag bendir Pétur Gunnarsson á þá staðreynd að samfylkingarfólk á Húsavík gefi út stuðningsyfirlýsingu við álver á Bakka á sama tíma og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé í heimsókn á staðnum, hugsanlega með í farteskinu stefnuskrá flokksins, "Fagra Ísland" eins og hún hafði með sér fyrir jól á baráttufund sem haldinn var í Skagafirði gegn virkjunum þar.
Þar sat hún á fremsta bekk með andstæðingum álvera og virkjana og sendi með því ákveðin skilaboð til þess samfylkingarfólks í Skagafirði sem stendur að undirbúningi fyrir virkjanir þar.
Þetta lýsir vandanum sem Samfylkingin glímir við í þessum málum og full ástæða er til að fjalla um síðar í tengslum við þá gölnu virkjanafíkn, sem ræður ferðinni á Íslandi um þessar mundir. Það mun ég reyna að gera síðar sem og að rýna í vanda og afstöðu annarra flokka í virkjanamálum.
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Mér finnst sorglegt að sjá hvað margir horfa blindir framhjá þeirri þróun sem á hér stað. Ég hugsa með skelfingu til þess að við drekkjum hér öllu hálendinu. Menn tala gjarnan og láta eins og ekkert annað sé hægt að gera en að sjálfsögðu er það veruleg brenglun á upplýsingum.
Það er eitt sem mig langar svo til að sjá en það er kort sem ég frétti að Landsvirkjun hafi hangandi uppi á vegg hjá sér og sýni það sem þeir álita góða virkjunarkost í framtíðinni. Mér skilst að þetta sé svona kort sem náttúruunnendur súpi hveljur yfir. Það væri flott ef þú ættir mynd af því sem gæti komið í myndasafnið hjá þér. Það gæti gefið fólki betri hugmynd um það hvað er verið að tala um stóra parta af landinu undir virkjanir.
Gangi þér allt í haginn með þessa síðu og vinnuna þína sem verður seint metin til fulls.
Kveðja Barbara Ósk Ólafsdóttir
Barbara Ósk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 13:16
Kannski verður virkjanapakkinn eitt af þeim spilum sem Samfylkingin mun nota til að komast undir sæng með Sjálfstæðisflokknum...
Að öðru. Ég vona að afi minn lesi þetta blogg þitt og sjái að heldri menn og konur geta líka bloggað.
-Gillimann hans afa síns.
Gillimann (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 13:29
Ég vona að Ísland verði ekki einn góðann veðurdag ein samfeld "Djúpavík" nútímanns.
G uðlaugur Hermannsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 14:28
Sæll Ómar,
Bíð spenntur eftir færslu þinni um vanda Vinstri grænna, en þeir voru einmitt í bæjarstjórn á Húsavík og samþykktu upphafið af þessu máli, þú þekkir það eflaust betur en ég þannig að ég bíð spenntur eftir færslu frá þér um vanda vinstri grænna vegna stuðnings þeirra í bæjarstjórn Húsavíkur um álver á Bakka.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 15:44
Sma athugasemd um mengun alvera:
Mig langar ad benda fylgjendum thessarar storidjustefnu a koldioxid-mengun fra alveri a staerd vid Fjarda-al.
Samkvaemt grein a Visindavef Haskola Islands mengar alver af slikri staerdargradu
svipad og ALLUR bilafloti Islands. Slaandi stadreynd, eg hvet ykkur til ad
skoda greinina en hana ma finna undir spurningunni: "Hvað mengar eitt
álver mikið í samanburði við bíl?" a www.visindavefur.hi.is
Einnig thurfa alver ad losa sig vid gifurlegt magn annarra urgangsefna og thau sem
eru ekki endurvinnanleg eru oft nytt sem landfyllingarefni. Ef lod Alcan i
Straumsvik er skodud ma sja stor svaedi (t.d. vestur fra steypuskala) thar
sem rusli i storum plast-strigapokum hefur verid komid fyrir (svo er
tyrft yfir med timanum..). Einnig er reynt ad fordast thaer albraedslur a dagvoktum sem gefa fra ser dokkan reykjarmokk vegna otta vid kvartanir fra almenningi. Thegar eg vann i steypuskala ('99-'04) notudum vid terpentinu i litratali til thvotta a steypumotum sem sidan var hellt beint i raesid og thadan rann hun til sjavar, thad thotti ekkert tiltokumal tha. Thessi daemi sem eg hef nefnt virdast kannski minnihattar en eru augljoslega hluti af miklu staerri heild.
Theim Islendingum sem geta ekki bedid eftir ad setja a sig steypuhjalminn og hlifdarfotin vil eg senda bjartar kvedjur um oftast naer einhaef storf i dimmum, heitum og rykmettudum salarkynnum, thar sem heilnaemi hvers hraefnis faer virkilega ad sogast inn um lungu og hud. Gledilega framtid.
Med kvedju,
Fyrrverandi starfsmadur steypuskala ALCAN, Motmaelandi staekkun thess fyrirtaekis og uppbyggingu a nyjum alverum og theirra orkuvera sem thau tharfnast.
Indiana Audunsdottir.
Indiana Audunsdottir (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:02
Þú ert sannarlega sverð okkar og skjöldur Ómar! Þér sé margföld þökk fyrir framgöngu þína. Það skiptir miklu máli að Hafnfirðingar hafni stækkun álvers í Straumsvik þannig að fólk staldri við og endurhugsi málin. Það er brýnt að skapa nýjan hugmyndagrundvöll í stað þeirrar einstefnu sem verið hefur. Það er ekki seinna vænna en að skiplagt og helst þverpólitískt starf hefjist um andstöðuna við stækkun álvers í Hafnarfirði.
Sigursteinn Másson
srm1@visir.is
Sigursteinn Másson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:13
Stóriðjustopp ?
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item87153/
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item90795
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item90863/
Pétur Þorleifsson , 17.1.2007 kl. 18:19
Mér fannst nú ágætt að vinna í kerskálunum í straumsvík, kerskálafólkið er auðvitað bara vitleysingar.
Á meðan ég er á móti frekari álbræðslum hér, og er sammála því sem Ómar m.a. er að segja, þá langar mig samt að mótmæla þessu með að störfin séu eitthvað annars flokks. Til að byrja með þá eru verkamannastörfin langtum fjölbreyttari og áhugaverðari heldur en það sem lítið menntuðu fólki býðst venjulega, t.a.m. afgreiðsla í verslunum, símavarsla og hvað það allt heitir.
Fyrir utan það vinna hjá álverunum fjölmargir menntaiðr einstaklingar, sem saman með starfsmönnum í verksmiðjunni sjálfri vinna sífellt að því að bæta vinnsluna og öryggi starfsmanna og draga úr mengunn.
Enda þótt jafnréttisáætlun Alcans hafi ekki gengið nógu vel upp varðandi verkamannastörfin, því svo fáar konur sækja um þau (venjulega eru þetta störf með tækjum sem ekki krefst líkamlegrar áreynslu), þá er annað uppi á teningnum á "skrifstofunni" - sem er stundum kölluð Kvennaathvarfið af þeim sem starfa í vinnslustörfunum.
Að þessu sögðu þá vil ég taka undir með ykkur sem hafa verið að segja að nú sé nóg komið. Neitum þeim um ódýru raforkuna og vonum að kostnaður við álvinnslu aukist. Þá fara álrisarnir e.t.v. að sjá sér meiri hag í því að endurvinna allt það ál sem þegar hefur verið og mun í framtíðinni verða framleitt.
) Nafnlausi Jón Dúddi Nonnason ( (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 00:21
Stefna Vinstri grænna í virkjanamálum og álverum er á hreinu. Einnig á Húsavík. Vinstri græn á Húsavík vilja ekki álver á Bakka. Að halda öðru fram er slappur útúrsnúningur, Sigurður Jónsson (athugasemd 4.) Með bestu kveðjum, Hlynur
Hlynur Hallsson, 18.1.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.