12.4.2010 | 19:10
Kemur fram í dagsljósið að hluta til.
Það atriði að Hannes Smárason hafi tekið 10 milljarða króna út úr Icelandair á bak við framkvæmdastjóra og stjórn félagsins varð mér efni til bloggpistils í fyrra.
Nú kemur í ljós að þetta hefur líklegast verið svona en enginn þorði að gera neitt í málinu, stjórnarmenn gengu að vísu út, - en forstjórinn heyktist á því að gera þetta mál opinbert og afhjúpa það.
Þegar síðan er gerður 130 milljón króna starfslokasamningur við forstjórann og hann hættir síðan við að upplýsa málið lyktar það auðvitað af því að um mútur hafi verið að ræða, mútur fyrir það að þegja.
Þetta mál er auðvitað næsta smátt, "aðeins" 10 milljarðar króna sem hefði þótt risavaxin upphæð fyrir nokkrum árum en nú er þjóðin orðin svo dofin vegna 100 sinnum stærri upphæða.
Hótaði lögreglurannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hjá þér Ómar, Hér eru peningarnir og haltu svo kjafti kerling, einhvað á þá leið. Flott kella alltaf best að þegja sagði Geir, þegar kella kom heim atvinnulaus með 130 millur i vasanum. Og hvaðan eða af hverjum stal Hannes þeim til að borga? Starfslokasamningurinn var einfaldara að skíra út og svo lá upphæð, enda bara úr vösum farþega og Íslensku þjóðarinnar. Málið leyst að minsta kosti að sinni. Það verður eingin dregin í dilka í þessu máli nema í réttir komi. Samt sem áður verum við sauðirnir síðastir til slátrunnar. Fyrst geldir og síðan...hafðir til undaneldis...er ekki sagt að ró komi við geldingu? Sem sagt koma fólki skuldasúpu, þá hefur það ekki bolmagn að mótmæla.
Ingolf (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.