Örlagadagur Íslendinga.

Dönum þykir slæmt hve fáir af yngri kynslóðinni þekkja merkingu 9. apríl 1940. Líklega eru aðeins örfáir þessarar kynslóðar hér á landi sem vita hvaða merkingu þessi dagur hafði fyrir sögu Íslands. 527344b-1.jpg

Hún var einfaldlega sú að þjóðhöfðingi Íslands og yfirstjórn utanríkismála voru hertekin af Þjóðverjum og að Íslendingar urðu að bregðast við því með því að taka stjórn allra sinna mála í eigin hendur þegar í stað. 

Alþingi ályktaði að vegna þess að konungur og danska utanríkisþjónustan væru ófær um að fara með mál Íslendinga yrði sett á fót embætti ríkisstjóra Íslands sem síðar breyttist í embætti forseta Íslands. 180px-bundesarchiv_bild_146-2005-0011_fw_200_979562.jpg

Hernám Danmerkur varð til þess að Bretar hernámu Ísland mánuði síðar, 10. maí, en enginn atburður 20. aldarinnar hafði meiri áhrif hér á landi að mínu dómi. 

Aðgerð Þjóðverja fyrir réttum 70 árum hét Weserubung og í nyrðri hluta hennar fólst hernám Noregs, sem Bretar höfðu talið óhugsand. 

Lykillinn að hernámi Noregs var að með atbeina 1000 flugvéla náðu Þjóðverjar yfirráðum í lofti yfir landinu og gátu haldið breska flotanum frá nógu lengi til þess að eftir stórsókn á vesturvígstöðvunum neyddust bandamenn til að hörfa frá Noregi við sneypu. p1010702_979557.jpg

Ófarirnar í Noregi leiddu til afsagnar Chamberlains eftir "Noregskappræðuna" í breska þinginu.

Í kjölfar hernáms Breta á Íslandi gerðu Þjóðverjar pottþétta innrásaráætlun í Ísland, en skorti forsenduna fyrir því að þeir gætu haldið landinu, en hún var sú að ráða yfir því í lofti.

Sú forsenda var raunar fyrir hendi í formi frábærs flugvallarstæðis norðan Brúarjökuls sem þó var aldrei notað.

Í heimildamynd, sem ég hef lagt drög að, er leitað skýringa á því hvers vegna þetta stórkostlega tækifæri Þjóðverja til að breyta gangi stríðsins var ekki notað. 

Sú saga er bæði myndræn, dramatísk og áhrifarík. 


mbl.is Þekkja ekki sögu 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki ástæðan staðsetningin sjálf ?  Hún er uppi á regin öræfum Íslands. Bara aðflutningar og uppbygging hefðu verið miklum erfiðleikum háðar. Bara eldsneyti á flugvélarnar -hvernig átti að koma því á staðinn og hvaðan ?

Sævar Helgason, 9.4.2010 kl. 09:51

2 identicon

Mikið laukrétt. Í raun má segja að fyrsti sjálfstæðisdagur Íslendinga hafi runnið upp morguninn 10. Apríl 1940. Þessu er vel lýst í bók Thors Whitehead, Milli vonar og ótta.

Hérna hnökraði ég á lítilræði:

" Lykillinn að hernámi Noregs var að með atbeina 1000 flugvéla náðu Þjóðverjar yfirráðum í lofti yfir landinu og gátu haldið breska flotanum frá nógu lengi til þess að eftir stórsókn á vesturvígstöðvunum neyddust bandamenn til að hörfa frá Noregi við sneypu."

Það má bæta

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 10:07

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á fjórða áratug síðustu aldar voru Þjóðverjar duglegir að hjálpa Norðmönnum við uppbyggingu á orkuverum og stórfyrirtækjum. Þeir höfðu því tækifæri til að kortleggja Noreg mjög nákvæmlega. Talið er að þeir hafi verið búnir að þessu og það hafi auðveldað þeim að ná yfirráðum á svo skömmim tíma. Einnig voru þeir búnir að koma sínu fólki fyrir í stjórnkerfinu.

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Logi, þetta stenst engan veginn:

"Í raun má segja að fyrsti sjálfstæðisdagur Íslendinga hafi runnið upp morguninn 10. Apríl 1940."

Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og fékk þá í hendur æðsta vald Í ÖLLUM málum sínum, þ.á.m. utanríkismálum. En samið var um að Danir færu með utanríkismálin í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar.

Meðferð utanríkismála - Utanríkisráðuneytið


Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

Eina raunverulega breytingin
sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti  í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti. Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason


"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Frá árinu 1944 þar til í ár voru hér ENGAR þjóðaratkvæðagreiðslur
, ekki einu sinni um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi


Það var ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.

Íslenski þjóðsöngurinn

Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.

Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983


Íslenski fáninn


"The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]

The flag was officially accepted by the king 30 November 1918
and adopted by law as the national flag the same day. It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918. On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."

The flag of 1915


Landvættaskjaldarmerkið
var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg: "Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."

Þorsteinn Briem, 9.4.2010 kl. 12:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og svokallaður Þjóðargrafreitur á Þingvöllum var vígður 27. janúar 1940 í tilefni af útför Einars Benediktssonar skálds.

En við hlið hans var grafinn 16. nóvember 1946 danskur bakari, að sögn bakarasonarins Ómars Ragnarssonar.

Hann ætti því að vita það.

Að öllu samanlögðu er því engin ástæða fyrir Breiðhyltinga að fara í miðbæ Reykjavíkur 17. júní ár hvert, graðga þar í sig kandíflossi og angra lögreglustjórann í Reykjavík á ókristilegum tímum með almennu fylleríi.

Þorsteinn Briem, 9.4.2010 kl. 14:32

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hlakka til að sjá myndina Ómar. Myndirnar og þættirnir þínir eru alltaf þess verðir að hlakka til þeirra.

Heimir Tómasson, 9.4.2010 kl. 15:09

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þennan fróðleik, Ómar.

Hrannar Baldursson, 9.4.2010 kl. 15:22

8 Smámynd: Björn Emilsson

Bretar og Þjóðverjar, þurfa ekki lengur hervald til að taka yfir lönd og lendur. Nú sér Efnahagsbandalagið um málið. En eyðileggingin er sú sama. Fólk er fljótt að gleyma.

Björn Emilsson, 9.4.2010 kl. 16:01

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í myndinni minni yrði það rakið sérstaklega eftir miklar tæknilegar rannsóknir á flugflota, skipaflota og samgöngutækjum hvernig Þjóðverjar hefðu getað komið upp flugvelli og bækistöð norðan Brúarjökuls í leyni og komið Bretum á óvart. 

Það gátu þeir ekki á neinum öðrum stað á Íslandi, en um aðra þekkta staði, sem Þjóðverjar höfðu merkt inn á kort hjá sér gilti það að nokkra daga tók að byggja þá upp og á meðan gátu Bretar sent flota til landsins án þess að Þjóðverjar hefðu getað byggt upp flugflota. 

Ómar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 19:10

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála Steina Briem og hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að 1. desember 1918 var stigið langstærsta skrefið til algers sjálfstæðis landsins.

Sambandslagafrumvarpið 1908 fól að vísu í sér stórt skref, en í því var rætt um að Ísland væri hluti af Danaveldi, "sem ekki verður af hendi látið." 

1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki og stærsta breytingin frá uppkastinu 1908 var sú, að í sambandalagasamningnum 1918 var uppsagnarákvæði sem tryggði, að Íslendingar gætu fengið algert sjálfstæði að eigin vild eftir 25 ár. 

1. desember er vanmetinn hátíðisdagur sem verðskuldar meiri virðingu. 

Ómar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband