Sérfræðingar í London. Af hverju ekki hér líka ?

Það er íslenskt eldfjall sem hefur valdið flugþjónustunni búsifjum í mestallri Evópu og nú síðast hér heima. p1011435_984504.jpg

Aðgerðum vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli stjórna sérfræðingar sem eru í London og grúfa sig þar yfir tölvur og vinna meðal annars úr gögnum úr tveimur rannssóknarflugvélum sem sendar eru á loft með afar háþróuð og dýr mælitæki til að mæla öskumagnið í lofti og afla annarra gagna. 

Ég hef verið að velta vöngum yfir því hvort ekki sé tímabært og raunar liggi á því að við Íslendingar athugum sjálfir hvort hægt sé á einfaldari og ódýrari hátt að afla gagna um öskuna á heimavelli, ef svo má segja og leggja þar með bæði okkur sjálfum og alþjóðasamfélaginu til þekkingu á þessu sviði á meðan eldfjallið gýs. 

Ég veit að innan íslenska kerfisins hefur svipað verið íhugað. Það liggur hins vegar á að gera þetta á meðan aska kemur enn úr fjallinu og öll ný þekking núna gæti orðið dýrmæt síðar. 

Við eigum góða sérfræðinga á þessu sviði í háskólasamfélaginu og þetta verkefni gæti orðið dýrmætt fyrir það markmið að hér á landi liggi ævinlega fyrir besta fáanlega þekking á sviði jarðvísinda og náttúrurannsókna. 


mbl.is Geta flogið frá Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Tek undir þetta Ómar, en bendi um leið á fáránleikann sem birtist í því að Flugstoðir gefa ekki blindflugsheimildir út úr "öskusvæðunum" en á sama tíma geti menn flogið sjónflug ef veður leyfir í gegnum sama loftmassann.  Er þetta svona "cover your ass" afstaða hjá Flugstoðum? 

Hvumpinn, 24.4.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér sýnast öll viðbrögð við öskunni einkennast af móðursýki. Flugvélin í Indónesíu, sem oft er vitnað til, flaug beint inn í sjálfan gosstrókinn þar sem hann var þykkastur. Engin fugvél, jafnvel bíll mundi standast slíkt. Samt var skaðinn ekki meiri en svo að aftur tókst að koma mótorunum í ganga. Sú flugvél var öll sandblásin og ónýt eftir atburðinn. Það sem hér er um að ræða eru fáein rykkorn í hverjum rúmmetra af lofti. Vafalaust eru slík rykkorn ekki holl fyrir þotuhreyfla, en mér sýnast öfgarnir og móðursýkin yfirþyrmandi í öllu þessu máli.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.4.2010 kl. 16:35

3 Smámynd: Sævar Helgason

Finnar sendu tvær herþotur uppí hina bönnuðu flughæð og flugsvæði . Hreyflar skemmdust og urðu fyrir gangtruflunum en þoturnar  lentu heilu og höldnu.  Ábyrgð gagnvart farþegaflugi er sérlega rík og á að vera það.  Takk Ómar fyrir alla samantektina frá gosinu svo og einstæðar myndir...

Sævar Helgason, 24.4.2010 kl. 19:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn á blindflugi og sjónflugi er afgerandi. Það eru möguleikar á að sjá og forðast öskuþykkni í sjónflugi en alls ekki í blindflugi. Af þessari augljósu ástæðu er sjónflug leyft en blindflug bannað. Bendi á bloggpistil á eftir þessum um það hve lúmskt og óvenjulegt öskurykið er núna. Ályktunin "fáein rykkorn í rúmmetra" er fráleit. Þetta er nefnilega þveröfugt. Rykið er svo fínkorna að það þarf alveg óvenjulega mörg, lítil ryikkorn til þess að svifryk fari yfir viðmiðunarmörk eins og hefur gerst í dag og það í strekkingsvindi.

Ómar Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 21:24

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Svona er þetta byggt upp í dag sbr svæðin hér : http://www.metoffice.gov.uk/aviation/vaac/ og er svæðið London VAAC það sem snýr að Íslandi, og vest/norður Evrópu ásamt hafsvæðum, það er mikið í gangi núna til að betrumbæta upplýsingastreymið svo og tækni mælibúnaðar svo betur gangi að segja til um hvar og hvort öruggt sé að fljúga, en þetta er eitt "þéttasta" flugsvæði í heiminum, svo á meðan vitneskjan er ekki betri en hún er í dag, verða menn að láta öryggið sitja í fyrirúmi, og auðvitað eiga Ísland og Íslenskir veður og eldfjallafræðingur að vera með sem viðbót við aðra upplýsingabrunna, FLOTT mál. 

Kristján Hilmarsson, 24.4.2010 kl. 22:06

6 identicon

Langaði að benda fólki á að það er aukaferð frá Akureyri til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Akureyrar með áætlunarbílum Bíla og fólks - Sterna/Trex kl 22:00 í kvöld 25/4 Þessi ferð passar fyrir þá sem vilja komast frá Egilsstöðum til Reykjavíkur með 16:15 ferð Sba.

Jóna Magnea Magnúsdóttir-Hansen (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband