25.4.2010 | 16:22
Eyjafjallajökull á gluggunum.
Margt var það árið 2007 sem ekki fékkst rætt af því að það var óþægilegt og passaði ekki inn í þá draumamynd, sem enginn lýsti betur en fjármálaráðherra Íslands í apríl 2008 með fleygum orðum: "Sjáið þið ekki veisluna, drengir?!"
Meðal þess var möguleikinn á flughruni sem auðvitað fékkst ekki ræddur frekar en möguleikinn á efnahagshruni.
Nú er hægt að sjá hér í Reykjavík öskuna úr Eyjafjallajökli á gluggum, sem hún hefur fallið á en síðan skilist í sundur í litla flekki eða depla við það að rigningardropar hafa fallið á hana á eftir og rúðan þornað í kjölfar þess.
Það er ekki auðvelt að ná ljósmyndum af þessu en ég læt tvær flakka hér sem teknar eru út um eldhúsgluggann.
Það er einkum þar sem rúðuna ber við dökka fleti, svo sem við hurðir, plan og bíla fyrir utan að þetta sést nokkuð vel.
Neðsta myndin er með fókus á rúðunni sjálfri og allt verður óskýrt sem fjær er vegna öskudeplanna á rúðunni.
Varað við gjóskunni 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.