Nokkrar staðreyndir um íslensk gos.

1. Frá 1961 hafa orðið 23 eldgos á Íslandi. Gosið í Eyjafjallajökli er það eina sem hefur haft teljandi áhrif   erlendis. Ástæðan er fyrst og fremst sú hvað askan er fíngerð og létt og fer því hátt og berst langa leið. Einnig hafa háloftastraumar verið óhagstæðir. 

2. Mikil aska kom upp í Heklugosinu 1970 en fór í norðvesturátt en ekki í suðurátt. 

3. Langflest gosin frá 1961 hafa fyrst og fremst verið hraungos.  dscf5789.jpg

4. Jarðfræðingar benda á að oftar en ekki hafi Kötlugos komið í kjölfar goss í Eyjafjallajökli. Oft hafa þau verið lítil. Þrátt fyrir þetta og einkum vegna þess hve langt er orðið síðan Katla gaus síðast, hefur viðbúnaður hér á landi þó byggst á því að gera ráð fyrir stóru gosi og jafnvel hamfarahlaupi til vesturs. dscf5793.jpg

5. Gosið í Eyjafjallajökli hefur haft minni áhrif hér á landi en í flestum löndum. Ef Evrópubúar teldu ástæðu til að draga úr flugferðum vegna hættu á svipuðu ástandi og verið hefur undanfarna viku, ættu þeir frekar að hætta við ferðir um önnur Evrópulönd en Ísland. 

6. Eldgos á borð við hið öfluga öskugos í Heklu 1970 jók ferðamannastraum til landsins frekar en hitt. 

Hvaða ályktanir má draga af þessu?  Jú, það fer allt eftir því hvernig staðreyndir um þetta mál eru settar fram hvaða áhrif þær hafa. 

Á þessari síðu má sjá mynd af svæðinu, þar sem hraun runnu niður frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Allt er þar svart yfir að líta og ekki verður auðvelt að fara eftir gönguleiðina næsta sumar meðan askan liggur þar enn. 

En á hitt ber að líta að sá markhópur ferðamanna sem vill upplifun og ögrun kann að vilja komast í færi við þær aðstæður sem þarna eru. 

1998 kom amerískur ferðamálaprófessor hingað til lands og sagði í viðtali við mig, að sá hópur ferðamanna, sem stækkaði mest, væri fólk sem sæktist eftir ferðum sem lýsa mætti með markmiðinu: "Get your hands dirty and your feet wet." 


mbl.is Kröftugt gos úr stærsta gígnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur Ómar - punktar 5 og 6 eru algerlega málið, menn þurfa að kynna þetta nákvæmlega svona :)

Aðalsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 19:02

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það má ekki gleyma því, Ómar, að Surtseyjargosið hefði haft mikil áhrif utan landsteinanna, ef þotuöld hefði verið byrjuð.  Gosaskan sem þá kom upp var svo mikil og öskustrókurinn fór það hátt, að allar líkur eru á að hún hafi borist yfir Evrópu.  Við höfðum bara engin gervitungl til að mæla það.  Mig minnir samt að ég hafi einhvers staðar lesið, að geimfarar í Appollo eða Gemini förum hafi séð mökkinn.  Ég gæti verið að rugla þessu við seinni tíma atburði.

Þú mættir líka bæta við að gosið á Fimmvörðuhálsi jók ferðamannastraum til landsins.  Því lauk fyrir réttri viku.  Nú er komið nýtt gos og þá fer hjörðin í hina áttina!  Menn eru að búast við dyngjugosi við Upptyppinga.  Það mun að öllu líkindum auka ferðamannastraum eins og gosin á stóru eyjunni á Hawaii hafa gert.  Öll eldgos hafa hingað til aukið ferðamannastraum til landsins.  Þetta mun gera það líka.

Marinó G. Njálsson, 20.4.2010 kl. 19:24

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kötlugos verður ekki hraungos. Það verður gjóskugos eins og Eyjafjallagosið nema miklu kröftugra. Gosmökkurinn gæti náð allt að 20 km hæð, sem sagt langt upp fyrir veðrahvörf og askan gæti dreifst víða um land en gosið gæti staðið vikum eða jafnvel mánuðum saman. Framhjá þessu er ekki hægt að líta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2010 kl. 19:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

You ain't seen nothing yet!

Kær kveðja,
forseti Íslands

Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 19:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að undir Reykjavík er 40 sm þykkt öskulag úr Kötlugosi fyrir landnám. 

Ómar Ragnarsson, 20.4.2010 kl. 20:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Katla hefur gosið 21 sinni á sögulegum tíma og aðeins í þrjú skipti gaus Eyjafjallajökull nokkurn veginn samtímis .... þannig að þetta gæti einnig verið tilviljun að Eyjafjallajökull og Katla gusu á svipuðum tíma."

Kastljós - Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Sjá frá 15. mínútu

Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 21:31

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þú ert snillingur Ómar - vildi bara láta þig vita!

Þúsund þakkir fyrir að vera til.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.4.2010 kl. 22:38

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, ég hlustaði á afar áhugavert viðtal við Þorvald Þórðarson í Kastljósinu í gær.  Hann sagði okkur að áhrif Skaftárelda hefði verið afar  mikil á öllu norðurhveli jarðar, og víðar. Sprengingar hefðu myndað móðu, sem hafði mikil á hita á jörðinni. Þá væri talið að gosið hafi haft áhrif á lofstrauma, sem breyttust og var talið að 500.000 manns hafi fallið í Afríku og í Japan hafi  sumarið verið  óvenju kalt og uppskerubrestur leiddi  milljón manns til dauða. Nú veit ég ekki hvað þessi 1,5% manna er stór hluti þess mannkynnis sem á þessum stöðum býr, en í ljósi þessa er finnst mér full bratt að fullyrða að gosið nú sé það eina sem hefur haft teljandi áhrif   erlendis

Vaðandi líkur á gosi í Kötlu þá sagði hanna að hún  hafu gosið 21 sinni á sögulegum tíma og aðeins í 3 skipti hefur gosið í Eyjafjallajökli á sama tíma. Það þyki því ekki ástæða til þess að Katla gjósi endilega núna.

Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2010 kl. 13:37

9 identicon

Sigurður!

Lesa aðeins betur. Ómar bendir á að frá árinu 1961 sé þetta gos það eina sem haft hefur áhrif erlendis. Ég held að flestum sé ljóst að bæði Skaftáreldar og Öskjugos hafi haft töluverð áhrif erlendis hér í denn.

Ólafur Magnússon (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 13:56

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Fróðlegt þetta, gott hjá Ómari að vanda, en það sem mér finnst athyglisverðast er þetta sem Steini Briem bendir á, allir eru búnir (að forsetanum meðtöldum) búnir að gera ráð fyrir Kötlugosi sem sjálfsögðum hlut í kjölfar Eyjafjallajökuls og Fimmvörðuhálsgosanna, en Katla er reyndar komin á tíma svo.....

Kristján Hilmarsson, 21.4.2010 kl. 14:06

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólafur, mikið rétt hefði mátt vanda lesturinn. Mér fannst viðtalið við Þorvald hins vegar afar gott og benda okkur á að það sé afar óráðlegt að meta eldgos út frá þröngum tímaramma.

Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2010 kl. 14:17

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú átt miklar þakkir skilið, frændi, fyrir þær myndir sem þú hefur tekið af gosinu.

Varðandi umdeild ummæli Ólafs Ragnars:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm

*Þá, held ég, að fólk sé að sýna viðbrögð umfram tilefni.

-----------------------------

Hann sagði ekkert meira en þ.s. við öll vitum, að Katla gýs sennilega einhvern tíma á næstu árum, og ábendingin um að evrópsk flugyfirvöld þurfi að undirbúa viðbragðáætlanir eru mjög eðilega ábendingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.4.2010 kl. 14:57

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

''Varðandi líkur á gosi í Kötlu þá sagði hann að hún  hafi gosið 21 sinni á sögulegum tíma og aðeins í 3 skipti hefur gosið í Eyjafjallajökli á sama tíma. Það þyki því ekki ástæða til þess að Katla gjósi endilega núna.''

Þessi ábending Þorvaldar er óhönduleg og segir ekkert um líkindi fyrir Kötlugosi. Eyjafjallajökull hefur gosið þrisvar frá landnámi og í öll skiptin hefur Katla fylgt í kjölfarið. Það er ekki þannig að menn ætli að Eyjafjallajökull gjósi í kjölfar Kötlu. Þorvaldur snýr þarna hlutunum við, hvernig sem á því stendur. Katla hefur gosið 21 sinni frá landnámi. Aldrei hefur liðið jafn langur tími milli gosa í henni sem nú. Menn búast því mjög við gosi frá henni innan ekki langs tíma.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2010 kl. 10:32

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt hjá þér, Sigurður Þór. Ég tók einmitt eftir því hvernig Þorvaldur orðaði þetta og undraðist það. 

Ómar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband