Lítið, sætt og feimið.

Gosið í Eyjafjallajökli er hið tuttugasta í rððinni á 47 árum sem ég er að stjákla í kringum, - að þessu sinni á jörðu niðri. Það fyrsta var Surtseyjargosið 1963 en ég átti ekki fyrir því að fara og skoða Öskjugosið 1961. 

Þetta litla og sæta gos á Fimmvörðuhálsi lítur út eins og risastór afmæliseldterta á myndum og var svo vinsamlegt að taka smá eldsúludans áður en það varð feimið og faldi sig í kófi skýja og skafrennings, sem er á ofanverðum Fimmvörðuhálsi.

Áður en þessum bjarta súludansstað náttúrunnar var lokað náðu ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn mjög góðum myndum á meðan sveimað var yfir því.

Þegar svona atburðir gerist þurrkast út skil dags og nætur, svefns og vöku hjá þeim sem við það vinna að flytja af því fréttir og upplýsingar. Fólk verður einfaldlega ekki syfjað fyrr en eftir á, þótt vakan sé orðin 30 klukkustunda löng.

Í Kröflueldunum í gamla daga gat vakan orðið 2-3 dagar með nær engum svefni. En þeir voru líka svo einstakir á alla lund. Slíkt sjónarspil landreks og sköpunar upplifa fáir í návígi.

Þess vegna er lítið, sætt og feimið gos svo heillandi, þrátt fyrir allt því það bankar í gamlar og ógleymanlegar minningar sem fangaðar voru á filmu og tónbönd.  

 


mbl.is Gosórói að minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það fer enginn með tærnar þar sem þú hefur hælana Ómar

Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 01:42

2 identicon

Sæll Ómar

Það er þá hægt að kalla fjallið Skjaldborgu eftir ríkisstjórninni. Fullt af væntingum og svo kemur eitthvað lítið og sætt.

kær kveðja

Björn Vernharðsson

Björn Vernharðsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband