27.4.2010 | 10:03
Dýrkeyptar staðreyndir.
Ég var að hlusta á 9 mínútna viðtal við forseta Íslands á CNBC sjónvarpsstöðinni amerísku. Nær allt viðtalið notar hann til að draga það fram sem best má verða varðandi íslensku þjóðina og sambúð hennar við náttúruöflin.
Forsetinn segir frá því að hingað til hafi eldgosið haft minni áhrif á flug Íslendinga en Evrópuþjóða og að eldgosið og einstætt sjónarspil sköpunar jarðarinnar, sem sagt sé frá í Biblíunni, geti orðið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.
Hann greinir frá hagstæðu gengi sem sé ferðamönnum og útflutningsatvinnuvegum í hag og því tilvalið að koma til Íslands til einstakrar upplifunar.
Forsetinn greinir frá því að þetta sé fyrsta íslenska eldgosið í 60 ár sem trufli flugsamgöngur. Hann lýsir þeirri óvissu sem er um það hvenær stórt gos geti orðið hér sem geti falist í því að það verði fljótlega, eða eftir 5, 10, 15 eða jafnvell fleiri ár.
Þetta telja menn nú vera dýrkeypt að hann skuli segja.
Forsetinn rekur þetta í kjölfar þeirrar spurningar í upphafi viðtalsins, hvort annað gos og stærra geti dunið á í kjölfar þessa. Hann segir frá því að Íslendingar hafi búið sig undir Kötlugos áratugum saman og að erlendis þurfi menn að grípa til ráða til að bregðast við.
Svo er að sjá á viðbrögðum hér heima við þessu að þetta hafi hann alls ekki mátt segja, heldur steinhalda kjafti yfir því. Fyrirsögnin er: "Dýrkeypt yfirlýsing forsetans."
Það er hægt að fallast á það að í upplýsingagjöf vegna þessa máls ætti að bæta við þeim staðreyndum að þetta sé hið eina af 23 gosum frá 1960 sem hafi valdið truflunum á flugumferð og að askan úr Eyjafjallajökli sé miklu léttari og fari hærra og víðar en oftast er í íslenskum eldgosum. Sum Kötlugos séu minni en önnur.
Á hinn bóginn sé ég ekki betur en að hér sé uppi staðfastur vilji hjá mörgum til þess að fela staðreyndir rétt eins og gert var í aðdraganda hrunsins.
Jarðvísindamenn spá allt að 20 eldgosum á Íslandi næstu 60 árin. Meðal þeirra geta orðið gos sem verða margfalt stærri en gosið nú. Það eru dýrkeyptar staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við.
Nema að við viljum að sá tími komi að við verðum jafn gersamlega óviðbúin því og við vorum óviðbúin hruninu af því að við vildum ekki horfast í augu við "dýrkeyptar" staðreyndir.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talsvert Ómar túristavænn,
typpið uppi vinstra megin,
er í kreppu ansi kænn,
Ólafur Ragnar vísar veginn.
Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 10:16
Þarna hittir þú naglann á höfuðið eins og oftast.
Ólafur Gíslason, 27.4.2010 kl. 10:17
Þessar staðreyndir um eldgos og Kötlu hafa alltaf verið til staðar.
Því var enginn ástæða fyrir Ólaf að vera með þessi "varnaðarorð" akkúrat núna.
Þessi varnaðarorð eiga alltaf við.
Við vitum af þess dýrkeyptu staðreyndum Ómar en þetta forsetaröfl núna kemur sér eisntaklega óþægilega fyrir okkur.
Ólafur sagði í sjónvarpsviðtali að sér bæri skylda til að vara við þeim hættum sem gætu beðið ferðamanna hér. Eru ferðamenn ekki að deyja af völdum náttúruhamafara á hverju ári einhversstaðar í heiminum ?
Forseti Frakklands og Spánarkonungur hafa ekki verið að vara ferðamenn við löndum sínum þó að ferðamenn hafi farist í þessum löndum á síðasta ári af völdum náttúrúhamfara.
Enn ein mistök Ólafs sem er orðinn byrði á þjóðinni .
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 10:20
Ólafur er flottur......Ég efast um að stór hluti af þeim sem ákváðu að hætta við að koma hingað hafi nokkuð með viðtöl við Forsetann okkar að gera,fólk horfði eflaust bara á fréttir og sá að það er mikil óvissa í flugi á næstunni,ákvað að borga ekki inná flug hingað og eiga það á hættu að tapa sumarleyfispeningunum sínum,fara frekar annað þetta árið viljum öll eiga áhyggjulaust sumarfrí.
Friðrik Jónsson, 27.4.2010 kl. 10:41
Það virðist vera komin á stað mikil og hávær áróðursvél hér sem er með eitt markmið að sverta forsetann sem er bara nokkuð góður kall,hann er bara nokkuð góður forseti sem á að tala og almenningur kann að meta hann og mun muna hann sem góðan forseta.
En þetta er bara mín skoðun sem ég trúi og aðrir mega hafa sína frjálst land
Friðrik Jónsson, 27.4.2010 kl. 10:48
Það gýs upp reiði og pirringur í fólki vegna orða forseta vors, sem ekkert hefur gert annað en að segja í almennum orðum, það sem alþjóð veit. Þ.e. að það gýs á fárra ára fresti hérna hjá okkur, það veit fólk.
Ástæður fyrir upphlaupi fólks nú, eru allar af pólutískum rótum. Óvildin leynir sér ekki.
Allt þetta uppistand vegna þessara orða Ólafs eru óþarfa rugl.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 10:54
"Þessar staðreyndir um Kötlugos hafa alltaf verið til staðar og því engin ástæða fyrir forsetann að nefna það nú..." er sagt í athugasemd við pistilinn.
Enn einu sinni detta menn í þann pytt að halda að um allan heim viti menn allt það sama um Ísland og við vitum sjálf.
Eða þá hitt. Það er nóg að við vitum þetta sjálf. Höldum því bara fyrir okkur.
Rétt eins og að ef einn maður veit um eitthvað sem snertir hann og getur reynst öðrum óþægilegt eigi hann alls ekki að láta aðra vita af því, - það sé nóg að "þessar staðreyndir hafi alltaf verið til staðar" og að hann geti verið viðbúinn sjálfur, - skítt með aðra.
Forsetinn var spurður um þetta vegna þess að í öðrum löndum hafa menn ekki vitað þetta. Ég undrast það sjónarmið að það sem við vitum komi engum öðrum þjóðum við þótt þær geti orðið fyrir barðinu á því.
Og þó ekki. Þetta sjónarmið var alls ráðandi í aðdraganda hrunsins og lifir greinilega góðu lífi enn.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 11:00
Þetta er rétt Ómar og forsetinn hefur fullan stuðning minn í þessu, við megum ekki gera sömu mistökin aftur og fela staðreyndir til að reyna að græða örlítið meiri peninga græðgin varð okkur að falli og við það þurfum við að lifa!
Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 11:34
Ég hef einmitt verið að reyna að blogga við eða svara bloggurum í fréttum sem tengjast þessum viðtölum við ÓRG. Ég hef ekki hug né tíma að tína saman öll þau rök sem ég hef fylgjandi ÓRG í þessum málum en þau eru ansi mörg og eins og er hef ég ekki enn fundið neitt sem segir að forseti vor hafi ekki átt að veita þessi viðtöl. Ég er engin klappstýra Ólafs Ragnars en mér hins vegar óhugnast því þegar fólk er farið að ljúga og nota einhver hræðilega máttlaus rök sem áróður gegn manneskju sem hefur hingað til reynst okkur alveg frábærlega vel.
Fólk sem er að afpanta ferðir einmitt þessa stundina gerir það vegna þess að það gýs enn í jöklinum, skiljanlegt að fólk vilji ekki hætta sér í upptök öskuskýsins. Sama hvort að flugfélagið segir að það sé óhætt eða ekki.
Það er einnig makalaust hvernig hann var fordæmdur fyrir ábyrgðarleysi og sagður hugsa bara um fjárhag landsins þegar hann studdi víkingana en núna eru einhverjir að fordæma hann fyrir að sýna ÁBYRGÐ og ekki hugsa bara um fjárhaginn. Þvílík og önnur eins hæðni, svo ef þú horfir á þetta 8 mínútna viðtal þá er einungis 30 sekúndur eða svo eytt í að tala um þetta mögulega kötlugos og Katla ekki einu sinni nefnd á nafni. Þetta viðtal var besta landkynning sem ég hef séð síðustu ára, en já ég nenni ekki að fara djúpt ofaní þetta aftur, vil bara segja að ég sé þér hjartanlega sammála ómar.
Jón, 27.4.2010 kl. 11:48
Hefur nokkur æmt eða skræmt nema "aðilar í ferðaþjónustu" ég held ekki. Við þessi læti sem eru búin að vera í gangi síðan gaus á Fimmvörðuhálsi beina augum erlendra að þeim þætti einmitt hvort hér geti verið meira um "væntanleg" gos, það eina sem umheimurinn hefur til viðmiðunar er það sem við Íslendingar köllum "lítið" gos en er búið að rústa meira og minna flugsamgöngum í gjörvallri Evrópu undanfarið. EF við köllum þetta sjálf lítið gos því við erum jú vön gosum hér og þar sl áratugi, sbr. Surtsey, Heimaeyjargos sem dæmi. Erlendu fólki finnst örugglega nóg um það sem það sér í fréttum erlendu sjónvarvarpstöðvanna og afleiðingarnar af þessu "smá" gosi. Er að furða þó þeir sem ekki þekkja til hugsi sig um tvisvar EF það gæti orðið gos sem VIÐ sem jafnvel erum ýmsu vön köllum stórt gos!!!!! Gleymum því ekki að fólk almennt pældi lítið í Íslenskum eldstöðvum áður en það fékk forsmekkinn af því hvaða afleiðingar (þó vægar væru) það getur haft á hagi og líf þeirra þó fjarri séu búandi.
Fólk fór bara einfaldlega að beina sjónum sínum að Íslenskum eldgosum í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins og er ekkert óeðlilegt við það þó það fari kannski ekki beint saman við hagsmuni þeirra sem hafa selt túristum aðgang að "hrikalegheitunum" meðan allt var í gúddí............en núna er bara ekkert svoleiðis uppi á teningnum og því mótmæla "ferðaþjónustuaðilar" hástöfum og reyna að kenna öllu öðru um en orsakavaldinum þ.e.a.s. gosinu sjálfu og eldvirkni Íslands sem hefur verið vakin af værum blundi og jafnvægi náttúrunnar raskað, m.a. með þessu fáránlega uppistöðulóni fyrir kárahnjúkavirkjun............en það er önnur ella........allt önnur ella...eða hvað?
Sverrir Einarsson, 27.4.2010 kl. 12:02
Takk Ómar það er gott að einhver sér sannleikann í þessu ,frábær pistill eins og oft áður
Loki (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 12:14
Þú talar um ,,Dýrkeyptar staðreyndir", hvaða staðreyndir ? Að eldfjöll hafa gosið? það er staðreynd.
En að eldfjöll muni gjósa okkur og öðrum til skaða eins og ÓRG gefur í skyn, það eru ekki staðreyndir. Það eru staðreyndir að því hefur verið spáð að slíkt GETI gerst á næstu áratugum. Ég spái því að þú munir ,,setja Frúna á bakið" alveg á næstunni, af því að þú hefur gert það áður. Sú spá er staðreynd, en hins vegar er það ekki staðreynd að slíkt muni gerast á næstunni. (Vonandi gerist það ekki).
Ef flugyfirvöld myndu gefa út tilkynningu eins og: ,,Ómar Ragnarsson mun hrapa flugvél sinni, það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Við teljum að fólk ætti að fara að búa sig undir það". Ætli það myndi ekki fjúka í þig þá ? En staðreyndirnar sanna málið, það er orðið ansi langt síðan þér hlekktist á, þannig að ég held að fólk ætti að varast að fljúga með þér.
B-)
Börkur Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 12:49
Þessar staðreyndir vita aðrir Evrópubúar til dæmis ekki og því rétt að forseti Íslands bendi þeim á þær:
Etna, sem gaus síðast árið 2008, er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.
Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð [eins og við Eyjafjöll, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri - Mynd
Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld en á skaganum er mikil eldvirkni, til dæmis skammt frá Keflavíkurflugvelli].
Við Etnu er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar, þar sem nú búa rúmlega 300 þúsund manns.
Eldfjallið Etna á Sikiley - Vísindavefurinn
Etna - Wikipedia
Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.
Eldfjallið Vesúvíus fyrir ofan Napólíflóann
Napólí er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.
Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.
Napólí - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 13:10
Eins og Steini Briem bendir réttilega á þá stafar ferðamönnum víðar hætta af eldgosum en á Íslandi án þess að þjóðhöfðingjar viðkomandi landa séu að "vara" ferðamenn við. Vesúvíus gaus síðast 1944 og þar í kring eru vinsælustu ferðamannastaðir Ítalíu. Berlusconi hefur ekki varað ferðamenn við því að fara til Ítalíu því það væri heimska og ekki megum við gleyma því að á þriðja hundruð manna fórust í jarðskjálfta á Ítalíu fyrir fáum árum síðan.
Það er rétt að ferðamenn laðast að eldgosum. En ferðamenn óttast ekki eldgosið sjálft heldur það að komast ekki til eða frá landinu sem hefði mikinn aukakostnað í föe með sér. Eitthvert gáfnaljósið hér að ofan segir að það sé bara ferðaþjónustan sem æmti og skræmti. Þessi maður veit sennilega ekki að ferðaþjónusta er nærststærsta gjaldeyrirtekjulind okkar.
Og Ómar sé þínum rökfærslum beint að sjálfum þér þá er það rétt, það er ekki þorandi að fljúga með þér því það er ekki spurning hvort heldur hvenær þú lendir næst í vandræðum á Frúnni. Því átt þú réttilega að benda væntanlegum farþegum þínum á þá hættu sem fylgir því að fljúga með þér.
Vertu svo samkvæmur sjálfum þér og farðu að skrifa í erlend blöð þar sem þú varar við þeim hættum sem ferðamenn geta lent í hér. Þú værir ekki lengi að koma þér niður í sama vinsældarflokk og Ólafur Ragnar.
egillthorfinnsson@yahoo.com (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 13:30
"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá. [...] Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er."
Kastljós 20. apríl 2010 - Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Sjá frá 5. mínútu
Meðalhiti á Íslandi (og þar með við Eyjafjöll og á Reykjanesi) eftir mánuðum 1961-1990 - Kort
Meðalúrkoma á Íslandi eftir mánuðum 1971-2000 - Kort
Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 13:41
Forseti Íslands hefur ávallt verið sér og þjóðinni til sóma og álitsauka í öllum embættiserindum, heima sem erlendis. Einungis nokkrar heybrækur úr sjálfstæðisflokki og slatti af BHM fólki sem haldið er sama sjúkdómi, s.k. Davíðsheilkenni fer á límingunum í hvert skipti sem hann tjáir sig. Heilkenni þetta lýsir sér sem heift og hatur ásamt algjöru getuleysi til fyrirgefningar eða sátta vegna gamalla væringa. Dapurt mjög, þetta er nefnilega kinnroðamál fyrir obba þjóðarinnar.
Emil Aðalsteins. (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 13:47
Egill, ætli ferðaþjónusta sé ekki stærsta gjaldeyristekjulind Íslands. Sjávarútvegurinn hefur ekki sýnt neinn hagnað svo árum skiftir, og ef eitthvað er, þá fer hann allur í að borga erlend lán, í gjaldeyri!!
Áliðnaðurinn gefur af sér meiri tekjur en sjávarútvegurinn núna, en það er mest í Íslenskum.
B-)
Börkur Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 13:53
Ómar, oftast finnst mér þú leggja góðum málum lið. Hér finnst mér þó að við verðum að virða að Ólafur hefur verið gagnrýndur af fleiri en einni ástæðu. Ég er alveg sammála þér í því að það beri ekki að þegja um staðreyndir. Ólafur tekur þessu sjálfur þannig, hann er nú orðinn málsvari sannleikans og þeir sem gagnrýna hann vilja ekki að aðrar þjóðir viti sannleikann, að við höfum ekkert lært af hruninu.
En hann hefur einnig verið gagnrýndur út frá innihaldi þess sem hann sagði og túlkun. Þeir jarðvísindamenn sem ég hef talað við eru ekki sammála framsetningu Ólafs Ragnars. Þú hefur sjálfur oft miðlað jarðfræðilegum upplýsingum mjög vel (þetta hef ég einnig frá jarðvísindamönnum) - eins og þú sjálfur bendir á þá er askan úr þessu gosi annarrar gerðar en almennt er, ógn vegna Kötlugoss felst ekki síst í flóðahættunni. Hún skiptir fólk á meginlandinu litlu. Vensl gosa í Eyjafjallajökli og Kötlu eru mjög umdeild á meðal jarðvísindamanna, sumir hafa bent á að þetta kunni að auka líkur á gosi, aðrir að gosið (og síðasta smágos) kunni að létta á Kötlu.
Ég hef ekkert á móti því að fjallað sé um íslensk eldgos í erlendum fjölmiðlum, en mér finnst réttast að það sé gert þá af meiri yfirvegun og þekkingu en Ólafur Ragnar hefur tamið sér (sbr. ummæli hans á sínum tíma um íslenska efnahagsundrið, jafnvel fyrir hrunið voru þau orðin okkur til skammar).
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 14:45
Hvað er dýrkeypt yfirlýsing í þessu sambandi. Er ekki jafn heimskulegt að neita að horfast í augu við að lífinu fylgir dauðinn. Ég er ekki véfrétt eða að spá neinum heimsendi, ég er ekki heldur vísindamaður. Það er ekki það sem orðin "að landið er í mótum táknar", bara skoða málin ofan í kjölinn, sumir virðast alls ekki vera færir um það eða hafa hugsun á því.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 16:18
Alveg ótrúlegt að lesa þessi skrif á meðan er ekki flogið á íslandi né frá landinu hverja skildu ferðaþjónustuaðilar ætla að draga til ábyrgðar fyrir það?
Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 16:28
SH ég myndi eiginlega skella þessu á náttúruna. Og fólk úti í heimi sem hlustar á sína vísindamenn eða nota eigin visku ættu ekki að fallast hendur. Er þetta ekki ævintýraland. Enda talaði Ólafur ekki um að gosið yrði í dag eða á morgun, einfaldlega staðreyndir sem byggjast á framtíð byggða á fortíð og vísindamönnum, gosin eru ekki hætt. Afhverju er svona erfitt að taka því. Ferðaþjónustan byggir á sínu, þarf ekki að segja hvað það er, kannski þeir ættu að endurskipuleggja ferðir sínar sem ævintýraland, að vísu þar hefur oftast ríkt lognmolla fyrir utan frábæra náttúru sem stendur alltaf fyrir sínu.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 16:38
Margar milljónir manna sem búa í nágrenni eldfjallanna Etnu og Vesúvíusar á Ítalíu skipta mun meira máli en þær þúsundir sem ferðast með flugvélum.
Þar að auki getur aska frá þessum ítölsku eldfjöllum borist með vindum frá Afríku til Norður-Evrópu.
Sirocco - "When a low pressure system above the Mediterranean moves towards the East a Southerly wind comes from Africa. [...]
The Sirocco is most common during the spring, but it can occur all year. The dust can be spread out to Northern Europe."
Sirocco
The Earth's atmospheric circulation - Sjá mynd til hægri á síðunni
Köfnunarefnisoxíð frá flugvélum kunna nú þegar að hafa hækkað styrk ósons í
efstu lögum veðrahvolfsins um nokkra hundraðshluta, mest þar sem flugleiðir liggja yfir Norður-Atlantshaf.
Og við mikil eldgos getur útstreymi brennisteinsdíoxíðs myndað úða sem veldur tímabundinni þynningu ósonlagsins.
Umhverfismál í Evrópu, sjá bls. 68
Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 16:55
SB við erum alltaf að tala um staðreyndir hver á sinn hátt.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 17:01
"Hálfsannleikur oftast er,
óhrekjandi lygi."
(Stephan G. Stephansson.)
Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 17:21
Ekki sniðug athugasemd. Hvað veist þú um það sem koma skal hvað náttúrna snertir, hún getur aldrei verið óhrekjandi lygi. Hugsaðu þig betur um. Sem betur fer hefur Ómar ekki blandað sér í þessar síðustu athugsemdir, hver veit hvað hann gerir við þær.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 17:26
Vel skrifað Ómar... Takk fyrir.
Ævar Einarsson, 27.4.2010 kl. 17:44
Þetta er ekki bara spurningin um að það "geti gosið" á Íslandi. Svo lengi sem landið hefur verið í sköpun, sem á sér engan líka í heiminum, hafa að meðaltali verið 20-25 eldgos á öld.
Fyrst eftir að ísaldarjökullinn hvarf þrítugfaldaðist þessi eldvirkni norðan Vatnajökuls.
Án hennar væri ekkert Ísland til og enginn þeirra stórkostlegu möguleika sem þessi "stórkostlegasta sýning í heimi" gefa fyrir ferðaþjónustu og sess lands og þjóðar meðal þjóða heims.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 18:26
Ég held að fólk sé aðeins að misskilja pínulítið.
Það er ekki þetta viðtal, sem Ómar talar um, sem allur þessi úlfaþytur er um.
Það er þetta: http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm sem fólk er ósátt við. Hér segir hann að það sé ekki spurning um, heldur hvenær það muni verða stórgos, sem gerir núverandi gos aðeins ,,æfingu fyrir hitt". Hvaðan hefur hann þær upplýsingar ?
Hann talar einnig um að síðasta gos í Kötlu hafi verið 1918, sem er rangt. Allir, eða flestir amk. telja gosin 1955 og 1999 með, og það er vel hugsanlegt að þau hafi létt þrýstingi af Kötlu. Þarna fer forseti vor með rangt mál, að því er virðist til þess eins að vekja ótta og ugg meðal fólks. Þá bendir hann á að þjóðir heims ættu að fara að búa sig undir stórgos í Kötlu, eins og það sé víst að hún sé um það bil að gjósa.
Jarðvísindamenn eru alls ekki á einu máli um hvort það sé eitthvað samhengi á milli gosa í Eyjafjallajökli og gosa í Kötlu, enda er aðeins eitt staðfest gos í Eyjafjallajökli síðan land byggðist, 1821.
þá segir ÓRG að Katla gjósi að jafnaði einu sinni á öld, en Katla hefur gosið þrisvar á síðustu níutíu árum.
Svona yfirlýsingar eins og ÓRG gefur hér: http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm eru alls ekki sæmandi þjóðhöfðingja, og eru aðeins til þess fallnar að gera fólk óttaslegið, einkonar heimsenda spár.
Það ætti að vera hlutverk vísindamanna að setja fram spár sem þessa, en ekki forseta í alþjóðlegu sjónvarpi. Því að þótt við Íslendingar vitum að ÓRG sé athyglissjúkur rugludallur, sem lítið er að marka, er ekki víst að allir þekki kauða.
Börkur Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 18:32
Þvílíkar athugasemdir sem aðeins virðast byggjast á því að gera lítið úr forseta vorum. Skoðaðu betur vísindalegar staðreyndir sem byggjast á því að gos, jarðhræingar og það sem því fylgir, það verður hvort sem þið viljið loka augunum fyrir því ekki. Hvenær, veit ég ekki. Ég nenni ekki að segja lengur "afhverju er þetta ekki eins auðveldlega skiljanlegt í ljósi jarfræðisögunnar sem slíkar sem það ætti að vera. Það er eins og fólk afneiti öllum rökhugsunum, úfff, þetta fer að fara í skapið á mér, eins gott að Tara gjósi ekki :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 18:53
Tara.
Eldvirkni hérlendis er bæði góð og slæm fyrir til dæmis íslenskan landbúnað og ferðaþjónustu en kostirnir eru mun meiri en ókostirnir.
Gjóska í íslenskum sem erlendum jarðvegi, til að mynda við Eyjafjöllin, þar sem nú er stunduð kornrækt, og á Suðurlandsundirlendinu, sem er eitt frjósamasta landsvæðið hér, er góð fyrir jarðveginn.
Þar að auki eru hér mörg hundruð gróðurhús vegna eldvirkninnar hérlendis og við seljum hér erlendum ferðamönnum íslenskar landbúnaðarafurðir í stórum stíl í verslunum og veitingahúsum.
Erlendir ferðamenn koma hingað aðallega til að sjá og njóta eldvirkra svæða á mótum Ameríku- og Evrópuflekans, til að mynda á Reykjanesskaganum, þar sem stunduð var kornrækt á Landnámsöld.
Á flekamótunum eru til dæmis Bláa lónið, Þingvellir, Hveragerði, Hekla, Vestmannaeyjar, Þórsmörk, Landmannalaugar, Katla, Askja, Mývatn, jarðböðin í Mývatnssveit, Ásbyrgi og Dettifoss. Og hvað væri íslensk ferðaþjónusta án allra þessara staða?!
Við fáum heitt vatn úr jörðu vegna eldvirkninnar hér og það sparar okkur Íslendingum að minnsta kosti 20 milljarða króna á ári í olíukaup, auk þess sem 27% af öllu rafmagni hér, 2.630 GWst, var framleitt með jarðgufu árið 2006.
Íslenskur raforkumarkaður
Sú fjárhæð sem við Íslendingar græðum á eldvirkninni hér er því mun hærri en kostnaður okkar vegna hennar og það á einnig við um ferðaþjónustuna hér.
Aska frá ítölskum eldfjöllum getur borist til Norður-Evrópu, rétt eins og aska getur á hvaða ári sem er borist þangað frá Íslandi. Það fer eftir mörgum þáttum, til dæmis vindáttum hverju sinni, og enginn getur spáð fyrir um það, hvorki rakara- né bakarasynir.
Það hefur því enga þýðingu að taka hér einn þátt út og horfa eingöngu á hann.
Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 20:18
Jæja mikið er gaman að einhver horfir á björtu hliðarnar í þessum málum. En það hveður að engu síður niður hættuna á verrii gosum, eða hvað :) Ómar Ragnarsson er enginn nýgræðinur á sviði náttúrunnnar eða náttúruhamfara án þess að ég sé véfrétt eins og ég hef áður sagt!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 20:45
Nú er ferðamannaiðnaðurinn án efa viðkvæmur, eftir þessar náttúruhamfarir að undanförnu.
Spurning hvort einhver ástæða sé til að vera að koma með yfirlýsingar um eitthvað sem hann veit ekkert um.
Ólafur Ragnar veit ekkert hvort Katla gjósi í bráð, frekar en ég eða þú.
Maður getur skilið pirring ferðaþjónustuaðila.
En Ólafur er mikið fyrir sviðsljósið. Það breytist aldrei.
ThoR-E, 27.4.2010 kl. 21:04
Og þá er ég að vísa til orða hans hér:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm
Þar sem hann fjallar um gosið á eyjafjallajökli sem "létta æfingu" fyrir það sem koma skal.
Tek undir með Berki Hrólfssyni hér fyrir ofan. Ýmislegt sem kom fram í viðtölum forsetans við erlenda fjölmiðla í kringum gosið set ég spurningamerki við.
ThoR-E, 27.4.2010 kl. 21:08
Sumir tala út frá eigin hjarta um það sem þeir trúa, en ég get ekki ímyndað mér að Forseti Íslands hafi ekki kynnt sér málið fyrir utan að hafa marga prófaralesara hvað þá vitna í vísindi. Hvað er í gangi þetta er það sem koma skal, allt segir þér það, bara hvenær og hversu slæmt það verður. Er þetta ekki eins og að bera í bakkafullan lækinn vinir. En læt ykkur í friði með þetta hér eftir.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.4.2010 kl. 21:19
Góð grein hjá þér Ómar, betra væri ef fleiri fréttamenn notuðu þá aðferð að hlusta á allt samtalið áður en fréttir eru fluttar. Sumir hafa kannski hlustað á það allt, en kosið að velja ákveðnar setningar og "búa til frétt" út frá þeim.
Reyndar er sennilega sama hvernig og um hvað Ólafur Ragnar tjáir sig, það verður alltaf fullt af fólki til að umsnúa og rangtúlka orð hanns. Ekki vegna þess að forsetinn Ólafur tjáir sig, heldur vegna þess að persónan Ólafur er að tjá sig.
Gunnar Heiðarsson, 27.4.2010 kl. 22:15
Skoðum nokkrar staðreyndir:
Jökulhlaupin 1955 og 1999 voru svo lítil að ég veit ekki til þess að þau séu skráð hjá jarðvísindamönnum sem alvöru Kötlugos.
Í einni umbrotarhrinunni við Kröflu kom glóandi kvika upp í gegnum borholurör í Bjarnarflagi.
Það er ekki skráð sem eldgos.
Ég heyrði Harald Sigurðsson segja að Skaftáreldagosið hafi verið 250 sinnum stærra en gosið er orðið nú í Eyjafjallajökli.
Hann og aðrir jarðvísindamenn hafa margoft talað um það að fullstór Kötlugos séu margfalt stærri en gos í Eyjafjallajökli.
Ég sé ekki að hægt sé að deila um stærð gosanna og að þess vegna sé hægt að bera þau saman með orðalagi sem vísar til stærðarmunar.
Hitt er höfuðatriði, sem verður að halda til haga að útbreiðsla öskunnar fer mikið eftir því hvað hún er létt og það atriði hefði forsetinn átt að nefna að mínu mati.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 22:31
Hér er mikið fabúlerað og það kallað staðreyndir.
Er það staðreynd að það verði 20 eldgos á næstu 60 árum? Nei, það er spá, byggð á líkum
Er það staðreynd að gos í Eyjafjallajökli 2010 sé fyrsta gosið í 60 ár sem trufli flugsamgöngur? Já, það er staðreynd, en ástæðan er að þetta er fyrsta meiri háttar öskugos á jörðinni eftir að menn gerðu sér grein fyrir að askan gæti skemmt þotuhreyfla. Síðan má spyrja hvort sömu viðmið verði notuð í framtíðinni í ljósi þess lærdóms sem hlýtur að verða dreginn af atburðarásinni nú. Þess vegna er ekki hægt að segja nú hvaða afleiðingar næsta öskugos kann að hafa á flugsamgöngur.
Er það staðreynd að það verði gos í Kötlu sem verði stærra en gosið í Eyjafjallajökli? Nei það er ekki staðreynd, við vitum ekkert hvað verður, Katla getur byrjað að haga sér öðru vísi en hingað til. Eldfjöll eru óútreiknanleg og þess vegna ekki rétt að tala um eitthvað í framtíðinni sem staðreyndir.
Frammistöðu forsetans gagnvart ferðaþjónustu á Íslandi má líkja við að hann hefði farið að ræða um fiskiðnaðinn og sagt að það gæti verið að seldur yrði fiskur frá Íslandi sem hefði ákveðna varasama galla. Segjum sem svo að hann talaði um hættu á salmonellusýkingu. Þeð er ekki hægt að hrekja það að svo gæti farið þó líkur séu í sjálfu sér litlar. Slík yfirlýsing myndi þýða markaðshrun þó það sé hægt að segja að slíkt gæti gerst og með einhverjum ráðum mætti rökstyðja slíkt og segja að það sé heiðarlegt að láta vita af þessum möguleika. (ég veit að vísu ekki hvernig rökstuðningurinn gæti orðið). Slíkt myndi vera afgreitt sem atvinnurógur í þeim tilgangi að spilla fyrir helsta atvinnuvegi þjóðarinnar. Það myndi þýða hrun á markaði sem erfitt yrði að endurvinna.
Þegar fjallað er um viðkvæm mál þar sem miklir hagsmunir eru í húfi verður að sjálfsögðu að fara varlega. Það er þess vegna ekki gott þegar þjóðhöfðingi (sem líkur er að hlustað sé á) vaði fram með illa ígrundaðar yfirlýsingar byggðar á yfirborðskenndri þekkingu og jafnvel misskilningi. Í þessu máli hefði jarðfræðingur sem gæti skýrt eðli eldgosa undir jökli, einhver frá almannavörnum sem gæti skýrt viðbúnað við hættuástandi og e.t.v. fleiri átt fjalla um málið. Eftir það sem orðið er verður að fara einhverja slíka leið og jafnframt að gera þjóðhöfðingjann ómerkan orða sinna (e.t.v. má segja að bættur sé skaðinn í þeim efnum).
En fólk í ferðaþjónustu hlýtur að gera þá kröfu að Ólafur Ragnar Grímsson hætti að tjá sig við erlenda fjölmiðla. Það er spurning um okkar atvinnuöryggi.
Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:10
Forsetann vissi upp á sig skömmina eftir fyrstu viðtalinu ("You haven't seen nothing yet!") og reyndi að bæta fyrir mistökin í viðtali nr. 2. Höfum við ekki séð það áður hjá honum: að leiðrétta sjálfan sig daginn eftir?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 07:53
Það hafa orðið að meðaltali 20 - 25 eldgos á Íslandi á hverri öld svo lengi aftur sem menn vita. Færsla meginlandsflekanna, sem veldur þessu, er samfelld.
Að segja að svo geti farið að ekkert gos verði næstu áratugi er svona álíka og að segja að svo geti farið að ekkert rigni næsta ár, vegna þess að það hafi oft komið margar vikur sem ekkert hafi rignt.
Ómar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 00:15
Góður punktur hjá Ómari í 39 færslu! Segir allt sem segja þarf.
Sumarliði Einar Daðason, 29.4.2010 kl. 13:11
Sammála Ómari. Hann var frábær í þessu viðtali.
Guðlaugur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.