Karakter hjá mínum mönnum.

Handknattleikslið Fram hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á þessu keppnistímabili. Bundnar voru miklar vonir við liðið í byrjun móts en síðan kom alveg einstakur hrakfarakafli þar sem stefndi í algert afhroð og sneypu.

En liðið sýndi karakter og tókst af miklu harðfylgi og seiglu að komast úr fallhættu með fínum endaspretti. 

Ég óska mínum mönnum til hamigju með þetta en sendi jafnframt samúðarkveðjur til Patreks og Stjörnumanna, sem voru því miður í veginum fyrir Framliðinu í lok mótsins. 


mbl.is Stjarnan fallin úr úrvalsdeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki vissi ég að þú værir Frammari Ómar. Heldurðu líka með Fram í fótboltanum?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 23:49

2 identicon

... kannski kjánalega spurt. Frammari er Frammari.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 23:52

3 identicon

... og já, glæsilegt hvernig þeir púsluðu sig saman á endasprettinum eftir strögglið.

Þeir eiga hrós skilið fyrir að sýna það sem kallað er "karakter" - nokkuð sem enginn getur í raun skilgreint hvað, nákvæmlega, er.

Samt held ég að Ólafur Stefáns hafi fyrstur manna skilgreint þetta hugtak, "karakter", almennilega og á mannamáli þegar hann sagði: "Þetta er ... bara ...svona ... 'bíbb'!"

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 23:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Faðir minn varð Íslandsmeistari í 1. flokki aðeins 17 ára gamall og valinn efnilegasti leikmaður félagsins.

Árið eftir var ég skráður í Fram nokkrum mánuðum fyrir fæðingu og ég á því sjötugsafmæli sem Framari í sumar, áður en ég á hið hefðbundna afmæli !

Ómar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 01:16

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, þetta fór betur en á horfðist á tímabili. gott að fá þessa gleðifregn svona fyrir háttinn :)

Brjánn Guðjónsson, 9.4.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband