20.3.2010 | 15:41
Smæð okkar gerir dæmið sérstakast.
Það virðist taka tíma fyrir jafnvel þá sem best ættu að vita að kryfja hrunið mikla til mergjar og læra af því.
Strauss-Kahn er að reyna þetta með því að taka Ísland sem dæmi og sumt er þar ágætlega sagt og getur verið gagnlegt í umræðunni. Hann gerir þó ekki nóg í því að draga fram ábyrgð gistiríkja útibúa bankanna.
Eitt vantar þó sárlegast: Smæð íslenska ríkisins, sem er aðalatriði allra eftirmála hrunsins. Þetta lykilatriði veldur því að þótt heimfæra megi íslenska hrunið upp á önnur lönd gerir smæð Íslands sérstöðu okkar máls svo mikla að fram hjá henni má ekki víkja.
Hið sorglega dæmi frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alla tíð hafa Íslendingar vælt yfir því að þeir séu svo smá þjóð.
En við erum ekki dvergar.
Nema sumir.
Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 16:12
Hárrétt Ómar, og þessi vandi er mun útbreiddari og víðtækari en fólk á Íslandi virðist gera sér grein fyrir.
Bæði það, að svokölluðum sérfræðingum í fjölmiðlum erlendis hættir til að alhæfa og heimfæra kenningar sínar yfir á þessa dugmiklu en fámennu þjóð sem Íslendingar eru, án þess að taka tillit til mismunandi stærðar heimamarkaða, en líka og ekki síður að fréttaskýringar víðs vegar eru einfaldlega kolrangar.
Það er ekki lengra síðan en fáeinir dagar að Jyllandsposten hér í Danmörku greindi frá því að Íslendingar hefðu í þjóðaratkvæðagreiðslu neitað að greiða skuldir sínar. Punktur. Ekki var þar minnst á það einu orði að verið væri að semja um endurgreiðsluskilmála, frekar en hvort greiða eigi. Svona hluti þarf að leiðrétta, hver gerir það?
Ekki eitt einasta orð frá íslensku ráðafólki, engin leiðréttingarbeiðni frá sendiherra eða ræðismönnum, ekkert. Hvers vegna ekki? Er málið ekki nógu mikilvægt til að leiðrétta rangan fréttaflutning? Hefur íslenskt sendiráð í Danmörku kannski ekki efni á áskriftinni að JP? Eða eru menn hættir að lesa erlendar fréttir? (Talsamband við útlönd kannski lélegt í dag, hnútar á línunni?) Skiptir almenningsálit hjá nágrannaþjóðum okkar svona litlu máli?
Eða eru núverandi ráðamenn(og konur) að gera sömu mistök og útrásarvíkingarnir og gleyma því að þrátt fyrir að Ísland sé eyríki, þá þarf að sinna samskiptum við umheiminn?
Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 16:53
Halló Birgir. Hver hefði viljað taka að sér að leiðrétta það sem þú skrifar um. Enginn. Einfaldlega vegna þess að flestir sem tóku þátt í skrípaleiknum vildu koma því til skila að Íslendingar ættu ekki að borga krónu. Basta.
En hvað fámennið varðar megum við og umheimurinn þakka Guði fyrir það að við erum aðeins 300.000. Rétt ýmindið ykkur að við værum 3 milljónir, eða að útrásarfíflin hefðu verið 10 sinnum fleiri. Jesúspétur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:33
Ómar,
Góður punktur. Frakkar munu nota þetta sorglega íslenska dæmi sér til framdráttar sérstaklega í baráttunni við sjálfstæðisöfl í Frönsku Pólynesíu. Þeir og aðrir (Ástralir og Nýsjálendingar) segja við sínar nýlendur í Kyrrahafi, sjáið hvað verður um litlar eyjur sem ekki hafa stóra bróður til að passa þær. þær fara eins og Ísland, eyjan sem hafði allt. Hér erum við að tala um OECD land ekki Fiji og Tonga sem eru sjálfstæðar en allt logar í deilum og togstreitu og lífskjör eru lægri en á eyjum sem hafa tengsl við stóru löndin.
Hér er komið dæmi um eyju sem var efnahagslega rík en það dugði ekki. Er furða að Frakkar hlægi að okkur, við höfum gert þeim stórgreiða. Nú er engin hætta á að Tahíti verði sjálfstætt ríki um langan tíma.
Andri Geir Arinbjarnarson, 20.3.2010 kl. 17:54
Haukur Kristinnsson þú ert nú eithvað að ruglast núna. Höfundar og helstu þátttakendur skrípaleiksins vildu eimitt að Íslendingar borguðu allt í topp, burt séð frá því hvort þeim bæri skylda til eða ekki. Lögðu meira að segja ráðherrastólana sína undir en drógu það svo til baka þegar á reyndi.
Þessi ríkistjórn er að gera sömu mistökin og sú fyrri að gleyma eða láta hjá líða að kynna okkar málsstað erlendis eins og Birgir, eins og svo margir aðrir hafa bent á.
Nú hefur heldur réttst okkar hlutur og málsmetandi menn úti í heimi sjá hve ósanngjarn málatilbúnaður Breta og Hollendinga er. Þar ber þó síst að þakka ríkistjórninni sem hefur lítið lagt af mörkum í þá veru.
Skrípaleikur þeirra, þjóðkjörinna fulltrúa, að sitja heima í þjóðaratkvæðisgreiðslu vakti þó einhverja athygli þó líklegt verði að telja að ekki hafi það aukið virðingu erlendra ráðamanna fyrir þeim íslensku og var það þó ekki mikið fyrir samanber hvernig bréf og óskir Jóhönnu um fundi var hundsað af kollegum hennar erlendis.
Tilraun Jóhönnu til að kalla þjóðaratkvæðagreiðslu skrípaleik hitti hana sjálfa fyrir. Þjóðaratkvæðagreiðsla um að fella úr gildi lög í landinu er alvarlegt mál sem fólk með sjáfsvirðingu tekur alvarlega. Fólk sem ekki virðir kosnigarétt sinn og annara á ekki mikla virðingu skilið.
Skrípaleikurinn sem Jóhanna og Steingrímur settu á svið, að hundsa atkvæðagreiðsluna, náði sem betur fer ekki ekki almennri hylli enda væri þá illa fyrir okkur komið. Mér sem Íslendingi sárnar þó að fimmtungur þjóðarinnar hafi látið hafa sig í fíflaganginn með þeim.
Landfari, 20.3.2010 kl. 19:23
Ómar. Smæð okkar gerir okkur sterk vegna þess að við höfum möguleika á að ná til allra.
Það getum við í þessu litla "þjóðar-fyrirtæki" sem Ísland er!
Ísland er í raun bara lítið fyrirtæki og okkur vantar réttlátann og hlutlausann forstjóra, sem hægt er að treysta!
Þegar byrjað er að ræða réttlæti og heiðarleika finnst í raun öllum Íslendingum það sama! Þjóðfundurinn sýndi það og sannaði!
Þetta er ekkert flókið!
Samstaða um velferð allra er aðalmálið?
Einfaldleikinn er vanmetinn, á meðan flókið meta-svika-fræði-rugl fær alla athyglina? Og bara til vandræða!!! Eða hvað? M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2010 kl. 19:26
Landfari. Ég nenni ekki að eyða tíma í langan texta og leyfi mér því að copy-paste Jón Ólafsson, heimsspeking. Hann hefur skrifað mikið og skynsamlega um skrípaleikinn, sem margir eru farnir að skammast sín fyrir. Fyrirsögn í einu þekktasta dagblaði álfunnar, NZZ, Sviss, var þessi; Das Icesave-Referendum wird zur Farce. Island stimmt über einen überholten Gesetzesvorschlag ab. Jón Ólafsson.„Sýndaratkvæðareiðsla gegn heilbrigðri skynsemi Það er eitt grundvallaratriði lýðræðislegra stjórnmála að móta kosti á sanngjarnan og eðlilegan hátt þannig að þegar mál eru leyst með atkvæðagreiðslu sé um skýra og raunverulega valkosti að ræða. Atkvæðagreiðsla þar sem venjulegu skynsömu fólki er boðið upp á að velja á milli kosta sem eru í raun engir kostir er útúrsnúningur á lýðræðinu. Þá er atkvæðagreiðslan ekki lengur aðferð til að velja á milli umdeildra kosta, heldur einskonar sýning, sýndaratkvæðagreiðsla notuð til að sýna umheiminum eitthvað frekar en til að velja.Ég verð að segja eins og er að mér finnst lítið spennandi að taka þátt í sýndaratkvæðagreiðslu. Sýndaratkvæðagreiðsla er móðgun við heilbrigða skynsemi og réttsýni fólks, rétt eins og sýndarréttarhöld og spuni fjölmiðla og stjórnmálamanna.“
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 20:10
Stærðin hefur ekkert að segja,
heldur hvernig þú notar verkfærin sem þú hefur.
villa (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 21:20
Vil minna á að Samfylkingin einn flokka, samhljóða, á Alþingi Íslendinga vildi láta samþykkja fyrsta Icesave samninginn, óséðan, og ´siða þegar Alþingi samþykkti fyrirvara og þeir voru ekki samþykktir af Bretum og Hollendingum, þá þá vildi Samfylkingin einn flokka samhljóða, láta samþykkja afarsamning.
Sigurður Þorsteinsson, 20.3.2010 kl. 23:22
Það er bersýnilegt Haukur að þessir blaðamenn í Sviss þekkja ekki stjórnarskrána okkar og það er hægt að fyrirgefa þeim það. Það sýnir sig hinsvegar að heimsspekingar geta verið mis gáfulegir. Hvað vildi þessi tilvitnaður Jón Ólafsson gera? Sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni og brjóta þannig gegn stjórnarskránni og láta lögin um afarkjörin standa?
Það var um tvo raunverulega kosti að ræða í þessari atkvæaðgreislu. Annars vegar að hafna þeim lögum sem alþingi samþykkti í desember og öðluðust gildi í janúar 2010. Hinsvegar að samþykkja þau. "Já" eða "Nei". ekki mjög flókið, hvorki fyrir heimsspekinga né heimskingja.
Þetta bull í Jóhönnu að það væri ekkert að marka þessi lög sem hún hafði barist fyrir og fengið samþykkt, af því að Hollendingar og Bretar hefðu ljáð máls á betir kjörum var stórhættulegt einföldum sálum eins og þú og áðurnefndur Jón virðist vera.
Það er engu líkara en þið virðist ekki gera ykkur gein fyrir að þó að forseti synji lögum staðfestingar þá taka þau samt gildi og gilda þangað til þeim er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þú ert kanski búinn að gleyma því hvað Steingrímur hélt lengi fram áróðri fyrir að menn samþykktu þennan samning.
Að kalla þetta sýndar atkvæðagreiðslu er léleg afsökun þeirra sem áður hvöttu til þess að samningurinn yrði samþykktur vegna þess að þeir trúðu Jóhönnu og Steingrími í blindni að ekki næðust betri kjör. Þeir vildu ekki viðurkenna villu síns vegar frekar en Jóhanna og Seingrímur og fóru bara að hrópa "Allt í plati. Allt í plati" eins og smákrakkar þegar þau sáu hvernig þau voru að klúðra okkar málum.
Að kallla þessa atkvæðagreiðslu "sýndaratkvæðagreiðslu" er eini útúrsnúningurinn á lýðræðinu sem sýndur var. Það gerðu þeir sem voru nógu skýrir í kollinum til að sjá að þeirra fyrri afstaða að segja já væri ekki gáfuleg. En voru aftur á móti ekki nógu stórar sálir til að viðurkenna það.
Landfari, 24.3.2010 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.