9.5.2010 | 19:51
Hvaða þrír ráðherrar vilja missa stólinn sinn ?
Fækkun ráðuneyta var eitt af stefnumálum Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007. Þetta hefur svo sem oft verið rætt en ekki þarf annað en líta yfir þróun ríkisstjórna frá 1917 til dagsins í dag til að sjá að útilokað virðist að fækka ráðherrum.
Þeim hefur hins vegar fjölgað jafnt og þétt og virðist ómögulegt að fækka þeim. Ástæðan er auðvitað mannleg og skiljanleg: Ef fækka á ráðherrum úr tólf í níu, hvaða þrír vilja missa stólinn sinn?
Ríkisstjórnin fundar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hljóta allir ráðherrar þessar fyrstu tæru vinstristjórnar að vera tilbúnir í að standa upp úr stólnum sínum svo ríkisstjórnin haldi völdum enda er það sem skiptir öllu eins og SJS hefur sagt.
Óðinn Þórisson, 9.5.2010 kl. 20:37
Örugglega sigtar Jóhanna á Gylfa, Rögnu og Jón. Hún hatar Jón vegna harðarar afstöðu hans í ESB málinu. Og Ragna og Gylfi eiga sér enga málsvara innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að vera eina fólkið með þokkalegu viti í stjórninni. Eða kannski öllu frekar þess vegna.
Magnús Óskar Ingvarsson, 9.5.2010 kl. 20:49
Jóhanna , Össur og Árni Páll.
Hamarinn, 9.5.2010 kl. 20:58
Annars er merkilegt að einu ráðherrarnir sem ekki eru þingmenn (þ.e. Ragna og Gylfi) njóta meira trausts en hinir reyndu þingmenn.
Elvis (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 21:51
Það þarf ekki að fækka ráðherrum. Þeim ætti að fjölga og senda alla þingmenn heim og fara svo að vinna. Það væri gott ráð núna að reka landið eins og fyrirtæki og að menn vinni fyrir kaupinu og pólitík yrði bönnuð með lögum í 15 ár.
Eyjólfur Jónsson, 9.5.2010 kl. 22:43
Ekki væri nú verra að þetta fyrirtæki yrði rekið eins og Kaupþing.
Hamarinn, 9.5.2010 kl. 22:54
Ýmislegt er snúnara í dag en var 1917. Það eru nær 100ár síðan Ómar. Þú getur allt eins borið saman fjölda bíla þá og nú, eins og fjölda ráðherra.
Tillaga Eyjólfs er mjög góð. Drauma fyrirtækið, er rekið líkt og gott þjóðfélag. Allir vinna saman að ákveðnu markmiði, allir á þokkalegum launum o.s.f.v.
Fyrirtækið Ísland, ræður yfir dýrmætum auðlindum sem það hamast við að gefa auðhringjum og/eða eyðileggja.
Dingli, 10.5.2010 kl. 11:45
Dingli.
Er þetta ekki Kommúnismi sem þú boðar þarna?
Hamarinn, 10.5.2010 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.