Hefur gerst áður. Einstæðar myndir 1984.

Þrívegis áður hafa náðst kvikmyndir af því þegar jörðin rifnar upp og jarðeldurinn brýst upp í logum, sem minnir á eldrautt, tennt sagarblað, sem sagar jörðina í sundur og eldtennurnar standa upp í loftið.

Þetta var í Kröflueldum sumarið 1980, í janúar 1981 og í október 1984. 

Bestu og einstæðustu myndirnar náðust í síðasta gosinu, í október 1984, þar sem myndavélin gengur í myrkrinu og allt er svart uns skyndilega er eins og eldshnífsblað risti jörðina upp.

Slíkar myndir hafa aldrei náðst, hvorki fyrr né síðar.  

Síðan kemur annað hnífsblað í beinni línu frá því fyrsta og eftir það lengist eldraufin og nýjar og nýjar tennur á eldsöginni koma upp þar til við blasir langur og hár eldveggur, mun lengri en eldveggurinn á Fimmvörðuhálsi. 

Kvikmyndirnar sem fyrir hendi eru frá Kröflueldum eru lykillinn að virði svæðisins sem á sér engan líka í heiminum. 

 


mbl.is Vísindamenn í stúkusæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er smuga að þær myndir fari á netið?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.4.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tók þessar myndir á sínum tíma úr lofti fyrir Sjónvarpið og Sjónvarpið á þær. 

Þær er til dæmis að finna í þættinum "Þegar allt gekk af Kröflunum" sem var sýndur rétt fyrir jólin 1995 þegar 20 ár voru frá upphafi Kröfluelda. 

Ómar Ragnarsson, 7.4.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég sem ætlaði í sprunguna á Fimmvörðuhálsi, en hætti við vegna myndanna, og svo eru engar myndir!!!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.4.2010 kl. 21:41

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta var mjög eftirminnilegt hjá þér Ómar, ég minntist einmitt á þetta um daginn. En hverjar vöru tölurnar, þ.e. sekúndurnar sem þetta tók, lengd sprungunnar og hæð eldveggjarins. Manstu það?

Ívar Pálsson, 7.4.2010 kl. 21:44

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég man ekki nákvæmar tölur, en ég man að til þess að þetta sæist sem best, sýndum fyrst, hvernig það gerðist eins og hendi væri veifað, á nokkrum sekúndubrotum og sekúndum, en létum síðan hægja stórlega á myndinni til að sjá þetta betur.

Eldstólparnir og eldvegggurinn voru ekki mikið hærri en á Fimmvörðuhálsi, en hins vegar miklu lengri og hraunflæðið margfalt meira.  

Ómar Ragnarsson, 7.4.2010 kl. 22:09

6 identicon

Ég mun aldrei gleyma þessu myndbroti þínu Ómar frá Kröflueldu, þegar jörðin rifnaði.  Merkilegasta myndbrot Íslandssögunnar. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 22:54

7 Smámynd: Njörður Helgason

Myndirnar þínar frá Kröflu eru ógleymanlegar. Hef beðið eftir Kötlu frá fæðingu en þessar voru flottar.

Ég er viss um það Ómar að þessir hlekkir af hlaðvarpi RUV eru eitthvað fyrir þig Ómar og aðra:

Ég hlustaði á óskaplega skemmilega þætti á hlaðvarpinu í gær. Þættina Gatan mín með Jökli heitnum Jakobssyni. Þetta eru tveir þættir sem teknir voru upp í Vík í Mýrdal með Páli Heiðari Jónssyni, Sigurði Gunnarssyni. Fyrri hlutinn: http://podcast.ruv.is/gatan_min/2010.01.16.mp3 Og seinni hlutinn: http://podcast.ruv.is/g...atan_min/2010.01.23.mp3. Þættirnir frá því um vorið 1973.
Fróðlegir um mennina og sögu staðarinns.

Njörður Helgason, 8.4.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband