9.4.2010 | 19:05
Verður Skógaleiðin hættuminni?
Þegar ekið er um Mýrdalsjökul á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi er farið til vesturs um Goðabungu í áttina til móts við skjálftana, sem "læðast" í austur.
Þessi leið er að því leyti skárri en leiðin frá Skógum upp Fimmvörðuháls, að þegar hlánar verður hún aurug og líkast til aurugri en leiðin upp með Sólheimajökli upp á Mýrdalsjökul og Goðabungu.
En á móti kemur að sé kvikan að færast beint í austur frá núverandi gosstöðvum gæti gosið nálægt leiðinni úr austri. Greinilegt er að vel þarf að fylgjast með því sem þarna er að gerast til að lágmarka þá hættu, sem nýtt gos gæti valdið.
Liður í því gæti verið að beina umferð eins og kostur er um Skógaheiði ef virknin heldur áfram að færast í austurátt.
Jarðskjálftar læðast austur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.