Verður að vera önnur leið fyrir hendi.

Yfirleitt er það skilyrði fyrir innheimtu vegtolla að vegfarendur eigi kost á að aka aðra leið, ef þeir fara ekki leiðina, þar sem vegtollurinn er innheimtur.

Þannig er í pottinn búið í Hvalfjarðargöngum og þannig er það víðast í nágrannalöndunum. 

Að vísu er Hvalfjarðarleiðin 41 km lengri en leiðin um göngin, en óvíða er munurinn svona mikill. 

Ef beita á þessu sjónarmiði er augljóst að Vaðlaheiðargöng myndu falla undir þessa skilgreiningu því að þar ættu vegfarandur völ á að aka yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni ef Víkurskarðsveginum yrði ekki haldið við. 

Fráleitt væri að taka vegtoll af framkvæmdum á Suðurlandsvegi vestan við Litlu Kaffistofuna því að þá ættu ökumenn ekki aðra völ en að fara um Nesjavallaveg, Grafning og Ölfus ef þeir þyrftu að aka milli Reykjavíkur og Hveragerðis og sú leið er bara allt of löng til þess að hægt sé að benda á hana sem valkost. 

Á einstökum köflum milli Litlu Kaffistofunnar og Hveragerðis ættu ökumenn hins vegar völ á gamla Svínahraunsveginum eða Þrengslaveginum eftir atvikum. 

En samgönguráðherra er í vanda. Hann er landsbyggðarþingmaður og Vaðlaheiðargöngin í hans kjördæmi.

Ef hann skellir vegtolli á Vaðlaheiðargöng myndu Akureyringar, Þingeyingar og aðrir vegfarendur um hringveginn spyrja hvers vegna ekki sé tekinn tollur af umferð um 11 milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem þjóna aðeins litlu broti af þeim fjölda sem myndi nota Vaðlaheiðargöng. 

Langlíklegast er að vegna "byggðasjónarmiða" verði ekki tekinn tollur af Vaðlaheiðargöngum heldur bara af Suðurlandsvegi þótt slík tolltaka yrði í sérflokki hvað snerti ósanngirni í garð vegfarenda á þeim slóðum. 

Engin hætta er á að þingmenn Reykjavíkur mögli því að fyrir því eru nánast engin fordæmi. Frekar er mögulegt að þingmenn Suðurkjördæmis yrðu óhressir. 


mbl.is Alfarið á móti vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Var ekki innheimt gjald lengi vel af þeim sem óku nýja Keflavíkurveginn?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.4.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Man einhver eftir Sundabrautinni?

Guðmundur St Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 15:48

3 identicon

Ég tek undir að það áhyggjuefni FÍB að þessir skattar verið til frambúðar. Við sjáum það á Hvalfjarðargöngum sem, eftir því sem mér skilst, eru búin að borga sig upp en þrátt fyrir það er enn verið að innheimta vegtolla þar í gegn. Að vísu voru vegtollar á Reykjanesbraut eftir að hún var steypt á sínum tíma og þeir síðan aflagðir, en það er einhvern veginn annarskonar hugsun í dag.

Þessi ríkisstjórn virðist ekkert geta gert nema að auka skattheimt og fyrri ríkisstjórnir, með sjallana í forsæti, juku líka almenna skattheimtu (lækkuðu reyndar tekjuskatt en hækkuðu og bættu við jaðarskatta í staðinn).

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Engar líkur á gjaldtöku við væntanleg Vaðlaheiðargöng. Umferð þar er ekki nógu mikil til þess að það borgaði sig.

Sigurður Haukur Gíslason, 6.4.2010 kl. 16:05

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Er ekki líka fyrir löngu kominn tími til að öll atkvæði í alþingiskosningum vega jafn mikið, burtséð hvar á landi búið er? Þetta kjördæmapot sem á sér ennþá stað er náttúrulega alveg óþolandi.

Mjög mikilvægur punktur í sambandi við vegtolla er auðvitað að fólkinu er gefið val um hvort það notar hraðbrautir með vegtolla eða aðra vegi án gjaldtöku. Og þurfum við í raun og veru alla þessa vegaframkvæmdir? Ég vildi helst að mínir skattpeningar færu í annað en malbíkk.

Úrsúla Jünemann, 6.4.2010 kl. 16:13

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurður Haukur,  er það þá ekki rök með vegtollum að forsendan er að vegaframkvæmdin sé arðbær?  En þarf þá ekki líka að reikna þann óbeina kostnað sem slysin á Víkurveginum kosta til lengri tíma?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 16:20

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Jóhannes! Að mínu mati eiga ekki að vera vegatollar á Íslandi. Skil ekki af hverju þarf að borga í Hvalfjarðargöngin en ekki í nein önnur göng á landinu. Bensínskattur er réttlátasta innheimtan. Þeir sem keyra mikið borga mikið.

Sigurður Haukur Gíslason, 6.4.2010 kl. 16:40

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Í fljótu bragði virðist þetta með bensínið vera sanngjarnt Sigurður, þar til við finnum út að það eru kannski ungu fjölskyldurnar sem eru að byrja að koma undir sig fótunum sem keyra mest, fara með og sækja börn á leikskóla/skóla/íþróttir/félagsmál, koma sér í/úr vinnu og allt í tímahraki sem oftar en ekki útilokar almenningsvagna.

Og Ómar ! þetta er rétt hjá þér, hvað varðar val um aðra leiðir framhjá tollhliðum  t.d. hér í Noregi sem eru heimsmeistarar í vegatolli, en það gildir aðeins um stofnæðar/þjóðvegi meðan mér sýnist þessi tillaga líkjast því sem kallað er "bomring" hér, þ.e. loka stærstu bæina inni með tollhliðum, reyndar gert í nafni "umhverfisverndar" en er auðvitað bara enn einn skattur, en ég var með "pælingar" um þetta og ýmsar lausnir sem nágrannalöndin hafa gert, í gær hérna:  http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1038534/ 

Góðar stundir kæru landar og standið ykkur nú ;)

Kristján Hilmarsson, 6.4.2010 kl. 18:19

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vegtollur er náttúrulega réttlátasta skattheimtan. Þar borgar sá sem nýtir. Bensíngjald mundi leggjast mun þyngra á t.d leigubíla sem aldrei fara útfyrir höfuðborgarsvæðið. Er ekki nóg komið af tilfærslum og niðurgreiðslum í þessu volaða landi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 19:15

10 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ef vegtollur á að vera réttlátasta skattheimtan þá á að rukka fyrir umferð í öllum jarðgöngum á landinu, ekki bara í Hvalfirði.

Sama á þá að gilda um þjóðveg eitt. Ekki gengur að rukka fyrir umferð á suðurlandi en ekki norðurlandi.

Sigurður Haukur Gíslason, 6.4.2010 kl. 19:35

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Enga nýja skattheimtu í formi vegatolla!!! Nóg er nú þegar. látið ykkur ekki detta í hug að slakað verið á einhverjum álögum á móti.

Svo er löngu vitað mál að pólitíkusum er alls ekki treystandi til að láta gjaldstofna í formi skatta rata rétta leið - nefskattur vegna RUV er nýjasta dæmið. Síðan er klárt að þegar skattur er einu sinni kominn á verður honum ekki aflétt þótt frjósi í helvíti.

Svo heyrði ég í kvöld þann rökstuðning að þarna væri sanngjörn leið til að skattleggja raf-, metan- og vetnisbíla til jafns við aðra... með því að setja GPS kubb í bíla.

Það er ekki laust við að maður finni ylinn af "stóra bróður" í þessu máli

Haraldur Rafn Ingvason, 6.4.2010 kl. 20:56

12 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Já einmitt Haraldur,þetta er akkúrat málið GPS kubbur og stóri bróðir andar ofan í hálsmálið hjá okkur.Þetta er ljóta helf bullið!

Þórarinn Baldursson, 6.4.2010 kl. 22:16

13 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Mér þætti gaman að sjá framkvæmdina á því að setja ferilvöktunar búnað í gegnum GPS/GSM í alla bíla til að fylgjast með akstrinum...

Í fyrsta lagi er svona búnaður ásamt ísetningu ekki undir 40þús kr, f. utan mánaðargjald. Nema það ætti náttúrulega að lesa af þessu einusinni á ári. Væri gaman að sjá það í framkvæmd.

Ég ætla svosem ekki að hallmæla þessu of mikið, enda hef ég lifibrauð af því að vinna í kringum svona búnað.

Viðhald, yrði allverulegt, nema fólk sé tilbúið að láta bora göt í toppinn á nýju fínu bílunum sínum, til að þóknast lénsherrunum, ásamt því að búnaðurinn sem um ræðir hlyti að vera af ódýrustu sort, enda má ekki kostnaðurinn við ferilvöktunina brenna upp arð við innheimtuna á vegtollinum.

Svo væri nú hægðarleikur fyrir þá sem aka mikið, að finna hinar ýmsu leiðir til að rugla búnaðinn, sjálfsagt kæmi svartamarkaðsbrask með tæki til að festa ferilvöktunina á ákveðnum stað.

Svo þætti mér gaman að sjá hvernig þeir ætla að skattleggja hálendisvegina...

Svona búnaður gengur í iðnaðartækjum, en ekki almennum heimilisbíl. Sem betur fer, og á sama tíma, því miður.

Ég keyri mikið, og ég borga mikið í bensín, því ég vinn 50km frá heimili mínu, ég þar með borga upp mitt slit á vegum með mínum bensínsköttum, það þarf ekkert að rukka mig um meira. Nóg er gert af því nú þegar. Enda brenna upp mánaðarlaunin í því að mæta í vinnu...

Kær kveðja, Samúel Úlfr

Samúel Úlfur Þór, 7.4.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband