Notadrjúgt fyrir fréttirnar um forsetann.

Nóbelskáldið okkar lýsti því einu sinni vel hvernig Íslendingum takist oft að gera eitthvert eitt tiltölulega lítið atriði að aðal umfjöllunarefni ákveðinna mála þannig að það verði smám saman aðalatriðið og tönnlast er p1011498_987899.jpgá því eins og síbylju. p1011504.jpg

Svo er að sjá hvað snertir gosið í Eyjafjallajökli, en með þessum pistli ætla ég að setja inn nokkrar myndir af átökum elds og íss undir Gígjökli. 

Gosið í Eyjafjallajökli ætlar að verða notadrjúgt fyrir fréttirnar, sem eru á stundum fluttar daglega um þann skaðvald sem forseti Íslands hafi verið og sé fyrir land og þjóð. 

P1011500

Á sama tíma maður hefur ekki frið fyrir erlendum kvikmyndagerðarmönnum, sem enn streyma til landsins til að þess að fjalla um gosið og Ísland, eru stærstu fréttirnar um það hvernig forsetinn hafi fælt erlenda sjónvarpsmenn og kvikmyndagerðarmenn frá landinu.

Enginn atburður að leiðtogafundi Reagans og Gorbasjofs meðtöldum hefur komið Íslandi eins rækilega á kortið og þetta gos. Nú veit öll heimsbyggðin hvar Ísland er í stað þess að maður sé spurður, til dæmis í Bandaríkjunum þegar maður segist vera frá Íslandi: "Where is that in the states?" 

Nú síðast í gær sat ég fyrir framan ástralskar sjónvarpsvélar í viðtali sem tók hálftíma og lunginn úr deginum fór í að undirbúa þetta viðtal og taka það.

Áður höfðu þessir áströlsku sjónvarpsmenn tekið svipuð viðtöl fyrir austan. 

Í dag verða það grískir sjónvarpsmenn sem líka hittu mig fyrir austan og þýskir, breskir, bandarískir og menn frá arabískri stjónvarpsstöð hafa verið að gera það sama.

Í viðtölunum hef ég fengið tækifæri til að koma ítarlega á framfæri því að í 23 eldgosum frá 1961 hafi aðeins þetta gos truflað flugsamgöngur og að truflunin hafi orðið minni á Íslandi en í flestum löndum Evrópu. Ekki sé vitund varasamara að koma til Íslands nú en hefur verið síðstu hálfa öld. 

Ég hef fengið tækifæri til að lýsa út í hörgul því sem er ekkert skrum og engar ýkjur: Samspil elds og íss og íslensk náttúra er einstæð upplifun sem á sér engan keppinaut í víðri veröld, er í raun dýrgripur alls mannkynsins og það mikilvægasta sem þetta land á og getur gefið af sér fyrir okkur.

Miðað við alla þessa erlendu dagskrárgerð sem hefur verið stanslaust í gangi í þrjár vikur og sér ekki fyrir endann á, hefur gefist aldrei gefist annað eins tækifæri til þess að leggja grunn að nýrri sókn í íslenskum ferðamálum. 

En forsíðufréttir og jafnvel daglegar fréttir um þessar mundir segja allt aðra sögu. Auðvitað er slæmt að missa af þeim tekjum, sem fengist hefðu af þeim störfum erlendra kvikmyndagerðarmanna í sumar við gerð auglýsinga.

En stutt atriði í auglýsingum, sem áhorfendur sjá jafnvel ekki hvort teknar eru á Íslandi, eru orðin að aðalatriði í fréttaflutningi og risafyrirsögnum en ekki ítarlegir kynningarþættir um Ísland og Íslendinga sem munu koma í erlendum sjónvarpsstöðvum allt frá Kanada og Bandaríkjunum til Grikklands, Arabalanda, Ástalíu og Japans. 

Núna er erlendu kvikmyndagerðarmennirnir farnir að fjalla um ýmis önnur atriði hér en þau sem tengjast beint gosinu til þess að koma með nýja fleti og nýja umfjöllun úr Íslandsferðinni. 

Ég hef haft góða aðstöðu til að fylgjast með þessari þróun sem er mjög jákvæð og jafnfram að lesa nær samfelldar svartagallsfréttir hér heima þar sem eldfjallið er ekki aðalatriðið þegar að er gætt, heldur eiga þessar fréttir það allar sameiginlegt að koma sem mestri sök yfir á forsetann, sem alltaf er nefndur.

Enn sannast hið landlæga skammtímaviðhorf hér á landi sem færði okkur hrunið.

Nú er hamast við að færa sönnur á að annað hrun sé í uppsiglingu, ferðaþjónustuhrun.

Sagt er að eins dauði sé annars brauð. Er hugsanlegt að í þessum einhliða fréttaflutningi felist það að á þeim tíma sem eldgosum og forsetanum er formælt daglega muni verða von til þess að sól annarra atvinnugreina og manna rísi? 

Og í öllum æsingnum yfir peningum, sem allt snýst um, virðist enginn pæla í því hvílíka nýja möguleika þetta færir okkur upp í hendurnar til þess að stórauka tekjur okkar af landinu.

Nei, af því að sá peningur kemur ekki strax í næsta mánuði er allt ómögulegt.   

 


mbl.is Hætta við kvikmyndatökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gott innleg Ómar. Orð í tíma töluð. Við skulum vona að viðtölin þín og væntanleg landkynning sem verið var að ganga frá nái tilætluðum árangri. Það þarf fyrst og fremst að kynna útlendingum það að áhrif þessa eldgoss eru á takmörkuðu svæði og að Ísland er ekki eins lítið land og flestir halda. Eyjan okkar er ekki öll undirlögð.

Haraldur Bjarnason, 5.5.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það læðist að manni sá grunur að verið sé að nota ummæli forsetans til að ná fé út úr ríkinu. Ferðaþjónustan ber sig illa, þegar hefur verið ákveðið að leggja fram stórar fjárhæðir til hjálpar henni. Nú kvartar kvikmyndaiðnaðurinn, væntanlega heyrum við fljótlega kröfur um aðstoð til þeirra. Hverjir koma næst?

Það er ótrúlegt að forsetanum skuli vera eignað þetta, er skýringin ekki frekar sú að fólk er kvekkt á flugbanni í Evrópu, bann sem komið var á löngu áður en forsetinn tjáði sig um þetta. Mikið hefur dregið úr ferðum fólks innan Evrópu, varla er það honum að kenna.

Það var annað hljóð í ferðaiðnaðnum áður en gosið færðist undir jökulinn, meðan það var á Fimmvörðuhálsinum ríkti mikil bjartsýni og töluðu menn um væntanlega mikla aukningu ferðamanna. Einnig var gosið, meðan það var á hálsinum, talið geta verið gott fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Meðal annars voru tekin upp kvikmyndaskot vegna væntanlegrar kvikmyndar sem áætlað er að gera.

Það má því segja að meðan gýs á réttum stöðum sé allt í lagi, það er bara spurning hver getur sagt þeim í neðra hvar hann á að senda elda sín upp. Það er nokkuð ljóst að forsetinn hefur lítið um það að segja.

Hvað sem öllu líður þá búum við á hinu fagra Íslandi, hér getur gosið bæði undir jöklum sem og annarstaðar. Við það búum við og eigum að vera stollt af. Það er einnig staðreynd að Katla er löngu komin á tíma, það er að segja samkvæmt sögunni, en hún er jú það skásta sem við höfum á þessu sviði ennþá. Á þetta bennti forsetinn og er úthrópaður fyrir það.

Gunnar Heiðarsson, 5.5.2010 kl. 09:24

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég er alveg hjartanlega sammála þér Ómar í þessum pistli þínum,  við eigum ekki að missa sjónar á aðalatriðum þessa máls og nýta okkur alla,  jafnvel Forsetann til að kynna landið okkar og koma á framfæri upplýsingum um að hér sé allt öruggt og hvetja fólk til að upplifa náttúruna.  Ég reyndar held að áhrif Forseta Íslands séu stórlega ofmetin í þessu máli eins og svo mörgum öðrum.  Ég er sannfærður um að þetta gos og sú athyglið sem landið hefur fengið, eigi eftir að færa okkur miklar tekjur í framtíðinni af ferðamönnum sem ekki hefðu komið annars.  Ég vil svo þakka þér sérstaklega fyrir þinn þátt í frábærri landkynningu gegnum áratugina og að vekja fólk til umhugsunar um þetta frábæra land sem við eigum,  þinn þáttur er örugglega vanmetinn. 

Magnús Guðjónsson, 5.5.2010 kl. 10:06

4 Smámynd: Kristján B Þórarinsson

þú stendur þig vel Ómar,þú ert réttur maður á réttum stað! Við Íslendingar þurfum menn eins og þig,góðan og heims þekktan fréttamann sem er vandur af virðingu sinni,þú hallar ekki réttu máli,fólk staldrar við þegar fréttir koma frá þér.Það eru of margir sem ætla sér að græða á þessu gosi,T.D. ferðaþjónustan sem tók rangan pól í hæðinna.Hún græðir ekki á að tala niður Forsetan,flestar þjóðir standa vörð um Forseta sinn en það gerir ekki Íslensk Ferðaþjónusta,hún getur ekki og má ekki notað Forseta Íslands í pólitýskum tilgangi, þjóðinn leifir það ekki.Ferða þjónustan,má ekki hala inn penninga frá ríkinu meðþessum hætti. 

Kristján B Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 12:15

5 identicon

Ég legg til að Ómar verði næsti forseti íslands... við þurfum góðan og almennilegan mann með vit í hausnum.. og heiðarlegan að auki.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:23

6 Smámynd: Huckabee

Er á leið til landsins í sumar með erlenda vini og ríkir tilhlökkun engin kannast við umæli forsetans.Málið snýst um að mastera framburðinn á eldfjallið . Of skuldsett ferðaþjónusta er með áróður og græðgi það fælir.Um leið og samgöngur komast í jafnvægi  þá verður gott framboð á gestum til íslands enga panic eða austur á almannafé án skilgreiningar á ráðstöfunum.ísland er og verður ævintýraland,gráðugar ferðaþjónustur  eiga bare eitt eftir að fá úthlutaðan kvóta á sín svæði  það höfum við séð lengi með samkeppnisleysi á flutningum ferðamanna til og frá KEF

Huckabee, 5.5.2010 kl. 14:23

7 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Góður Pistill. Hvenær er annars von á plötunni Ómar ómar, Ómar?

Oddgeir Einarsson, 5.5.2010 kl. 15:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seltjarnarnesið er lítið og lágt,
lifa þar fáir og hugsa smátt,
aldrei líta þeir sumar né sól,
sál þeirra er blind eins og klerkur í stól.

Íslenska þjóðin hefur ætíð verið við "góða fjárhagslega heilsu", líkt og sparisjóðurinn Byr, sem nýlega fór á hvínandi kúpuna.

Þjóðin hefur hvorki vit á peningum né skipulagningu á nokkru sviði
og hefur aldrei haft. Hún vill fá peningana strax, æðir áfram í blindni og reisir hús úti um allar koppagrundir í "góðæri".

Skælir hins vegar frá sér það litla vit sem hún hefur fái hún ekki að hirða peninga ókeypis af þeim sem hafa verið svo forsjálir að leggja þá fyrir á heiðarlegan og skynsamlegan hátt í "góðærinu" og þannig tilbúin að gera Sparisjóð Suður-Þingeyinga gjaldþrota, einn af fáum sparisjóðum með viti í landinu.

Katla mun gjósa
en enginn veit hvort það verður í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif það hefur á flugsamgöngur. Það fer eftir mörgum þáttum, til að mynda vindáttum hverju sinni, og enginn getur spáð fyrir um það.

Eldgosið í Eyjafjallajökli er besta auglýsingin sem íslensk ferðaþjónusta gat fengið en hún vill fá peningana strax, eins og þjóðin með kreditkortin á lofti.

Þorsteinn Briem, 5.5.2010 kl. 15:48

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ólafur Ragnar var náttúrlega með óskaplega stóryrtann málfluttning um væntanlegt Kötlugos sem væri svo margfalt stærra og ógurlegra en þetta sem nú er í gangi.

Gosið og allar fréttirnar af því eru mikil langtíma landkynning fyrir okkur og Ómar er núna að gegna hlutverki sendiherra þó enn vanti skipunarbréfið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.5.2010 kl. 17:15

10 identicon

Ómar Ragnarsson er að vinna gott starf og á mikinn heiður skilið.

En hann á erfitt með að skilja, að þjóðin er orðin langþreytt á uppskrúfuðu bulli klappstýrunnar á Bessastöðum.

Allir eru búnir að fá meira en nóg af athyglissýki og mikilmennskubrjálæði mörlandans.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 18:35

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Frábært innlegg Ómar!

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef sagt. Tækifærisgosar sem gera ekkert jákvætt sjálfir einblína á túlkun sína á einhverju sem forsetinn segir, til þess að bægja athyglinni frá sér eða sínum, því í huga sjálfstæðismanna er níð um Ólaf Ragnar lof um þá.

Þetta er einmitt undirrótin að þessu leiðindaeinkenni á Íslendingum sem þjóð (sem reyndar fleiri þjóðir státa einnig af, t.d. Bandaríkin).

Þetta er frábært gos. Áhrif þess á Ísland og menninguna eru frábær. Það eflir samstöðuna. Dregur okkur inn í veruleikann. Undirstrikar að við lifum hér! Og nú! Og hvergi annarsstaðar er þessi undur að finna öll á einum stað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 19:28

12 Smámynd: Ásta María H Jensen

Frábær pistill!  Það er ótrúlegt hvað þessi ferðaþjónusta hugsar skammt.  Á meðan þeir eru að plana hvalaskoðun, (sem láta sjá sig þegar þeim sýnist) og annað í þeim dúr, þá gleima þeir að kynna það sem er aðalmerki okkar íslendinga, eldur og ís.  

Ásta María H Jensen, 6.5.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband