Hlutunum snúið við.

Fólk af suðvesturhorninu er áreiðanlega ekki hrifið af því að þurfa að fara fyrst yfir á annað landshorn áður en það flýgur til útlanda.

En með því að gera þetta getur það sett sig í spor Akureyringa og annars landsbyggðarfólks, sem þarf að að jafnaði að fara yfir á annað landshorn og út á ysta útskaga þess í suðvestri til að komast til útlanda. 


mbl.is Annríki á Akureyrarflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mjög góður punktur Ómar, nú vitum við hvernig hinum landshlutanum hefur fundist þetta.

Guðmundur Júlíusson, 23.4.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er hægt að orða þetta svona líka.. eftir að ég flutti til noregs þá þarf ég bara eitt flug til asíu ;) slepp þessu hoppi frá klakanum..  þetta er bara val, hvar viltu búa og hvað ertu tilbúinn til að sætta þig við að búa við á þeim stað þar sem þú ákveður að setjast að... vorkenni landsbyggðafólki ekki neitt.. þau hafa svo margt sem borgarbúar hafa ekki..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2010 kl. 20:46

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það vildi ég að menn hættu þessum eilífa byggðaríg. Hver staður er sérstakur og bætir aðra upp. Saman mynda þeir Ísland. Þoli ekki svona höfuðborgin á móti landsbyggðinni bullshit

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.4.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 30% landsmanna búa á Norðurlandi og Austurlandi og millilandaflugvellir eru í báðum þessum landshlutum, á Akureyri og Egilsstöðum.

Iceland Express hefur flogið frá þessum flugvöllum til Kaupmannahafnar.

Millilandaflugvöllur í Ísafjarðarbæ


Samgönguáætlun 2011-2022

Þorsteinn Briem, 23.4.2010 kl. 21:17

5 identicon

Ef ég byggi í útlöndum, þá þyrfti ég ekki að fara alla leið til Keflavíkur til að fara til útlanda.

Það er líka miklu skemmtilegra í Reykjavík heldur en á Akureyri og það er ekkert bullshit.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:00

6 Smámynd: Jón Daníelsson

Takk, Ómar.

Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að við ættum að flytja Alþingi, ríkisstjórn og forsetaembættið, annaðhvort á Akureyrar- eða Egilsstaðasvæðið. Það myndi hrista örlítið upp í þessum eilífu búferlaflutningum á suðvesturhornið. Þá yrði kannski smám saman álíka langt í allar allar áttir.

Góðar kveðjur - Jón Dan.

Jón Daníelsson, 23.4.2010 kl. 22:36

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Dan, hvernig lýst þér á að flytja forsetaembættið út í Viðey og hafa ferjuna staðsetta landmegin?  Við þurfum eiginlega að nota Álftanesið undir framtíðarflugvöll, og tilvalið að létta skuldum af Bessastaðahrepp í staðinn. Þetta tækifæri kemur ekki aftur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.4.2010 kl. 22:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bestu búsetuskilyrðin á landinu eru í Reykjavík og þar af leiðandi settist Ingólfur Arnarson þar að.

Meirihluti landsmanna býr við sunnanverðan Faxaflóa vegna þess að þar eru bestu miðin við landið og veðurskilyrði hagstæð.

Í
Kvosinni þar sem Ingólfur bjó, og næsta nágrenni, 101 Reykjavík, eru mestu gjaldeyristekjurnar á landinu skapaðar en Landnám Ingólfs náði reyndar frá Ölfusá að Hvalfirði og töluverð kornrækt var stunduð á Reykjanesskaganum á Landnámsöld.

Ingólfur Arnarson var útrásarvíkingur.

Þorsteinn Briem, 23.4.2010 kl. 23:44

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Best menntaða og tekjuhæsta fólkið á landinu býr í 107 og 101 Reykjavík, þar sem mestu gjaldeyristekjurnar eru skapaðar á landinu.

Þar af leiðandi fá nemendur í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur bestu grunnskólaeinkunnirnar og Menntaskólinn í Reykjavík heldur áfram að vinna Gettu betur-keppnina næstu áratugina.

Akureyri
breyttist úr verksmiðjubæ í háskólabæ og tekjur háskólafólks eru mun hærri en verksmiðjufólks.

Pólverjar
í fiskvinnslunni halda uppi landsbyggðinni að öðru leyti og þeir fljúga frá Akureyri og Egilsstöðum með Iceland Express til að komast í frí til Póllands.

Þorsteinn Briem, 24.4.2010 kl. 00:38

10 Smámynd: Jón Daníelsson

Jóhannes.

Mér líst prýðilega á hugmyndina. Skil þó ekki hvers vegna þú nefnir bara Viðey. Hvað um Flatey? 

Steini Briem.

Fyrirgefðu orðafar mitt, en þetta er bull. Betri fiskimið eru við Breiðafjörð. Þar er líka betra veðurfar - og nóg landrými.

En Reykjavík varð aðalstaðurinn. Því verður ekki mótmælt. Sennilegasta ástæðan er sú að frá Evrópu komu skip að landinu suðaustanverðu og finna hvergi góða höfn meðfram suðurströndinni. 

Kv. Jón Dan. 

Jón Daníelsson, 24.4.2010 kl. 00:51

11 identicon

eftir sem ég best veit henti ingólfur eitthverjum staura ræflum út í haf og valdi þannig búsetu þannig þetta hefur ekkert með það að gera hvort það hafi verið gott að búa þar eður ey þar að auki er hægt að vera með góð laun án þess að búa á höfuðborgar svæðinnu eða vera búin að eiða ómældum tíma í háskóla

kv óli  

olafur jón jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 01:12

12 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæll, ólafur jón jónsson.

Ég hef það fyrir reglu að svara ekki þeim sem ekki gefa upp nafn. Og nafn sem ekki er skráð með upphafsstöfum er ekki trúlegt. Sé þér alvara máttu senda mér tölvupóst á jondan@mmedia.is. Og vel að merkja, láta þess getið hver þú ert. 

Jón Daníelsson, 24.4.2010 kl. 02:24

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Daníelsson.

Í Reykjavík
er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

"Föst búseta hófst í Vestmannaeyjum seint á Landnámsöld, um 920, [hálfri öld síðar en í Reykjavík] en eins og segir í Sturlubók (Landnámu eftir handriti Sturlu Þórðarsonar) "var þar veiðistöð og lítil veturseta eða engin" fyrir þann tíma."

Við gömlu höfnina í Reykjavík eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara, rétt eins og ullarvörurnar, sem erlendir ferðamenn kaupa hér einnig.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.


En það er skemmtileg kenning að ég viti ekki hvar bestu fiskimiðin eru við landið, þar sem ég skrifaði í mörg ár fyrir hið svokallaða góðæri hér daglegar fréttir í Morgunblaðið um íslenska og erlenda útgerð og fiskvinnslu, sem voru lesnar af tvö hundruð þúsund Íslendingum á dag.

Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?


Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?


Þar að auki hef ég unnið við fiskvinnslu og útgerð á Akureyri, Hnífsdal, Reykjavík og Grindavík.

Hins vegar þáði ég ekki laun frá sparisjóðnum Byr, sem nú er gjaldþrota, fyrir að skrifa hér blogg og áróður fyrir álverum hérlendis í hinu svokallaða góðæri árið 2007, eins og sumir Framsóknarmenn gerðu.

Hvor sjóður fær 900 milljónir króna
Myndskeið


Um 80% íslenskra sjávarafurða fara á markað í Evrópu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn. Þar af leiðandi mun Ísland fyrr eða síðar ganga í Evrópusambandið, taka upp evru og allir Íslendingar fá laun sín greidd í evrum en ekki bara sumir, eins og nú.

Og fyrir þann þriðjung landsmanna sem býr á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi skiptir engu máli hvort Reykjavíkurflugvöllur er í Vatnsmýrinni eða á Hólmsheiðinni, sem þar að auki er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Lækjartorgi.

Þorsteinn Briem, 24.4.2010 kl. 08:50

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

án Steina Briem væri moggabloggið steindautt...

annars er magnað að 101 reykjavík er stærst í bolfisk á landinu :D

Óskar Þorkelsson, 24.4.2010 kl. 14:01

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og gleymum því ekki Steini Briem að ef/þegar svo fer að eldgos hefst hefst á Reykjanesskaganum þá munu afleiðingarnar verða allri heimsbyggðinni áhyggjuefni.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 23:21

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Gunnarsson.

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni


Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá bls, 6


Reykjanesskagi - Wikipedia


Jarðhitakort - Íslenskar orkurannsóknir


Reykjavík og Hafnarfjörður voru stærstu bæjarfélögin á Reykjanesskaganum vegna þess að þar voru og eru stórar og góðar hafnir
. Á Akureyri er einnig góð höfn en höfnin í Vestmannaeyjum gæti lokast vegna hraunrennslis. Innsiglingin í Grindavíkurhöfn hefur oft verið erfið og mun meira skjól er fyrir norðan Reykjanesið, í Faxaflóa.

"Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi." Í Reykjavík var hins vegar fimm sinnum meiri botnfiskafla landað en á Akureyri og fjórum sinnum meiri en í Hafnarfirði árið 2008.

Landnám Ingólfs Arnarsonar
náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Hveragerði er því innan Landnáms Ingólfs og mörg hundruð gróðurhús eru á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

Alþingi Íslendinga var
stofnað árið 930 á Þingvöllum, innan Landnáms Ingólfs og Almannagjá er á mótum Ameríku- og Evrópuflekans.

Kortavefsjá - Þingvellir


Á Suðurlandi og Vesturlandi, bjó þá, og býr enn, meirihluti Íslendinga vegna betri landkosta og meira sjávarfangs en í öðrum landshlutum, þaðan sem menn fóru á vertíð í Landnámi Ingólfs.

Vertíð - Wikipedia


Meðalhiti á Íslandi eftir mánuðum 1961-1990 - Kort


Meðalúrkoma á Íslandi eftir mánuðum 1971-2000 - Kort


Öndvegissúlur
Ingólfs Arnarsonar gátu hins vegar ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Hann kastaði þeim því í sjóinn í Faxaflóa, hafi hann á annað borð kastað þeim í sjóinn.

Ingólfur Arnarson


Hvaðan er nafnið Arnarhóll komið? - Vísindavefurinn


Hitafar hérlendis frá landnámi (bls. 23) og hafstraumar hér við land (bls. 26)


Silungsveiði
er í Þingvallavatni, sem er á mótum Evrópu- og Ameríkuflekans, eins og allt Reykjanesið, og laxveiði í Soginu.

Jarðhiti, og þar af leiðandi eldvirkni, er nú einn af stærstu kostum þess að búa á Íslandi, þrátt fyrir truflun á flugsamgöngum og skemmdir á mannvirkjum.

Hér má nefna til að mynda upphitun húsa í Reykjavík í 80 ár, heitt vatn til þvotta og baða, sundlaugarnar í Reykjavík og raforku frá Nesjavöllum, sem eru skammt frá Þingvallavatni. Nesjavallavirkjun framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku og uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.

Nesjavellir


Sogsstöðvarnar
- Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun og Steingrímsvirkjun


Rafmagn á Íslandi í 100 ár - 1904-2004


Í Landnámu og Sturlungu var getið um notkun heitra lauga til baða. Konur í Reykjavík gengu Laugaveginn að Þvottalaugunum í Laugardal og Reykjavík heitir eftir gufunni sem steig upp af laugunum. Hitaveita Reykjavíkur nýtti fyrst heitt vatn úr borholum við laugarnar og heitt vatn var notað í ullarverksmiðju í Mosfellssveit.

Hitaveita á Íslandi í 100 ár


Erlendir ferðamenn fara langflestir í Bláa lónið, að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi, sem einnig eru skammt frá Reykjavík.

Skemmtiferðaskip á ytri höfninni í Reykjavík


Og hér er Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna.

Vegna jarðhitans
er því lítil mengun í Reykjavík, fyrir utan þá sem kemur frá bifreiðum. En þar sem bærinn var byggður á nesi, Seltjarnarnesi, sem er mun stærra en bæjarfélagið Seltjarnarnes, sjá vindar um að blása mestri menguninni úr bæjarfélaginu á haf út.

Rafbílar
, sem munu að mestu leyti nota raforku frá virkjunum í Landnámi Ingólfs taka hins vegar fljótlega við af hefðbundnum bensínbílum en 70 krónur kostar að aka rafbíl á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Og ekki þarf að reisa sérstakar virkjanir vegna rafbílanna, því þeir verða að mestu leyti hlaðnir á nóttunni þegar raforkunotkun heimilanna er minnst að öðru leyti.

Vegna eldvirkninnar á Reykjanesi og fiskimiðanna við nesið eru Íslendingar ríkir.

Þorsteinn Briem, 25.4.2010 kl. 16:28

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

frábær samantekt SB

Óskar Þorkelsson, 25.4.2010 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband