Íraskur Checkpoint Charlie?

Múrar, sem reistir hafa verið utan um þorp, borgir og heilu ríkin hafa yfirleitt gefist illa og verið merki um ákveðna uppgjöf þeirra sem þá hafa látið reisa. 

Fyrir sjö árum létu tveir menn okkur Íslendinga verða í hópi þeirra ríkja sem réðust með hervaldi inn í Írak til að koma þar á frelsi og víkja einráðum grimmdarsegg og glæpamanni frá völdum.

Nú virðist eina ráðið til að koma þessu frelsi á vera það að reisa múr utan um höfuðborg landsins og kann að vera að fleiri borgir fylgi í kjölfarið.

Við þekkjum nokkur dæmi um svona aðgerðir fyrr í hernaðarsögunni.

Bandaríkjamenn tóku það til bragðs snemma í Vietnamstríðinu að reisa girðingar utan um þorpin og verja þau fyrir aðgengi óæskilegra aðkomumanna.

Skemmst er frá því að segja að þetta misheppnaðist algerlega. Íbúum þorpanna fannst þeir þvert á móti vera lokaðir inni og sviptir frelsi sínu.

Í Suður-Afríku var aðskilnaðarstefna í gildi um áratuga skeið og þótti ekki til fyrirmyndar.

Ísraelsmenn hafa reist mikinn múr til að skilja sig frá Palestínumönnum og ekki er það ástand, sem því veldur og af því hlýst, eftirsóknarvert.

Frægastur múra varð Berlínarmúrinn með "aðgangslhiðum sínum".  Það tákn einræðis, ofríkis og ófrelsis hrundi 1989 og var fáum harmdauði.

Á honum voru hlið, sem fengu fræg nöfn sem mætti kannski endurvekja í Bagdad, svo sem "Chekpoint Charlie" ?  


mbl.is Reisa múr um Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband