Ekkert kemur upp.

Mér tókst að ná mynd á ellefta tímanum í morgun sem er líklega eina myndin, þar sem efsti hluti ísgjárinnar í gegnum Gígjökul með nýrunnu hrauni í, gígurinn sjálfur og gufumökkurinn upp úr honum sjást greinilega og ekkert ský hindrar útsýnið. p1011818_993344.jpg

Niðurstaða: Engin gosefni koma upp, aðeins gufa. Sendi myndina til ruv og Stöðvar 2. 

Ég var núna um fjögurleytið að koma úr flugi með Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, sem tók bæði ljósmyndir, kvikmyndir og hitamyndir af gosgígnum í Eyjafjallajökli.

Mesti hitinn sem mældist í gígnum voru 100 stig sem óravegu frá bræðslumarki hrauns. Niðurstaða: Ekki kemur vottur af kviku upp. 

Þar með er ekki sagt að gosinu sé lokið, sé miðað við fyrri gos. Þvert á móti ætti einmitt nú að hafa sérstakan vara á varðandi það að það taki sig upp á nýjum stað. 


mbl.is Eldgosinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Flott mynd hjá þér Ómar, eins og oft áður. Spurning er, hvort virknin muni færast í vestur? Það hafa verið grunnir skjálftar upp af Seljalandsfossi nýlega.

Svo þyrði ég varla að búa í Kaldaðarnesi hjá honum Jörundi vini mínum, beint ofan á einni sprungunni.

Júlíus Valsson, 23.5.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ómar að benda á þann möguleika að það geti tekið sig upp annarsstaðar, það eru svo margir sem lesa blogg þitt og því ætti aðvörun þín að ná eyrum lesenda.

Sigurður Haraldsson, 23.5.2010 kl. 20:24

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ekki nema Ómar fái bágt fyrir eins og forseti vor.

"You aint seen nothing yet"

Garðar Valur Hallfreðsson, 24.5.2010 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband