Enginn er fullkominn.

Það er jafngamalt mannkyninu að skreyta sig með stolnum fjöðrum eins og það er orðað og aldrei þykir það lúalegra en þegar stolið er frá afburðafólki eða úr frægum verkum.

Þó er það svo að enginn er fullkominn, hvorki Obama né Oprah Winfrey. 

Eitt athyglisverðasta dæmið um það var þegar upplýst var á dögunum að Obama gæti ekki hætt að reykja þótt hann margreyndi það, þessi ímynd viljastyrks og hæfileika. 

Ekki nóg með það heldur var líka upplýst um feluleikinn og sjálfslýgina sem fylgir fíkn og fíklum og hann hefði ástundað til þess að breiða yfir þennan veikleika. 

Obama er að vísu vorkunn því að nikótín er skæðasta fíkniefni heims. 

Tölurnar tala sínu máli: 8% þeirra sem byrja að reykja hass missa stjórn á neyslunni. 13% þeirra sem byrja að neyta áfengis missa stjórnina, 18% þeirra sem byrja á kókaíni og 23% þeirra sem byrja á heróinneyslu. 

En, - takið eftir, - ekkert af þessu kemst nálægt nikótíninu. 33% þeirra sem byrja að reykja geta ekki hætt því! 


mbl.is Stal frá Obama, Harry Potter og Oprah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan hefurðu þessar tölur, Ómar? Mig langar dálítið að vita það því ég hef einmitt alltaf sagt að sígarettur væru hættulegasta og skaðlegasta fíkniefnið af þeim öllum og að t.d. áfengi væri mun skaðlegra en hass/marijúana/kanabis.

Mér hefur oft fundist fíkniefnaumræðan vera á villigötum af þessum sökum. Menn fordæma eitt og banna það, en selja svo og kaupa hitt sem er mun verra ... og sjá ekkert athugavert við þá mótsögn sem í því felst.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Landlæknir varaði við fíkniefna-stríði fyrir nokkrum mánuðum.

Kanabis er víst ekki svo hættulegt! Þó er kanabis-ræktun og notkun sett á dauðastall þegar kemur að úrskurði lög-gjafa-valdsins?

Sem líklega er með í kanabis-gróða-ræktuninni?

En það er treyst á að enginn þori að segja frá því? Ég hvet alla til að segja frá og fá leyfi fyrir því sem er minna hættulegt en leyfðar sígarettur alheims-mafíunnar!

M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 22:08

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru nokkur ár síðan ég lagði þessar tölur á minnið. Gallinn við þær er að vísu sá að það er mjög einstaklingsbundið hvaða fíkniefni fíkillinn er veikastur fyrir.

Faðir minn heitinn fór í meðferð vegna áfengisfíknar en hann gat alla tíð reykt eða reykt ekki að vild og virtist nikótínið ekki hafa minnstu áhrif á hann. 

Á hinn bóginn var móðir mín eins og Obama, gat ekki með nokkru móti hætt að reykja og öfundaði mann sinn af því að geta látið reykingar eiga sig vikum saman og síðan reykt öðrum til samlætis eftir því sem vindurinn blés. 

Þegar einn af bestu vinum mínum, sem hafði neytt allra mögulegra fíkniefna, tókst í lokameðferð sinni að skella í lás fyrir þeim öllum, - nema reykingum, sagði hann mér frá því að ef einhver óvildarmaður hans vildi fá hann til að falla, myndi sá hinn sami lauma hassmola í gluggakistuna hjá honum.

Fyrir hann voru hassið og nikótínið erfiðust og það tók hann allmörg ár að sigrast á nikótínfíkninni eftir að öll önnur fíkniefni höfðu verið yfirunnin. 

Ég þekki tvo menn geta með engu móti hætt að reykja en tyggja þó nikótíntyggjó til þess að minnka reykingarnar! 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 00:43

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver og einn hefur "sitt" fíkniefni, ef svo má að orði komast.... eða m.ö.o. "hver og einn hefur sinn djöful að draga".

Þessar tölur eru í samræmi við minni mitt úr fréttalestri um þetta mál fyrir nokkrum árum síðan. Það vakti athygli mína þá, jafnt sem nú, hversu lág áhættufíknin er varðandi kannabis.

En.... eins og áður sagði.... hver hefur sinn djö....

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 05:00

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég get susum tekið undir, en hvernig í ósköpunum tengist efni pistilsins hinni viðtengdu frétt?

Brjánn Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 05:17

6 identicon

Þó svo eitthvað af þessum óþverra er minna hættulegt en það sem er löglegt, þá þýðir það ekki að það sé hættulaust og eigi að löglega það,heldur á að reyna að koma því löglega í burtu.

Loki (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 10:09

7 identicon

Seint sé ég það nú gerast að áfengi verði aftur bannað á Íslandi. Og á meðan Ríkið "græðir" á sölu tóbaks, þá fer það líka seint út ... þannig að það er afskaplega tómt mál og linur málflutningur, eiginlega bara mjálm, að tala um að það eigi að koma þessum fíkniefnum út.

Og á meðan neytandinn er til og heldur uppi eftirspurn mun framboðið vera til staðar á hinum fíkniefnunum líka.

Eini munurinn er að sala á fíkniefnunum áfengi og tóbaki eru undir opinberu eftirliti á meðan hin eru seld og keypt í undirheimunum með öllu sem þeim heimi tilheyrir.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 11:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk á að taka tillit til annarra í þessum efnum. Það á því ekki að keyra drukkið eða útúrdópað, eins og margir gera, líkt og dæmin sanna.

Ég hætti að reykja til að hlífa vinnufélögum mínum á Mogganum og syni mínum við tóbaksreyk en ekki til að hlífa minni eigin heilsu eða spara á því peninga.

En frekar vildi ég nú sjá fólk reykja sígarettur en vera í kókaíni eða heróíni.

Þorsteinn Briem, 5.4.2010 kl. 11:30

9 identicon

Ég er nú ekki endilega að tala um að banna áfengi eða tóbak heldur að reyna koma því út á annan veg  með fræðsl.

Og ég verð nú að segja að ég sé sammála Steina Briem með sígaretturnar

Loki (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 12:12

10 identicon

 ... eins og ég sagði ... umræðan um þessi mál villist strax af leið og fer í raun nánast alltaf út í tóma vitleysu vegna þess hve mótsagnirnar í málflutningnum eru miklar.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:34

11 identicon

hvernig hefur þetta villst af leið Gerfill við erum bara að tala um hvað okkur finnst

Eins og ég sagði í mínu firsta kommenti þá virðist alltaf einhver vilja lögleiða þetta bara vegna þess að það er talið vera minna ávanabindandi en það sem er þegar löglegt .

Ég er á móti því vegna þess að ég held að það verði bara viðbót við það sem fyrir er.

Loki (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband