9.5.2010 | 19:42
Flókið mál.
Ég fór austur að Rangá í dag til að sinna gosinu. í ljós kom að það var til lítils því að norðvestanáttin, sem ríkt hefur, hefur minnkað svo mkið að upphitun Suðurlandsundirlendisins tekur af henni ráðin fyrir neðan 5000 feta, eða 1500 metra hæð.
Þegar hringt var í veðursímann 9020600 var gefinn upp um 10 hnúta norðvestanvindur í 5000 feta hæð í stað 30-35 hnúta að undanförnu.
Og í loftlögum þar fyrir neðan var komin austanátt sem bar öskuna vestur fyrir Gunnarsholt og Landvegamót um tvöleytið og glögglega mátti sjá hvernig þetta öskumettaða loft barst vestur með suðurströndinni í átt til Reykjanesskagans.
Þegar sólin lækkkaði á lofti í kvöld tók norðvestanáttin aftur völdin, en loftið var þó áfram aðeins mettað og örþunn öskuslikja hafði sest á rúður og þök bíla.
Útbreiðsla öskunnar er flókið mál, því að eins og þessi lýsing sýnir geta loftstraumar verið mjög mismunandi eftir hæð frá jörðu og áhrifum upphitun jarðarinnar.
Háloftin áfram öskusvört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú talar eins og þú sért að fara til gegninga.
Var nokkuð stífla?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.5.2010 kl. 20:00
Gott að vita að Ómar sinnir gosinu eins og honum er einum lagið.
Þessi gosöskuspá sem nú stöðvar allt flug frá Rvk og Kef miðar við að askan komi sunnan frá atlantshafinu eftir að hafa þvælst umfyrir sunnan land.
Engin öskumengun hefur mælist í Rvk og ekki er gert ráð fyrir að svo verði. Samt er vellinum lokað fyrir almennu farþegaflugi. Sú ráðstöfun þarfnast skýringa.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 9.5.2010 kl. 21:59
Kristján ég átti flug í dag frá Reykjavík til Akureyrar og það er á hreinu að ef það væri einhver hætta þó hún væri lítil þá hefði ég engan áhuga á því að fara í loftið!
Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 23:46
Ég skil vel að fólk er hrætt við þessa gosösku sem hrjáir nágrenni Eyjafjallajökuls. Hún er búinn að gera þjóðinni mikinn skaða og vonum við að þessu fari senn að ljúka enda bendir ýmislegt til þess.
Vona að Sigurður komist heim með flugi í dag.
Eg fullyrði samt að ekkert öruggara er að fljúga í dag en í gær og vísa þar til mælinga.
Hinsvegar er mun öruggara að fljúga en aka og því býst ég við að Sigurður kjósi frekar öruggari mátann að fljúga í stað þess að aka þegar þess er kostur.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 10.5.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.