Illskiljanlegt bann og ekki bann.

Svo vill til að ég hef verið á faraldsfæti bæði á landi og í lofti á svæðinu milli Reykjavíkur Eyjafjallajökuls daglega að undanförnu.

Í gær viðraði vel til flugs fyrir vestan gosstöðvarnar því að mökkinn lagði til austurs, norðaustur og norðurs. Þetta sást afar vel úr lofti. 

Ég byrjaði að fylgjast með gosinu í morgun og þá sást vel að mörk öskufallsins voru í Fljótshlíð. 

Fyrir áeggjan nokkurra manna fyrir austan, svo sem fulltrúa frá NASA, fór ég austur þótt mér þætti ólíklegt að ástandið breyttist. Fyrir austan sást hvernig öskumökkurinn fór skyndilega að berast hratt til vesturs og var kominn yfir allt Suðurlandsundirlendið á skömmum tíma og síðan yfir Reykjavík. 

Svifryk var yfir viðmiðunarmörkum í Reýkjavík líkt og var fyrsta daginn á dögunum þegar Reykjavíkurflugvelli var lokaðl.  Samt var Reykjavíkurflugvöllur opinn í allan dag. 

Ég á bágt með að skilja þetta og held, að stundum geti það gilt um tölvulíkön sem spár um öskufall koma úr, sem sagt er í bandaríska máltækinu "garbage in - garbage out."

Ef settar eru nónýtar forsendur inn í tölvuna verður ótkoman ónýt. 


mbl.is Aska yfir borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Nokkrum mínútum eftir að ég las þessa frétt á MBL rétt eftir kl 16, leit ég út um gluggann á skrifstofunni minni í Hlíðarsmáranum og horfði á.......Fokker-vél Flugfélags Íslands klifra til norðurs í vinstri beygju í gegnum 1500 fetin eftir flugtak af braut 13.....og hverfa í öskumistrið! Við verðum að fara fá ábyggilegari mælingar þegar flugvöllum er lokað á "heiðskírum" degi vegna útreiknings tölvulíkana. Þetta er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig að þessum málum er staðið í dag.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.5.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Með sama áframhaldi verður flugslys af völdum ösku!

Sigurður Haraldsson, 19.5.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband