Mjög óvenjulegt og lúmskt ryk.

Greint hefur verið frá því að ryk hafi verið yfir viðmiðunamörkum í dag. Ég hef ekið um á opnum bíl síðan í morgun og ekkert ryk hefur sest á hann eins og gerist jafnan þegar svifryk er á götum borgarinnar.

Þetta er alveg nýtt fyrir mig. 

Þegar sól fór að síga seinnipartinn sást vel hve sólarljósið var dauft í rykmistrinu sem liggur hér yfir. 

Það er eins og þetta ryk setjist ekki heldur haldist furðu lengi á lofti. Af þessum sökum er þetta öskuryk ákaflega lúmskt og getur hugsanlega að einhverju leyti smogið í gegnum ýmsar síur frekar en annarskonar ryk. 

Eigendur smáflugvéla höfðu hægt um sig í dag og spöruðu margir flugfáka sína. Flugskólar kusu að setja vélar sínar inn og fljúga þeim ekki heldur bíða og sjá til. 

Ég bendi á afar góðan bloggpistil Haraldar Sigurðssonar um þetta efni í dag. 


mbl.is Flugvél farin til Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Hægt er að sjá rykmengun (dust) í Reykjavík á síðunni  http://www.loft.rvk.is/

Samkvæmt línuritum þá kom rykmengun rétt fyrir hádegi nú laugardag  og fór mengunin upp í 150 µg/m³  en féll fljótt niður fyrir 50 µg/m³. Á venjulegum degi er þessi mengun 10 til 60 µg/m³ en mánaðalega og oftar koma toppar sem ná yfir 500 µg/m³

 í dag var skyggni yfir 50 km en einhver slikja virtist vera í loftinu. 

 Samkvæmt afar fróðlegri grein hjá Haraldar um magn ösku í loftinu er öskumagn hér við yfirborð langt fyrir neðan það sem þotumótorar þola sem er um 2000 µg/m³

Engar mælingar eru til um öskumengun hér á íslandi í mismunandi hæðum.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 25.4.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband